Skartgripir

Ég var að þreifa mig enn frekar áfram hér á moggablogginu. Sá að það var ekki svo flókið að setja upp albúm. Skellti nokkrum myndum af skartgripunum mínum inn. Endilega kíkið á það. Bæti svo meira við næstu daga.

Kannski raunin verði sú að ég flytji mig alveg yfir. Finnst það svo stórt stökk eitthvað eftir öryggið á www.asahildur.blogspot.com en kannski er tími til kominn og komið traust bloggkerfi á íslensku. Ekki slæmt að hafa púkann fyrir fljótfæra penna eins og mig.

Held ég taki sjómannadeginum rólega í ár. Enda sefur minn sjómaður inni í rúmi enn og hættur á sjónum í bili. Til hamingju samt allir sjómenn og freyjur landsins.


Dásamlegur staður

Salan í gær gekk ekkert of vel. Þessi sölustaður fullreyndur og nú hefst ný leit að sölubás á viðráðanlegu  verði. Allar hugmyndir vel þegnar Wink

Var alveg uppgefin eftir daginn í gær og féll í sófann og horfði á misgóðar myndir fram á nótt. Einu tímarnir sem ég nenni að eyða yfir sjónvarpinu eru þegar ég er úrvinda af þreytu.

Í dag er opnunarhátið í Krika sem er útivistarsvæði Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Þar mun ríða á vaðið þetta sumarið félag barna með Downs heilkenni. En allir eru velkomnir uppúrhádegi koma hestar í heimsókn og það verður teymt undir börnum svo kemur brúðubíllinn kl. 13.00 í árlega heimsókn.

Undanfarið hafa staðið miklar framkvæmdir yfir og er þeim ekki lokið þarna uppfrá en þó er vel hægt að eiga þar góðar stundir. Og bara vonandi gerir félagið gangskör að því að ljúka þessu á sem bestan hátt næstu vikuna.

Ég og mín fjölskylda höfum átt margar yndislegar stundir í Krikanum við útiveru, veiðar, siglingar, náttúrurskoðun, kaffispjall, grill og ekki síst spilamennsku. Mæli með að fólk kíki á svæðið og kynni sér hvað er í boði. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu Krika


Perluæði

Á morgun föstudag ætlum við vinkonurnar að vera með bás í Mjódd og selja handunna skartgripi. Vorum um daginn með litlum árangri en lítum björtum augum til mánaðarmótanna. Vantar ykkur ekki skartgripi? Gott til gjafa og bara að skreyta sig með. Allir að kíkja við og kíkja á perluvinkonurnar :-)

Það fór sem mér datt í hug. Ég fékk grænan miða á bílinn. Pústið var ekki nógu þétt til að hægt væri að mengunarmæla hann. Mátti svo sem vel vita það. Mig vantar að vinna í lottó á morgun svo ég geti keypt draumabílinn með lyftu fyrir hjólastólinn.......

Annars fór dagurinn meira og minna í stærðfræði með Heklunni minni. Verð að finna annan tíma fyrir Gambíusöfnunina. Smá félagamálastúss en aðallega heilabrot. Það er erfitt að hjálpa krökkum í dag í stærðfræði þar sem ekki má nota gömlu aðferðirnar sem hafa dugað síðustu kynslóðum. En vonandi gengur henni vel á morgun hef svo sem ekki trú á öðru enda vel gerð stúlka og samviskusöm.

Er enn að prófa mig áfram með þetta blogg, bætti við nokkrum tenglum.


strax komin með 2 bloggvini

Er það kannski þetta sem það snýst um. Get líka sett inn tengla á blogspot. Fæ kannski ekki mynd af viðkomandi nema með aðeins meiri vinnu. En vel hægt. Lísi enn eftir upplýsingum um hvað er málið?

Verkefni dagsins í dag eru mis skemmtileg. Þarf fyrst að fara með bílinn í skoðun svo ekki verði nú klippt af honum á morgun. Óttast frekari fjárútlár. Næsta verkefni er öllu meira skemtilegra og gefandi er að fara ásamt vinum mínum í Vin að pakka í gám ýmsu sem við höfum verið að safna fyrir geðsjúka vini okkar í Gambíu. Ákaflega gefandi verkefni að geta lagt fólki lið þvert yfir heiminn.

Svo er húsfundur hér í blokkinni kl. 5 veit nú ekki held hann verði ekki spennandi en hver veit. En skemmtilegast af öllu er að Hekla mín ætlar að vera með ömmu og afa í dag Joyful


Er moggabloggið málið

hef tekið eftir því undanfarið að margir bloggarar hafa fært sig yfir á moggabloggið. Er soldið að spá hvers vegna. Er þetta tíska ? Er þetta einfaldara en öll hin? Er það af því að mogginn er farinn að birta brot úr bloggsíðum í blaðinu? Eða eru ástæðurnar margar og miklu einfaldari?

Langaði bara að skilja um hvað þetta snýst. Ég prufaði þetta fyrir rúmu ári en fannst þá að blogspot væri málið enda þekki ég það af eigin raun nú búin að blogga þar reglulega frá 25 ágúst 2004 þegar þetta byrjaði allt í áfanga um textaskrif í FÁ.

Hef síðan prófað flesta aðra bloggmiðla en ekki verið ánægð með neinn og hef því haldið mig við gamla bloggið mitt. www.asahildur.blogspot.com

Endilega skrifið í kommentin og látið mig vita hvers vegna blog.is frekar en annað


Bara svona að prufa þetta blog.is

Sjá hvernig þetta virkar

 Annars er aðalbloggsíðan mín á www.asahildur.blogspot.com 

Koss 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband