Draumabíllinn fundinn

Fórum í einn enn leiðangurinn í dag þrátt fyrir vonbrigði gærdagsins. Vorum eiginlega komin sömu niðurstöðu þó við værum ekki fullsátt. Ég vildi láta minn heittelskaða kíkja á bíl sem hann vildi ekki kíkja á fyrir nokkrum vikum. Og vitir menn það var ást við fyrstu sýn.  Nú er bara verið að græja kaggann og vonandi fáum við hann fyrir helgi.

Hver bíllinn er verður ekki birt opinberlega fyrr en allt er í höfn, en kæru mágar það er ekki eins bíll og ykkar þó það hefði næstum orðið raunin. En blár er hann.

Gærdagurinn var nú ekki alslæmur þrátt fyrir Toyotaævitýrið. Í raun bara mjög góður. Jói og Guðný komu með Ísak Orra og Almar Leó í brunch ásamt Sigrúnu og Heklu. Guðný ákvað að flýja kuldann fyrir norðan og renna bara suður. Jói kom svo daginn eftir á nýja mótorhjólinu. Það gladdi okkur mjög að fá þau í heimsókn, maður sér þau alltof sjaldan nú orðið. Áður en hjólastóllinn fórum við á hverju ári norður  en nú eru aðgengismálin að trufla þessi ferðalög verulega.

070717%20008

Jói flottur á hjólinu

070717%20002

Almar vildi endilega fá að sitja á baki.

Takk fyrir komuna kæru norðlendingar.


Toyota klikkaði alveg

Við höfum aðeins verið að herða á okkur í bílaleitinni og í morgun fórum við í Toyota umboðið að kíkja á bíla. Þaðan komum við út hundfúl og niðurlægð.

Ungur sölumaður tók á móti MÉR með bros á vör og vildi allt fyrir mig gera en ........ hann leit alltaf yfir Örn og ef við spurðum einhvers þá leit hann alltaf á mig og svaraði þó spurningin kæmi frá Erni. Hann hreinlega horfði í gegnum hann og hundsaði hann algerlega.

Áður en við gáfumst upp fór ég að kíkja á skott á einni Toyotunni sem stóð í halla, því skottstærðin er aðalmálið sölumaðurinn kom hlaupandi að sinna mér en hundsaði Örn sem var að erfiða við að komast brekkuna á hjólastólnum. Þar til annar sölumaður kom aðeins eldri og bauð Erni aðstoð.

Ekki veit ég hvernig þessi piltur hefur verið alinn upp en þetta var skelfilegt að lenda í. Eitthvað er hann smeikur við fólk í hjólastólum. Við höfðum það á tilfinningunni að Toyota væri að vanvirða okkur og öruggt mál er að við kaupum ekki bílinn þar þetta árið þó þar sé bíll sem vel komi til greina.


Hætti við að vera gunga og hélt til Þingvalla

070715%20001

Ég skipti snarlega um skoðun eftir hádegi þegar ég frétti að tengdasoninn langaði til Þingvalla. Fórum fjölskyldan nema Ingimar og áttum dásamlegan dag á Þingvöllum í steikjandi hita og sól.

070715%20009 

Tókum fullt af myndum, Sigrún var að prufa nýju myndavélina, Bjarni var með eldri vélina og ég með mína gömlu góðu. Við gengum upp Almannagjá og niður aftur með mörgum stoppum.  Bjarni og Sigrún keyrðu minn heittelskaða í hjólastólnum alla leið og sá var sæll enda ekki komist þetta í 40 ár.

070715%20095

Á miðri leið heyrðum við lúðrahljóma koma út úr berginu. Í bljúgri bæn var lagið ekki vitum við hvaðan tónarnir bárust en höllumst á að þeir hafi komið úr álfabyggð.

070715%20098

Fórum svo Nesjavallaleiðin heim og áðum í Botnsdal og spáðum í Álfakirkjuna. Hekla er ekki frá því að hún hafi orðið vör við álfa á sveimi.

Dásamlegur dagur í faðmi fjölskyldunnar. Fleiri myndir hér og Sigrúnar myndir hér


Í herkví

Ég vaknaði eldnemma í morgun ég sem hafði nú hugsað mér að nýta tækifærið meðan byggingaframkvæmdirnar eru í helgarfríi undir svefnherbergisglugganum og sofa rækilega út.

Fór að velta fyrir að þar sem veðrið leikur enn við okkur hér. Sól og blíða þá væri dagurinn tilvalinn til að skreppa í dagsferð eitthvað út í bláinn. Eftir því sem ég hugsaði meir um það langaði mig meir til að fara en strandaði alltaf á því sama. . . . . . .

Umferðaröngþveitið kringum höfuðborgina seinnipart sunnudags. Langar ekki í það og er skíthrædd við pirraða og þreytta ökumenn. Kannski er ég gunga en nú líður mér eins og ég sé í herkví í Reykjavík.

Sjáum til hvað við gerum þegar líður á daginn kannski bara vöfflukaffi í Krika við Elliðavatn.

Ætla þó að hætta mér í umferðina um næstu helgi og fara austur fyrir Klaustur með Palla bróðir og Frosta og kannski fleirum.


Af leik og atvinnutilboði

CIMG2171

Hér koma tvær myndir í viðbót úr Borgarnesferðinni af okkur Garðari Sölva að njóta lífsins á Bjössaróló í Borgarnesi í ferð okkur Víðsýnarfélaga þar sem við erum bæði í stjórn. Hann er gjaldkerinn og heldur mjög fast í budduna og bókhaldið er alltaf perfekt. Gott að hafa hann sér við hlið. Hann sagði mér í ferðinni frá skemmtilegu bréfi sem móðir hans fékk á dögunum frá Tryggingastofnum. Henni var bent á að nú væri hagstætt fyrir hana að fara aftur að vinna úti. Konan er 90 ára, held heilann vanti alveg í stofnunina sem sendir svona út.  

CIMG2175


speki dagsins

Vorum að ræða við saman við kvöldverðarborðið yfir Víkingagrillsteikinni. Ég var að tala um góða veðrið kosti þess og dásemd alla. Þá sagði sonurinn já og gallarnir við sólina og góða veðrið er að ég fæ svo mikla táfílu W00t

Hann vinnur í skóm með stáltá alla daga. Er svo glaður í nýju vinnunni kominn með vinnusíma og keyrir um bæinn á rauðum pikkupp á stórum dekkjum.


Lagði land undir fót

Í gær fór ég ásamt 27 félögum í Ferðafélagin Víðsýn í menningarreisu um Borgarfjörð í dásamlegu veðri. Víðsýn er ferðafélag gesta Vinjar og við skipuleggjum ferðir innan lands og utan fyrir þennan hóp. Í ár var farið í júni til London 20 manns og í ágúst verður farið í hvíldar og heilsudvöl í 5 daga í Sólheima í Grímsnesi. En í gær var það sagan sem átti hug okkar allan.

Víðsýn í Borgarnesi
Hér sést hluti hópsins í sögugöngunni. Hekla og Teresa fremstar

Við byrjuðum á að fara upp í Borgarnes þar sem Þóra Kristín tók á móti okkur glöð í bragði og fór með okkur í klst. sögugöngutúr og fræddi okkur um ýmislegt og benti okkur á fræga staði. Mjög fróðlegt og skemmtilegt. Enduðum svo á hinum fræga Björssa Róló þar sem við nutum þess að róla okkur og snæða ávexti í góða veðrinu. Takk Þóra mín.

070711%20036
Þóra Kristín safnar okkur saman

Svo var farið á Landnámssetrið og skoðaðar sýningarnar þar önnur um Landnámið og hin um Egil Skallagrímsson frábær sýning mæli með henni. Mjög vandað til verka og mikill fróðleikur. ´

070711%20042 

Róla á Bjössaróla var ansi vinsæl hér róla Gísli, Helga og Helgi sér.

Því næst var brunað í Fosshól þar sem vel var tekið á móti okkur og við snæddum þriggja rétta dásamlega heimalagaða máltíð og notið blíðunnar við Tröllafoss. Flottur staður hjá Steinar Berg. Fengum í kaupauka 24 mín tónlistarmyndband með myndum úr náttúru Íslans og Íslenskri tónlist sunginni af okkar bestu söngvurum.

070711%20045

Leifur og Láki á vegasaltinu held þeir kunni ekki á þetta lengur

Svo var farið í Reykholt og Snorra gerð skil söguslóðir skoðaðar og kíkt í Snorralaug, Snorrastofu og krikjurnar. Sólin var sterk og þar var ákveðið að nú væru allir heilar fullir af fróðleik og tækju ekki við meiru í bili. Brunuðum svo í bæinn sæl í sinni en þreytt. Rútan bilaði í Mosó en því var bjargað snarlega.  Betri ferðafélaga er ekki hægt að hugsa sér.

070711%20056 

Allir stilltu sér upp í röð eins og þægum ferðalingum sæmir til að fá nestið

070711%20070

Forrétturinn snæddur í Fossatúni. Teresa, Sigurjón, Valgerður, Erla Þrúður, Fanney og Helgi

070711%20077

Láki nýtur veðurblíðunnar á pallinum við Tröllafoss í Grímsá

070711%20104

Hekla við Snorralaug og göngin gömlu.

Fleiri myndir úr ferðinni má sjá HÉR


Fór fyrir slikk

Já það finnst mér. Þessi hattur var algert æði. Ég fæ bara flassbakk. Þessi gömlu góðu tímar þegar kynslóðirnar söfnuðust saman til að horfa á Dallas í LITAsjónvarpi. Þvílíkur glæsileiki og spenna. Ég vona að aðrir búningar hafi selst betur. Og við fáum myndir af þessu.

Mig langar í seríurnar hef heyrt að þær séu til á DVD. Liggja svo uppí sófa með popp og horfa á DALLAS. Ég yrði held ég bara alsæl. Allavega í smá tíma.


mbl.is Búningar Dallas boðnir hæstbjóðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún Edda mín

ÉG vil bara benda ykkur á viðtal við hana Eddu mína Bergmann í Laufskálanum, það er hægt að hlusta á það HÉR. Hún heldur út Trimmklúbbnum Eddu sem ég er búin að vera í sl. 3 ár. Sundleikfimi á Grensás alla vetur og göngur í Laugardalnum öll sumur. Já hún er frábær hún Edda mín og hefur gert mér mikið gott.

Tvær flugur í einu höggi

Þetta lýst mér vel á og hlakka til að smakka. Þá verður hægt að fá sér ljúffengt íslenskt lambakjöt og ætihvönnina sem hefur mikinn lækningamátt í sama bitanum. Umm namm fróðleik um ætihvönnina má finna á Vísindavefnum http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1888 

En eitthvað finnst mér nú fyrirsögnin við fréttina skrítin á mbl.is


mbl.is Tilraun til að bragðbæta lambakjöt með hvönn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband