4.7.2007 | 01:01
Hvert fer vatnið ?
![]() |
Hægt hefur verið á fyllingu Hálslóns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2007 | 11:49
Á að láta stjörnurnar ráða för
Stjörnuspá dagsins hljóðar svona:
Mikið er undir því komið hvað þér finnst. Þú verður því að líta á öll verkefnin þín sem eitthvað sem þig langar virkilega að gera, annars sogast orkan úr þér.
Ég sem var að hugsa hvort ég ætti að fara í Krikann eða á kíkja á útsöluna í uppáhaldsbúðinni. Nú finnst mér ég þurfa að gera eitthvað mikið mikið merkilegra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2007 | 19:55
Flóttaleið
Mikið eru nú veðurguðirnir dásamlegir. Bongóblíða dag eftir dag. Karlinn var ekki í rónni fyrr en við fórum í Krikann í dag. Dúlluðum okkur á pallinum í blíðunni, fleiri og fleiri fengu sömu hugmynd og úr varð heilmikill hittingur Hitinn var samt of mikill fyrir mig og tókst um fjögurleitið að fá karlinn í bæinn aftur.
Kom við í Bónus til að grípa eitt og annað sem vantaði til heimilsihaldsins. Og varð fyrir skrítinni upplifun. Þannig er mál með vexti að ég er gigtarsjúklingur og þoli mjög illa kæliklefana í Bónus. Flýti mér að grípa það sem þarf og rík út. Hata þessa klefa og klæði mig oft sérstaklega vel þegar ég fer í Bónus. En í dag fór ég inn á hlírabol og komst að því að mig langaði ekkert út úr klefanum aftur. Frábær flóttaleið úr hitanum. ´
Spáin er góð áfram svo kannski ílendist ég í Bónus
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2007 | 22:25
Áfram Jóhanna
Fáar fréttir hafa glatt mig meira en þessi. Skil ekki hvers vegna ekki var löngu búið að þessu. Þegar grunur um frávik hjá barni er tíminn mjög mikilvægur. Sérstaklega þar sem öll úrræði krefjast undangenginnar greiningar.
Ég segi bara Húrra fyrir Jóhönnu og vonandi er þetta bara fyrsta skref af mörgum. Vonandi verður eins unnið að leysa vanda þeirra barna sem bíða greiningar og meðferðar á BUGL. Held þetta séu alger forgangsmál núna.
Svo gæti ég skrifað langan pistil um hvað mér finnst eigi að gera næst, en ætla að hlífa ykkur við því. Þið sem þekkið mig vita hvar púlsinn liggur.
![]() |
Teymi stofnuð til að vinna á biðlistum eftir greiningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 18:13
Langagerðissystkinin
Hér kemur myndin sem átti að koma inn á sunnudagskvöldið. Systkini míns heittelskaða. Verið var að stilla upp til systkinamyndatöku og allir að stjórna. Þau eru að kalla á Auði og diskútera hvar í röðinni hún ætti að vera og eru ekki öll á sömu skoðun og kannski sumir bara búnir að gefast upp að stjórna.
Frá vinstri uppi: Ósk, Þorsteinn, Svavar, Hannes, Örn og Hjálmar.
Glæsilegur hópur og góð fjölskyldustund sem eru alltof fáar. Því jú hvað er meira virði en fjölskyldan eða í þessu tilviki tengdafjölskyldan
Var með Heklu og Erni í Krikanum í blíðunni í dag. Þar kom líka Hátúnshópurinn í heimsókn í hádeginu. Mikið gaman mikið fjör :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 10:34
Ábyrgð okkar íslendinga ?
Mér finnst alveg kýrskýrt að meðan fólk og þá að ég held, oftast útlendinga eru að stíga ofan í hverina æ ofan í æ. Þá verði að girða þetta betur þó leiðinlegt sé. Vonandi þekkja allir íslendingar hætturnar við hverasvæði almennt. En í landinu eru fullt af erlendu verkafólki sem hefur enga fræðslu fengið um þetta og svo allir túrhestarnir sem jú flestir hafa fengið bæklinga.
Ég veit hversu slæm brunasárin geta orðið og vil því ekki taka ábyrgð á því sem íslendingur að ekki sé girt þó það spilli útsýninu fyrir mér. Sé ekki þörf á að upplifa allt með snertingu sérstaklega þar sem hættan er slík. Ég veit að upplifun blindra er mikil á svæðinu enda höfum við flest önnur skynfæri svo sem nef og eyru.
Auðvita væri æskilegt að hafa landvörð á svæðinu en geri mér grein fyrir að það kostar peninga, auk þess sem svæðið er stórt og erftitt að vakta alla sem þar koma. Því mannfjöldinn er gríðarlegur á svæðinu stundum. Við eru að bjóða túristum að koma að skoða þessa perlu og berum þar með ábyrg á að hafa vit fyrir fólki í ókunnum aðstæðum.
![]() |
Aðstöðu lítið ábótavant á Geysissvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 00:45
Óskastund
Bloggið er máttugt
Hafði á orði hér fyrr í vikunni að gaman væri að njóta góða veðursins um helgina með vinum og fjölskyldu.
Óskir mínar rættust og fyrr en varði var helgin orðin full af alls kyns skemmtilegum uppákomum í góða veðrinu með vinum og fjölskyldu.
Þessi skemmtilega mynd er úr Krikanum á laugardaginn þarna er Jóndi kominn í stuð og tónlistargyðjan fékk aðeins að njóta sín. En þó aðallega góð stund með fullt af vinum. Hér eru fleiri myndir
Í gær slógum við mágkonurnar svo upp fjölskyldugrilli þar sem hið sjaldgæfa gerðist einmitt núna að nánast allir fjölskyldumeðlimir Ödda megin gátu komið saman. Það var mjög gaman að fá þau öll í grill. Auðvita var tekin systkinamynd og haft gaman að. Söknuðum þó Jóa og fjölskyldu frá Akureyri, Bryndísar úr Mosó og Ragnheiðar Karitasar frá Flateyri. En kannski næst það allt saman næst vonandi í ágúst. Bið bara að heilsa þeim ef þau lesa þetta. Hér eru myndir úr veislunni
Já ég er heppin manneskja að eiga svona góða vini og tengdafjölskyldu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 23:50
Lífið er ljúft :-)
Jæja þá er Hekla komin heim úr sumarbúðunum alsæl. Það var ekkert best og ekkert verst bara allt æðislegt. Hún fékk viðurnefnið huggarinn. Var alltaf að hugga þær sem fengu heimþrá. Enn glaðari var hún þegar hún kom heim og sá nýja herbergið sitt. Foreldrarnir voru búnir að skipta um herbergi við hana og mála og breyta öllu. Hún var alsæl.
Merkilegur áhrifamáttur bloggsins. Var að auglýsa eftir tillögum að góðri helgi. Allt stefnir í að hún sé að verða fullskipuð af hittingum með vinum og fjölskyldu. Minnst tvö grillpartý og tóm sæla. Eins gott að sólin láti nú sjá sig.
Fórum í Krikann í kvöldmat :-) Fleiri fengu sömu hugmynd og úr varð að nokkrir Halar snæddu saman frábæra föstudagstilboðsréttinn.
Fór svo hamförum á saumavélinni í kvöld. Endurhannaði ýmislegt og tók til í fataskápnum. Skríð nú í bólið þreytt og sæl. Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 20:37
Kolefnisbullið !!
Ég hef mikið verið að spá í þessar auglýsingar sem dynja á okkur alla daga núna um Kolefnisjöfnun. Og fór að skoða málið aðeins. Og þvílíkt bull og svínarí. Nú er voða fínt að vera á grænum bíl sem fæstir vita nú hvað þýðir.
Komst að því að það þýðir að fyrir tækið sem selur bílinn eða á bílinn greiðir ákveðna upphæð í sjóð sem gróðursetur svo tré á ákveðnum svæðum í heiminum í þeim tilgangi að binda kolefni í jörðu í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti.
Allt þetta er gert til þess að menn geti haldið áfram að menga með útblæstri og ekið samviskulaust áfram á stóru jeppunum og bensíndrekunum.
Mér finnst þetta ekkert annað er hræsni og verið að gera okkur öll að ljóskum !!!
Ég keyri um á mínum bláa bíl og veit að hann mengar og mér finnst það ekkert gott. En ég tek ekki þátt í þessari dellu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 01:52
Nýjustu skartgripirnir
Símasnúra úr grænum gylltum og
brúnum glerperlum
Símasnúra úr glærum og bleikum glerperlum og bleikum skeljaperlum
Sumarleg hálsfesti úr mislitum glerperlum
Fallegir eyrnalokkar
Athugið að smella á myndirnar til að fá þær stærri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)