1.8.2007 | 17:32
Frábær búð
Kryddar tilveruna. Merkilegt samt að svona auglýsing rati í fréttir. Gott væri að hafa sambönd sem tryggði manni frétt þarna inn þegar mikið stendur til hjá manni.
Hekla er búin að reyna margsinnis að draga mig þangað inn. Kannski ég láti verða af því. Mér finnst þessi búð mjög spennandi. Þyrfti að fjárfesta í vefjagigtarfælu ;-)
Fávitafæla og angurgapi til höfuðs erfiðum samböndum og nágrannaerjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 23:04
Finn ekki ON takkann !!!
Dagurinn í dag fór í að klára eitt og annað bæði í tölvunni og ekki síður út um allan bæ og inni á baði. Sem sagt mikið annríki. Vorum að stússa í hjálpartækjamálum fyrir nýju draumadósina. Tók fullt að símtölum um mál sem er á endaspretti í leiklistarbransanum. Hringdi þá viðgerðarmaðurinn og vildi gera við þvottavélina mína sem hefur verið með óhljóðum undanfarið. 15000 kall þar. Ný hringrásardæla og hún malar nú eins og kettlingur.
Fyrst við vorum byrjuð að spreða ákváðum við að kíkja í Smárann með Sigrúnu og Heklu en þær höfðu séð vænlega útsölu. Minn heittelskað er ansi tregur til að kaupa sér föt en nú komst minn í stuð missti sig í herrafatadeildinni í Debenhams og kom út með 5 skyrtur og einar buxur fyrir minni pening en hringrásardælan :-)
Kíktu að sjálfsögðu við í fleiri búðum m.a. Útilíf. Þar var eins og svo oft í stórum rúmgóðum búðum braut eftir endilangri búðinni sem á að vera gangvegur. En á miðri leið var búið að setja tvær fataslár á gangveginn svo aðeins mestu mjónur komust á milli. Nú jú brussa eins og ég get alveg rutt mér leið ;-) En þar sem ég sá afgreiðslustúlku á næsta leiti datt út úr mér ósköp kurteisilega mikið er þetta undarlega staðsett hún fór strax í mikla vörn og sagði að það mætti ekki setja slána fram á gang fyrr en á morgun nú sagði ég er þetta ekki gangvegur hjólastólinn kemst ekki í gegn Ó þið hefðuð bara getað beðið mig um af færa þetta til sagði hún og rauk til og færði slárnar úr gangveginum.
Okkur fannst þetta hálffyndið sem það er nú samt ekki. Það er merkilegt með þessar stóru búðir þar sem búðareigendur virðast vera hræddir við að fólk villist og málar gangveg, jafnvel með pílum svo fólk viti í hvaða átt það á að ganga. Þá er ALLTAF stillt út útsölu og tilboðsvarningi beint á gangveginn. Debenhams er langverst með þetta og þeir færa það sko ekki til þó maður bendi á það. Merkilegt að Öddi skildi vilja þangað inn í dag. Kannski er þetta trix til að fá sem flesta inn í búðirnar enginn kemst út allir villtir. Eða hvað........
Áttum svo notalega stund 3 kynslóðir á kaffihúsi og nutum lífsins.
Á heimleiðinn var komið við á fleiri stöðum til að útrétta og loks farið í Bónus og fyllt á 3 poka. Þegar heim kom var eins og slökkt á mér, ég hrundi ofan í sófann og gat með engu móti staðið upp og gert eitthvað vitrænt. Vefjagigtin beit mig hressilega. Nú rúmum 5 tímum seinna er ég agnarögn hressari en finn hvergi on takkann. Merkilegt hvernig hægt er að slá mann út. En þetta þekki ég of vel og vona bara að þetta kast standi ekki í margar vikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.7.2007 | 23:49
Myndablogg
Sigrún Ósk að taka mynd af Heklu í fjörunni í Skarðsvík á nýju vélina sína.
Eins og ég sagði í gær var ferðin á Snæfellsnes stórkostleg. Sigrún og fjölskylda, tengdaforeldrarar hennar og vinir voru í tveimur íbúðum á Gufuskálum og buðu okkur til sín. Svana tengdamóðir Sigrúnar (dóttur minnar) og systir hennar Ingibjörg sem var með í för eru ættaðar frá Viðvík á Hellisandi og þekktu hvern hól og þúfu á nesinu svo við fengum einkaguide. Mikið skoðað og notið lífsins í æðislegri náttúru.
Hér er Hekla í fiskaskýli sem eru hlaðin út um allt og enginn veit alveg hvaða tilgangi þjónuðu.
Hekla í kvöldsólinni undir jökli þar sem við sváfum tvær nætur og drukkum í okkur orku.
Roomsterinn skilaði okkur hvert sem við fórum yfir torfærur og er alger draumur. Keyrir sjálfur og er allur hinn þægilegasti. Eyddi ekki nema um 7 l á hundraðið á þessum ferðum. Held hann sé algerlega klæðskerasaumaður fyrir okkur.
Hekla var heppin með báðar ömmurnar sínar með og guðföðurinn að auki, auk afanna og foreldranna.
Dóttirin mundar nýju græjunni sem Bjarni gaf henni í afmælisgjöf.
Blikahólafjölskyldan sæta.
Hekla við draumabílinn
Ægifagrir litir á Snæfellsnesinu
Jens Pétur, Sigrún og Harpa í kvöldgöngu í hrauninu.
Fleiri myndir úr ferðinni má sjá HÉR
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.7.2007 | 23:42
Komin heim
Örþreytt, sæl og hamingjusöm.
Bráðum búin að keyra nýja bílinn 1500 km á viku, sofa í þrem mismunandi landshlutum. Hitta fullt af fólki og kynnast nýju. Njóta náttúrunnar, dvelja með ættingjum og vinum. Spila heilmikið.
Roomsterinn er æði, eins og klæðskerasaumaður fyrir okkur skötuhjúin.
Haladagur í Krika á morgun. Hlakka til.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2007 | 12:59
Hvar eru stubbaboxin ?
Ég hef einmitt verið að spá í þetta á ferð minni um landið undanfarið. Það er mjög lítið um öskubakka og reykingarfólk sumt virðist ansi kærulaust um þetta. Bæði er sóðaskapurinn gríðarlegur en ekki síður eldhættan og að lítil börn týni þetta uppí sig.
Einu sinni voru til lítil stubbahús sem reykingarfólk gekk með á sér og setti stubbana í ef það var ekki öskubakki á staðnum. Ekki hef ég séð boxin í mörg ár en legg til að þau verði grafin upp og tekin með. Þau eru kjörin fyrir tyggjóin líka sem er hrikalegur sóðaskapur af.
Í raun ætti þetta að fylgja hverju kartoni af sígarettum. Er þetta ekki bara viðskiptatækifæri :-)
Ferðamenn varaðir við að kasta frá sér sígarettustubbum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.7.2007 | 01:31
áframhaldandi huggulegheit
Við stoppuðum ekki lengi heima skötuhjúin. Það er svo gaman að keyra nýja bílinn
María vinkona okkar úr Halanum bauð okkur til sín í Brekkuskóg. Dvöldum þar yfir nótt í notalegheitum. Undum okkur við skraf og spilamennsku. Scrabble og Sequence er efst á vinsældalistanum. María dekraði við okkur á allan máta Takk fyrir okkur.
Stebba og Labbi kíktu svo við líka í kvöld og vinir Maríu svo það fjölgaði við spilaborðið og fjör færðist í leikinn. Okkur leiddist það hreint ekki. Renndum heim undir nóttina sæl og glöð og strax farin að skipuleggja næsta túr.
Bústaðurinn í Brekkuskógi sem BHM á er til fyrirmyndar aðgengilega. Þar er búið að taka flest í gegn þannig að hann hentar vel fólki í hjólastól. Eina sem ávantaði var sturtustóll. Fleiri verkalýðsfélög mættu taka þá sér til fyrirmyndar.
Nýi bíllinn fer í breytingu á bensíngjöf og bremsu 2 ágúst svo enn er ég alráð við stýrið . Palli er Neoninn ekki laus 2. ágúst ?
Lyftuna þarf svo að panta og aðeins lengri bið eftir henni. Vonandi sleppur þetta allt fyrir veturinn svo nýr kafli geti hafist í lífi okkar þar sem Örn getur aftur farið einn á bílnum án þess að þurfa neina aðstoð við að koma hjólastólnum inn og út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2007 | 11:09
krækiber og kertaljós
Við fengum nýja bílinn á föstudaginn og brunuðum beint austur fyrir Kirkjubæjarklaustur í bústað með Palla og Frosta og Áslaugu Ýr og Söru. Áttu notalega helgi í rólegheitum og afslappelsi. Á laugardaginn kom svo Lovísa og Gabríel. Frosti stjanaði við okkur á allan hugsanlegan máta. Takk fyrir það strákar.
Bíllinn reyndist uppfylla allar okkar væntingar og meira til. Dásamlegt að keyra hann og sitja í honum. Allur okkar farangur komst vel fyrir og hjólastóllinn án þess að leggja hann neitt saman. Ekki spillti fyrir að hafa cruise control og loftkælingu í hitanum. Meira um bílinn og vonandi mynd af honum seinna. Var ekkert dugleg með myndavélina en þó eru nokkrar myndir hér.
Upplifunin var meira svona. Loksins nýr bíll, loksins eitthvað farið að heiman til að gista, fjöllin, fuglarnir, góða veðrið, rigning, þoka, ísland í allri sinni dýrð, fjölskylda, góðar móttökur, notalegt, fallegt, hlýlegt, grillilmur, bjór, spjall, hundaklapp, afslöppun, dekur, mosi, krækiber, silungur, álfar, plöntur, meiri fjölskylda, meiri hugguleg heit. Gúrka og kertaljós.
Brunuðum svo heim í stórafmæli hjá Steina mág í gær til hamingju með daginn og takk fyrir okkur.
Heyrði svo í s. Afríkuförunum í gærkvöldi líka svo það er næstum búið að tækla alla fjölskyldurnar beggja vega þessa helgina. Hitti rest í vikunni í öðrum huggulegheitum. Nema Sigrúnu Jónu og Stebba sem bólar ekkert á ennþá.........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.7.2007 | 10:53
Tvær lopapeysur hjá byrjanda í prjóni
Teresa er nú farin til Portugal aftur. Á föstudaginn kláraði hún lopapeysu no. 2 sem hún ætlar að færa kærastanum. Hann valdi litina sjálfur gegnum vef kameru. Ég er ákaflega stolt af að hafa átt þátt í að kenna henni lopapeysuprjón. Er svo komin með annan nemanda frá Ungverjalandi sem er að klára sína fyrstu peysu. Hún valdi gráu sauðalitina. Kannski fæ ég mynd af henni seinna
Bloggar | Breytt 4.8.2007 kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2007 | 10:49
Kærkominn gestur
Vonandi ílendist hann og skreppur til Eyja líka.
Þá bjargarst tjörnin og Lundinn.
Ég er afskaplega fegin ef maður losnar við máfinn úr borginni. Leiðinda meindýr með hávaða og skít.
Þó finnst mér hann fallegur
Yfirborðið í Faxaflóa kraumar af sandsíli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 22:55
Blái bíllinn hinn eldri og leiklistar - fráhvörf
Á morgun fáum við nýja bílinn Ocean bláa. Í dag fór sá gamli sína síðustu ferð með okkur í Krikann. Er hann ekki flottur.
Framendinn
Afturendinn
Mér hefur alltaf þótt þessi bíll ansi fallegur. Hann hefur líka reynst okkur vel í rúm sex ár. Nú er tími breytinga og eftir helgi set ég inn mynd af nýja bílnum sem við fáum á seinnipartinn á morgun. Þar sem nægt pláss er fyrir hjólastólinn, gálgann og alla fjölskylduna með öllum farangrinum :-)
Í dag var fundardagur aldrei þessu vant. Fyrst var fundur í Ferðafélaginu Víðsýn um Sólheimaferðina í ágúst. Tilhlökkun er komin í hópinn og allir endar að verða hnýttir.
Svo var stjórnarfundur hjá Halaleikhópnum. Verið var að skipuleggja Haladag 28. júlí, ganga frá styrkumsóknum og margt margt fleira. Góður fundur en fámennur þar sem gengið var í verkin 1 ..... 2 ...... og 3.
Verð að játa það að ég er með heilmikil leiklistarfráhvörf...........
En hamast samt við að reyna ekki að hugsa um leiklist þessa tvo mánuði áður en fjörið byrjar aftur. Leiklistarnámskeið með frábærum kennara í haust, 15 ára afmæli Halaleikhópsins í september með tilheyrandi húllumhæi og síðast en ekki síst stórverkefni vetrarins Gaukshreiðrið með Guðjóni Sigvaldasyni. Frábært hlakka mikið til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)