Lífið gengur sinn gang þrátt fyrir allt

Jæja þá er ég útskrifuð úr þessari lotu á Reykjalundi. 5 vikur liðu eins og örskot enda annasamt í meira lagi. Ég náði mjög góðum árangri og er bara stolt af því, bætti þol um 20% sem er ekki svo lítið á 5 vikum. Enda búin að vera í stanslausu púli og vambarpúkinn aðeins hopað. Dagarnir gengu út á háls og herðaleikfimi, iðjuþjálfun, sund, sundleikfimi, göngur með og án stafa, þolhringi, fyrirlestra og ég veit ekki hvað. Þetta var bara gaman og gagnlegt mjög svo. Nú er að halda áfram, sem er aðeins flóknara þegar maður er ekki í þessu yndislega verndaða umhverfi sem Reykjalundur bíður uppá. Nú þarf ég að útbúa mér stundatöflu sem inniber reglulegt hollt mataræði og hreyfingu sem forgangsatriði. Ég veit að mér tekst þetta en þigg allan stuðning sem hægt er að fá varðandi hreyfingarþáttinn......

Allt er búið að vera á fullu í leiklistinn líka. Ég hef brunað flesta daga þessar 5 vikur beint niður í Hala og unnið þar baki brotnu fram undir 10 - 11 á kvöldin svo sólahringurinn hefur verið mjög svo þéttskipaður. Við frumsýndum Sjeikspírs Karnival 31. jan. sl. við mikinn fögnuð áhorfenda, og erum búin að sýna tvisvar í viku síðan þá. Leikritið er unnið uppúr þrem verkum Sjakespears; Þrettándakvöldi, Draumi á Jónsmessunótt og Hinriki 4. Leikgerð og leikstjórn er í höndum Þrastar Guðbjartssonar. Í gær fengum við þessa fínu gagnrýni á sýninguna á leiklistarvefnum sjá nánar HÉR

Lítið hefur maður sinnt fjölskyldunni eða öðrum skylduverkum, ýtt á undan sér hrúgu af verkefnum eins og mér einni er lagið. Svo nú er aðaláskorunin að setja sjálfa mig í forgang á undan öllum nefndar og stjórnarstörfunum hér og þar. Ég er svo heppin að fjölskyldan mín umber þetta vel, er kannski bara fegin að vera aðeins laus við mig.....

Alla vega ætla ég að skella mér á Þorrablót í kvöld og skemmta mér vel með Sjálfsbjargarfélögum. Svo tekur alvara lífsins við


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér Ása mín, ég gleymdi að nefna það þegar ég sá þig á þriðjudagskvöldið hvað þú lítur vel út. Ef þig vantar einhvern í göngutúra þá eru ég og Tara tilbúnar ef það er einhverntíman eftir vinnutíma. En annars veit ég að þú getur þetta. Kær kveðja, Olla

Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband