14.6.2007 | 11:24
Já tek undir þetta
Eftir að þessi viðbót kom inn í hið stagbætta kerfi sem hélt svo ekki fyrir dómi hefur kerfið orðið enn flóknara og um leið mjög óréttlátt fyrir stóran hóp öryrkja. Að missa allt í einu tæpan 25 þúsund kall við að eiga 67 ára afmæli. Einmitt þá sem fólk á að fara að hætta að vinna í 3 ár eftir nýjustu bótina.
Staðreyndin er sú að einstaklingar sem búa við fötlun hætta ekkert að vera fatlaðir þó þeir verði 67 ára. Raunin er því miður sú að fötlun þyngist með aldrinum og alls kyns aukakostnaður verður meiri sem öryrkjar þurfa að bera vegna fötlunar sinnar. Þetta er mikið óréttlæti og verður að lagfærast. Ég fagna því að Sjálfsbjörg skyldi senda inn þessa ályktun.
![]() |
Sjálfsbjörg skorar á þingflokksformenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 20:12
Meiri moll - hver á að versla í þeim
Þetta fer nú að hljóma eins og gamall frasi. Rífa hús byggja verslanir. Þetta er eins og með blokkirnar sem sprottið hafa upp um allar koppa grundir. Og standa meira og minna auðar.
Á kannski að fara að flytja fólk inn í mörg þúsunda tali til að kaupa þessar íbúðir og versla í þessum verslunum öllum. Skil þetta ekki.
Ekki að það sé mikil eftirsjá í Moggahúsinu.
Skil heldur ekki nýsamþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem verið er að taka til einu sinni enn í almannatryggingakerfinu og fella niður tekjutengingar við atvinnutekjur 70 ára og eldri. Hvað með 67 til 70 ára eiga þeir að fara til Kanarí í 3 ár og koma svo hress inn á vinnumarkaðinn. Held þetta sé bara enn ein lélega bótin í lífeyriskerfið okkar. En fagna þó fyrir hönd þessa hóps sem nýtur.
Vonandi verða þessar tekjutenginar þvers og kruss aflagðar á þessu kjörtímabili og nýju gegnsæu kerfi komið á. Það má alltaf láta sig dreyma. Kallar stjórnin sig ekki velferðarstjórn? Hélt það væri búið að birta margar lærðar skýrslur um hversu hagstætt það væri fyrir ríkissjóð að leyfa lífeyrisþegum að vinna enda allt hirt af þeim jafnóðum.
Æ hefur einhver vinnu fyrir mig langþreyttan öryrkjann á kerfinu?
![]() |
Morgunblaðshúsið í Kringlunni rifið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 22:01
Innrás rauðskinnanna
Mikið hvað lífið getur orðið dásamlegt þegar vel viðrar á Íslandi. Sólin er æði .
Við vöknuðum snemma að venju enda verið að byggja 2 metrum frá svefnherbergisglugganum okkar. Svo það er enginn friður á morgnana. Skelltum okkur í súpu með Hátúnshópnum í hádeginu og héldum svo af stað í paradísina Krika.
Sátum í sólinni með góðum vinum í yndislegu umhverfi. Mikið spáð og spekúlerað og ég held bara að mörg vandamál hafi verið leyst eða komið á rekspöl. Stína fór í Bónus og fyllti nýja frystinn af ís sem við auðvita þurftum að smakka. Lofar góðu fyrir sumarið en ekki bumbuna
Seinnipartinn komu stelpurnar okkar í heimsókn og við slógum upp grillveislu með nánustu fjölskyldu. Dásamlegt.
En við erum orðin ansi fyndin á litinn öll eldrauð nema Ingimar sem verður sífellt svartari. Held bara Abraham verði að fara að passa sig í litakeppninni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2007 | 21:17
Rasismi ?
Ég hrökk í kút yfir fréttunum áðan. Nú á að eitra fyrir útlendingum í Ásbyrgi og nágrenni. Þjóðgarðurinn vill ekki útlendinga. Hélt að þetta með þjóðgarðana gengi nú ansi mikið út á að fá ferðamenn á staðina og plokka svo af þeim peninga í gríð og erg. En nota bene ég var ekki á ferðamálabraut.
En kann ýmislegt í náttúrufræði og þar hefur rasismi ekki ratað inn mér vitanlega. Allavega þetta snýst víst um Lúpínuna sem mér finnst svo falleg og stendur nú í blóma. Held hálft Ísland væri fokið á haf út ef ekki væri fyrir tilstilli þessa nýbúa sem hefur svo sannarlega bætt lífríkisflóru Íslands og tónar svo ansi vel við blámann í fjöllunum og himinninn.
Jú jú þetta er líka illgresi en það eru líka hinir og þessir menn sem eru innfæddir og ekki er eitrað fyrir þeim. Vonandi gengur þeim vel að temja Lúpínuna frekar en eyða henni, nú nú og að sjálfsögðu að auka Íslenskukennslu fyrir nýbúa en það er nú annar handleggur og tómur rasismi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2007 | 22:28
Krikinn klikkar ekki
Skelltum okkur eftir hádegið hjónakornin upp í Krika. Þar er alltaf vöfflukaffi á sunnudögum. Í dag fengu ansi margir sömu hugmynd og var það bara gaman. Nýju pallarnir nýttust vel í blíðunni. Stína og Sóley voru sveittar við baksturinn og fólkið streymdi að eins og í stórafmæli. Þegar við fórum voru komnir rúmlega 40 í gestabókina. Á örugglega eftir að koma þar oft í sumar ;-) Hér má sjá fleiri myndir síðan í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.6.2007 | 17:40
Barnabarnið er snilli :-)
Hekla mín fékk einkunnirnar sínar á föstudaginn. Við erum að rifna af monti yfir dugnaðinum í henni. Set þær inn hér neðst.
Að venju fórum við á uppáhalds kaffihúsið með dömuna og höfðum það huggulegt, keyptum svo snyrtitösku fyrir dömuna í verðlaun enda er hún að fara í sumarbúðir með vinkonu sinni hjá KFUK. Skrítið þegar blessuð börnin eldast og fara að fara í burtu án allra fjölskyldumeðlima. En hún er sterk svo ég hef engar áhyggjur af henni.
Fórum í skóleiðangur í dag með hana og afann. Þau keyptu sér skó í sitt hvorum endanum á Reykjavík. Hekla út á Granda og afinn í Grafarholtinu. Maður er þakklátur fyrir að henni gangi svona vel í skólanum. Þarf samt að vera duglegri við greinilega að fara í handmenntina með henni
Hér koma einkunnirnar:
Íslenska:
Skólaeinkunn 9,0
Verkefni 9,5
Vinna 9,5
Próf 9,5
Lesskilningur 9,0
Lestur/framsögn 9,0 Umsögn: Framsagnarpróf, framfarir mjög góðar.
Stærðfræði
Skólaeinkunn 9,0
Verkefni 8,0
Vinna 9,5
Próf 8,5
Náttúrufræði
Skólaeinkunn 9,0
Verkefni 8,5
Vinna 9,5
Próf 9,5
Umsögn: Mjög gott.
Kristinfræði - Mjög gott
Heimilisfræði - Vinnubrögð til fyrirmyndar
Hönnun-smíði - Gott
Textílmennt - 7,5
Myndmennt - Gott
Íþróttir - 8,0
Sund - Gott
Tónmennt - 9,0 Umsögn: Nemandi er vinnusamur, samviskusamur og áhugasamur.
Dans - Mjög gott Umsögn: Nemandi er vinnusamur, samviskusamur og áhugasamur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2007 | 23:27
Listin að lifa
Við hjónakornin skelltum okkur í leikhús í kvöld að sjá Listin að lifa hjá LF sem var sýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er sýningin sem vann í ár keppnina um athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins.
Þetta er bráðsmellið leikrit, vel leikið góð leikmynd og búningar. Leikararnir fyrsta flokks. Við fórum heim sæl í hjarta og vongóð um framtíð áhugaleikhúsanna. Takk fyrir Leikfélag Fljótsdalshéraðs. Það er aukasýning annað kvöld föstudag svo ég hvet fólk til að láta þessa sýningu ekki fara fram hjá sér. Miðasala Hér
Þetta er í fyrsta sinn sem við komum í Kúluna sem er í kjallaranum á Lindagötu 7. Þrátt fyrir góð loforð þjóðleikhússtjóra um aðgengi var það nú ekki til fyrirmyndar. Við urðum að koma inn bakdyrameginn um meyðarinngang og gekk það vandræðalaust. Þó skábrautin sé svo brött að erfitt væri fyrir fólk í hjólastól að fara þar um hjálparlaust. Ekki var nein salernisaðstaða eða hægt að hreyfa sig neitt í hléinu. Eins og okkur langaði að kasta kveðju á fjölmargt leikhúsfólk sem var í salnum. Eða bara skreppa í sjoppuna að ég tali nú ekki um smókinn sem minn heittelskaði heldur stíft við.
Þrátt fyrir það var þetta frábært kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2007 | 16:36
Loksins loksins
Ég fagna mjög að loksins eigi að stytta þessa biðlista. Það hefur verið til skammar í tugi ára hversu erfitt hefur verið að fá greiningu fyrir börn bæði á Greiningastöðinni og á BUGL. Vonandi verða efndirnar góðar og þessir biðlistar úr sögunni innan fárra ára.
Hver mánuður í lífi barns skiptir miklu máli varðandi þjónustu ef eitthvað er að. Þjónustan fæst ekki nema greining sé fyrir hendi. Það þarf að leggja mikla peninga í þetta og ráða úrvalsfólk og borga því vel svo það sjái sér fært að vinna við þetta. Enda ábyrgðarmikil og erfið störf sem skiptir hverja fjölskyldu öllu ef veikindi eða fötlun er annars vegar.
Eyðum biðistum í greiningar og fjölgum meðferðarleiðum í kjölfarið því það þarf að haldast í hendur.
![]() |
Fækkun á biðlistum forgangsatriði í aðgerðaáætlun í þágu barna og unglinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 00:48
Yfirskilvitlegir hlutir
Ég hef átt í svefnvanda síðustu nætur vegna verkja eins og svo oft fyrr. Varð samt fyrir undarlegri lífsreynslu síðustu nótt. Í eitt skiptið af mörgum sem ég vaknaði upp við að snúa mér fyrir verkjum sem voru mjög harðir. Fannst mér að vinur minn einn kæmi til mín og legðist þétt upp að bakinu á mér og hjálpaði mér þannig að halda stellingu sem var verkjaminnst. Þetta gerðist nokkrum sinnum um nóttina og er ég honum ákaflega þakklát. Og hef ég verið að hugsa um þetta í allan dag.
Þetta var ekki manneskjan sem slík heldur ára hennar eða ég hef ekki orðið yfir þetta fyrirbrigði. Einhver massi sem ég þó persónugerði í góðum vin mínum og samstarfsmanni. Og ég veit fyrir víst að ef það er eitthvað sem hann getur gert fyrir mig þá er það alltaf gert svo fremi vinna tefji ekki för. Dásamlegt að eiga svona vini. Ekki veit ég hvort þessi vinur minn er kominn í heilun. Veit þó að ákveðin austræn heimspeki hefur heillað hann. Kannski er hann kominn í fjarlækningar. Þarf að hafa samband næstu daga til að ræða þetta við hann.
Í kvöld eftir lestur á Brúnum í Madisonsýslu reyndi ég að hreiðra um mig og fann þá aftur þessa tilfinningu. Mjög svo raunveruleg. Náði að slaka á nokkra stund en verkirnir höfðu yfirhöndina af fullum krafti, fór og tók meiri verkjalyf, blogga þetta meðan þau ná að virka.
Hafið þið upplifað eitthvað slíkt ?
Önnur furðusaga þó af öðru tagi er á blogginu hennar Guðný Svövu http://ipanama.blog.is/blog/ipanama/entry/230169/ ásamt dásamlegum myndum. Hvet ykkur til að skoða bloggið hennar.
Góða nótt Ása Hildur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2007 | 21:58
Stolt mágkona
Hjálmar Sigurðsson mágur minn var heiðraður í dag sjómannadaginn í Flateyrarkirkju. Ég er svo stolt af honum harðduglegur stýrimaður sem hefur margar öldurnar staðið. Glímir nú við mjög erfiða fötlun eftir heilablóðfall fyrir nokkrum árum. Þetta gladdi mig mjög mikið ekki síður að þetta var í kirkjunni sem hann afi minn byggði .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)