21.6.2007 | 23:36
Fjarstýrður heili
Vá frábært ætli það sé hægt að fá þarna fjarstýringu sem getur stillt minn ofvirka heila sem í þessu var að fá fullt að brjáluðum hugmyndum.
Gott væri að geta ýtt á takka sem kæmi manni í ró og jafnvel slökun og svo annan takka þegar letin er að drepa mann sem ræki mann út að labba.
Svo væri kannski takki sem tæki úr þurrkaranum og bryti þvottinn saman og flokkaði í skápana. Já og tæmdi uppþvottavélina.
Treysti því að þið látið mig vita ef svoleiðis fæst í þessari nýju verslun. Ég þori ekki inn í hana ég þyki víst svo tæknióð gæti misst mig og má sko ekki við því þessa dagana.
Var að bæta nýjum myndum við í skartgripaalbúmið.
![]() |
Verslun fyrir stafræn heimili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 16:03
Gott að geta glatt aðra
Ég er að rifna úr stolti af henni Teresu. Hún var að klára að prjóna sína fyrstu lopapeysu.
Teresa er sjálfboðaliði í Vin og kemur frá Portúgal til að vera með okkur í 6 mánuði. Hún kann nokkuð í íslensku þegar og búin að læra að prjóna. Valgerður og Fanney komu henni af stað og hún réðst strax í að prjóna íslenska lopapeysu. Ég kom svo til skjalanna þegar þurfti að setja ermarnar í og byrja á mynstrinu. En hún hefur nú ekki þurft mikla aðstoð heldur bara lærir mjög hratt og er mjög áræðin.
Hún prjónar eins og maskína og gerir það vel. Hún er þegar að verða komin upp að höndum á næstu lopapeysu sem hún ætlar að færa kærastanum í Portúgal.
Þessi ungmennaskipti hafa auðgað mjög lífið í Vin og er frábært að fá þau frá hinum ýmsu heimshornum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2007 | 21:34
Einhverjar tillögur
Veðurspáin fyrir helgina hér á höfuðborgarsvæðinu lofar góðu. Finn fyrir löngun í grillpartý með fullt af góðu fólki og æðifagurri náttúru.
Er einhver farinn að skipuleggja eitthvað Jónsmessan og dögginn og kropparnir
Allar tillögur vel þegnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.6.2007 | 20:23
Hvar á að byrja hjá svona gölluðu eintaki
Ég var að lesa stjörnuspána mína. Hún hljóðar svona í dag:
"Þú verður framúrskarandi ef þú venur þig á nokkra góða siði á næstu vikum. Byrjaðu strax! Einn af siðunum á að vera sá að elska sjálfan þig."
Hvar á að byrja segi ég nú bara og þygg góð ráð.
Já og ef einhver veit hvað íslenskar gæsalappir eru á lyklaborðinu yrði það líka vel þegið. Þessar sem eru niðri?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.6.2007 | 15:45
Ógurleg sjúkdómsgreining
Hver hefur ekki óskað sér að vera fluga á vegg þegar verið er að ræða ýmislegt.
Sat í rólegheitum upp við vegg í dag. Þegar ég heyri sagt hinu megin við vegginn " Mikið er hún Ása Hildur með mikla þágufallssýki " og annar tók undir " Já það má nú segja "
Ég kímdi og sagði svo háum rómi " Já ég er alveg heltekin af þessum sjúkdóm"
Það kom þögn hinu megin við vegginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2007 | 12:02
Gleðilega Þjóðhátíð
Ekki er ég nú svona sæt og fín í dag. En ætli maður reyni nú ekki að fara í skárri leppana í dag í tilefni dagsins.
Þessi mynd er tekin af mér þegar ég er 6 ára á 17 júní úti á svölum. Þennan upphlut á ég enn. Hann var saumaður á mömmu fyrir alþingishátíðina 1930 og hefur gengið milli kynslóða. Sigrún Jóna var í honum á undan mér, svo Sigrún Ósk, þá Lovísa Lilja og Bryndís og nú síðast Hekla mín. Nú er hann vel innpakkaður uppi í skáp og engin stelpa í fjölskyldunni passar í hann. Svo ég skora bara á þessar stelpur sem eru á barneignaaldri að koma með nýja stúlku í búninginn :-)
Við gömlu hjónin ætlum að hafa daginn rólegan í dag og njóta veðurblíðunnar við Elliðavatn. Þar var nánast logn og 18 stiga hiti um hádegi.
Vorum þar í gær í rólegheitum og spiluðum sequense og krossorðaspilið af miklum móð. Milli þess sem ég var að perla og fylgjast með fuglalífinu. Andarsteggurinn var á svæðinu en ekki sást til frúarinnar hún skildi þó ekki liggja á eggjum í nágrenninu. Þarf að kanna það. www.kriki.bloggar.is
Bloggar | Breytt 5.8.2007 kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2007 | 22:32
Húrra fyrir Guðmundu Elísasdóttur
Ég var að horfa á Grímuna áðan. Komst að því að ég hef greinilega verið of upptekin í mínum leiklistarnafla og því fátt séð af sýningunum sem tilnefndar voru.
En það sem vakti athygli mína var hversu skelfilega ljótir allir kjólarnir voru sem leikhúskonurnar báru. Með einni undantekningu. Þvílíkt og annað samsafn af ljótum, sniðlausum og óklæðilegum kjólum hef ég bara aldrei séð áður á einu kveldi. Ég hef svo sem aldrei neinn tískumógúll verið og veit að ég er ekki til fyrirmyndar í klæðaburði, en þetta varð spennandi þegar á leið. Kemur enn einn óskapnaðurinn eða hvað? Konur sem maður hefur fylgst með í gegnum tíðina og dáðst að komu hver á fætur annarri á öllum aldri klæddar hverjum óskapnaðinum á fætur öðrum.
Nema Guðmunda Elíasdóttir söngkona. Hún var í þeim fallegasta kjól eða búningi sem ég hef séð lengi og fær hún hrós dagsins frá mér.
Á morgun laugardag er svo Krikadagur hjá mér frá 11 til 18 allir að kíkja í kaffi ;-) og ræða kjólatískuna eða hvað annað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2007 | 16:00
Tár á vanga

Það er stór dagur í lífi Heklu minnar í dag. Hún fór í fyrsta sinn að heiman án allra fjölskyldumeðlima. Skellti sér í sumarbúðir KFUM í Ölveri. Vinkona hennar hún Hafdís fór líka svo þær hafa hald hvor í annarri. Þær voru bara brattar og fullar tilhlökkunar. Smellti þessari mynd af þeim fyrir framan rútuna. En það var ekki laust við að það væri tár á vanga hjá mér þegar ég sá á eftir hetjunni.
Bloggar | Breytt 5.8.2007 kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2007 | 10:17
Flott hjá Sýslumanni
Auðvita á að nýta þessa heimild í botn og sekta mennina líka stórum fúlgum. Það var bara guðs mildi sem varð til þess að þeir slösuðu ekki aðra einstaklinga líka.
Það verður að beita öllum tiltækum ráðum til að sporna við hraðakstri hvort sem það er á mótorhjólum, bílum eða öðrum vélknúnum farartækjum.
![]() |
Vill að mótorhjólin verði gerð upptæk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 12:53
Mansöngur undir svefnherbergisglugganum


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)