8.7.2007 | 16:46
Áfram Benedikt
![]() |
Benedikt á erfiðum kafla í sundinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2007 | 11:27
úff
hvað þá með morgunsturtuna sem maður er búinn að venja sig á ?
Maður er ekkert nema vaninn og svona atburðir minna mann á að það er ekkert sjálfsagt að fá heitt vatn bunandi úr öllum krönum þegar manni þóknast.
Vonandi gengur þeim þó vel að gera við þetta.
![]() |
Heitavatnslaust í Fossvogi fram eftir degi vegna bilunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2007 | 01:16
Úbs
Klukkan orðin 01.13 ég sem setti mér það markmið að fara ætíð í rúmið ekki seinna en á miðnætti. Það tókst ansi vel framanaf enda var ég langþreytt eftir veturinn.
Hef slakað á þessu undanfarið enda orðin úthvíld, held ég. Maður mátti nú vaka lengur á sumrin sem barn það hlýtur að gilda enn.
En ég vakna alla virka daga snemma við hamarshögg og óperuaríur stekk þá framúr og skelli aftur glugganum, skríð undir sæng og sting hausnum undir kodda og sef aðeins lengur. Vakna svo snúin og úrill. Ég sem er svo morgunhress. Svona fara byggingaframkvæmdirnar nú með mig enda beint undir svefnherbergisglugganum mínum. Þeir eru farnir að setja þak á svo kannski sér fyrir endann á þessu með haustinu.
Góða nótt dúllurnar mínar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.7.2007 | 12:50
Til hamingju með daginn
Sigurður Jóhann Hjálmarsson á afmæli í dag. Til hamingju Siggi minn. Hann er hér fremst á myndinni að grilla í fjölskyldugrillinu um daginn.
Nú er hann vestur á Flateyri þar sem móðurbróðir hans er að gifta sig. Hinni og Ella til hamingju með daginn.
Kærar kveðjur vestur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 02:30
Frumburðurinn á afmæli í dag
Til hamingju með daginn Sigrún Ósk mín. Ekki er ég svona fljót að eldast 29 ár liðin frá þessum sæludegi. Setti hér inn mynd af okkur saman í garðinum í Samtúninu sumarið 1978
Bloggar | Breytt 4.8.2007 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.7.2007 | 02:16
Luxus á unglingunum í dag
Geta bara tekið strætó á útihátið. Það var annað í denn þegar við pikkuðum far eða fórum oftast á puttanum með allan farangurinn og komum með hann heim aftur. Ekki það að við höfum neitt hagað okkur vel langt því frá en við lögðum mikið upp úr því að skilja við svæðið í sama horfi og það var þegar við komum að því.
Kannski segir þetta mest um hvað ég er orðin eld gömul
![]() |
Fjöldi unglinga stefnir á Írska daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2007 | 22:23
Dásamlegir dagar
Veðurblíðan leikur aldeilis við okkur þessa dagana. Maður kann bara varla á þetta. Við skötuhjúin erum búin að njóta lífsins og vera mikið í Krikanum. Í gær fór minn heittelskaði á Viktoríu ásamt Kidda Guðjóns á skutlunni sinni héðan úr fossvoginum og alla leið upp í Krika. Þetta var eitthvað búið að vaxa Erni í augum en þegar Kiddi kom í vikunni uppeftir héldu mínum engin bönd.
55 mínútum seinna voru þeir komnir berir að ofan og alsælir uppeftir. Stoltir strákar. Við Hekla lulluðum í sólbaði og að venju fylltist allt af góðu fólki.
Hekla ákvað á endanum að kæla sig aðeins niður og fór að vaða í Elliðavatni. Fleiri myndir hér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2007 | 22:52
Uppstokkun nauðsynleg
Mér finnst eitthvað mikið vera að í leigubílakerfinu hér í höfuðborginni. Þá sjaldan að maður þarf bíl þá er oft bið í tvo til þrjá tíma.Það finnst mér alveg óviðunandi. Svo eru menn hissa á ölvunarakstri. Ástandið á taxamarkaðnum bíður hættunni heim. Í okkar þjóðfélagi er þetta til skammar og þarf að skera kerfið upp í heild sinni.
Já og fjölga leigubílum sem taka hjólastóla og skilda hverja stöð til að hafa þá ávallt til taks. En stundum eru heilu næturnar sem enginn þannig bíll er að keyra í bænum. Hvað þá úti á landi.
![]() |
Samkeppnishömlur á leigubílamarkaðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.7.2007 | 11:09
Velkomin
Bjóðum þau velkomin og tryggjum þeim þá þjónustu sem þau þurfa. Og kennum þeim góða íslensku.
![]() |
30 konum og börnum boðið hæli á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2007 | 01:14
Eitt enn gullkornið frá Heklu
Litli engillinn minn gisti hjá okkur í nótt. Er reyndar ekkert lítil lengur, tærnar á henni þvældust fyrir tánum á mér..............
Vorum búið að koma okkur vel fyrir öll þrjú í stóra hjónarúminu eða eigum við að kalla það fjölskyldurúm, með góðar bækur og vorum að spjalla áður en við legðumst í bókalestur fyrir svefninn. Fórum að tala um bænir þar sem Hekla er nú nýkomin úr sumarbúðum KFUM alsæl. Og hún útlistaði fyrir okkur hvað faðir vorið þýðir í smáatriðum. Vildi líka fara að útskýra biblíusögurnar fyrir okkur þegar afinn breytti snarlega um umræðuefni
Sú stutta spennt samt greipar og fór með bænirnar sínar. Á eftir fór hún að spjalla við mig enda liðug um málbeinið eins og amman. Ég fór þá að segja henni að mér hafi verið kennt það sem barn að maður mætti ekki tala saman eftir að hafa farið með bænirnar. Og ef það gerðist þá yrði maður að byrja uppá nýtt.
Hún horfði stórum augum á mig með svip sem hún ein á og sagði sannfærandi rödd Amma mín ég er alveg viss um að guð er alveg sama og glotti á eitthvað svo kærleiksríkan hátt. Sló öll vopn úr höndum mér.
Snerum okkur svo að bókalestir. Veit ekki hvort það sé mjög kristnilegt sem hún er að lesa þessa dagana. Galdrameistarinn eftir Margréti Sandemo. Já hún er bara 9 ára ennþá. En bókaormur eins og hún á ættir til.
Amen sem þýðir endir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)