Allir í bátana (-:

Jæja kæru bloggvinir nú er tækifærið til að hittast með alla fjölskylduna og skemmta sér saman. Koma og sigla um Elliðavatn í Kanó eða Kajak eða einhverjum bátum sem ég kann ekki nöfnin á. ALLIR eru velkomnir og kostar ekkert inn. Frítt í bátana en veitingar seldar á spottprís allur ágóði rennur til uppbyggingar Útivistarsvæðisins í Krika við Elliðavatn.

060820SOA%20014

Við Krikavinir sem öll erum félagar í Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, sem er eigandi Krika, erum að endurtaka leikinn frá í fyrra og halda BÁTADAG. Potturinn og pannan í bátamálunum er Kjartan Jakob Hauksson sem réri kringum Ísland fyrir tveim árum til styrktar Hjálparliðasjóði Sjálfsbjargar, og safnaði þar tæpum 10. milljónum.

Í fyrra kom margmenni á öllum aldri og fór á vatnið í hinum ýmsu bátum. Eða naut náttúrunnar og félagskaparins og horfði á bátafólkið. Allt tókst eins og best var á kosið því endurtökum við leikinn og höfum svipað snið á deginum.
 

Kjartan og félagar sjá um bátana og öryggismálin, Krikavinirnir sjá um veitingar og annað sem til þarf. Hægt verður að fá heitar vöfflur og ýmislegt góðgæti í nýja húsinu okkar. Vonandi fjölmennið þið og mætið með alla fjölskylduna.

Tilvalið tækifæri til útiveru og samvista í paradís
Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu KRIKA. Allir eru velkomnir. Frítt er í bátana en veitingar seldar gegn vægu verði. Ath. við tökum ekki kort.
 

Á heimasíðu Krika má finna allar nánari upplýsingar um Krika svo sem staðsetningu, verðskrá, náttúru og hvað eina.

Opið verður frá kl. 11.00 til 19.00 en bátarnir verða í gangi frá kl. 13.00 til 17.00. Myndir frá bátadeginum í fyrra má sjá
HÉR
 

Tilvalinn dagur fyrir fjölskylduna að kíkja, njóta náttúrunnar, prófa bátana og fleira.

Sjáumst hress


Skýring fundin á öllu spikinu :-)

„Sporðdreki: Þig svengir í þekkingu - svo mikið að þekking er eins og kartöfluflaga sem fær þig til að fá þér aðra, og aðra og aðra og...“

Þetta segir stjörnuspá dagsins. Held hún passi bara ansi vel.

Er sem sagt í bloggstíflu sem stendur.

En minni bara á GayPride kl. 2 á morgun og Bátadaginn í Krika við Elliðavatn á sunnudag frá kl. 13.00.


Sko bara

Stjörnuspá dagsins hljómar svona:

„Þegar maður fær eitthvað lánað, ætlar maður að skila því. Annars er maður þjófur. Segðu það sem þér finnst. Leyfðu þjófnum að bæta sig.

Fjölskylda mín hefur hingað til reynt mikið til að kenna mér að segja EKKI það sem mér finnst. Finnst ég vera full bersögul á stundum. En hér afsannast það, takið eftir family. 

Á ég eftir að skila einhverju?

Eða þýddi þetta eitthvað allt annað.


Út um hvippinnog hvappinn

Eða er þetta skki skrifað þannig? 5 dagar og engin ný færsla bara kommenterað útum hvippinn og hvappinn :-)

Ýmislegt í gangi samt, flest samt sem ég ætla ekki að tjá mig um hér í bili allavega. Setti í skessuhaminn í morgun..............

Ekkert gengur með breytingarnar á bílnum þrátt fyrir tvær tilraunir á verkstæðinu. Nú stendur helst til að panta búnað frá Þýskalandi sem kostar meira en TR borgar............. En koma tímar koma ráð.

Stór helgi framundan sem ég hlakka mikið til. GayPride sem ég elska InLove spurninginn hver vill koma með mér, þar sem göngufélagarnir er fluttir til S. Afríku?. Og svo Bátadagur í Krika á sunnudaginn sem var hápunktur sumarsins í fyrra. Veðurspáin góð svo jolly jolly.

Framundan er svo 5 daga hvíldar og heilsubótar ferð á Sólheima í Grímsnesi. Þannig að ýmislegt er í pípunum.

Tölvan mín er svo í hrekkjavikustuði svo ekki lofa ég öflugum skrifum næstu daga og líklega engum meðan á Sólheimadvölinni stendur. En hún fer í extreme make over á meðan svo þá verður stuð.

 

 


Hætt í fílu

DSCF7451

Og skelli inn einni skemmtilegri fjölskyldumynd þar sem nú er tæp vika í GayPride. Sakna ykkar afríkugellurnar ykkar.

Þigg samt enn komment um toppmyndavesenið......


Góður dagur enda illa

Arg ............................................

Er orðið sem mér er efst í huga. Var að reyna að finna út úr þessu með myndirnar. Fór að hræra í fínu ormamyndinni minni sem er í hausnum. Og arg og garg allt fór í flækju ég fæ ekki rétta stærð inn sama hvað ég reyni. Og þetta á nú að heita það sem maður kann........ Eins og ég hef nú verið himinlifandi ánægð með moggabloggið. Leiðbeiningar væru vel þegnar í kommentin núna.

Annars var þetta hinn fínasti dagur í Krikanum. Þýtur í laufi kom ansi oft upp í hugann. Ekki það að við værum í varðeldahugleiðingum heldur bara var svo ljúfur þytur í laufinu á trjánum í rokinu í dag. Fámennt og góðmennt var þó kíktu nokkrir við og rifu okkur frá æsispennandi einvígi okkar hjónanna í Sequence. Leikar enduðu þó með því að ég var fjórum yfir :-)

Guðríður bauð okkur svo í kvöld í indælis fiskisúpu. Alger luxús. Takk fyrir okkur.

Kvöldinu var svo eytt í sjónvarpsgláp og tölvubarning.

Á morgun (í dag) er svo aftur Krikavakt og vöfflubakstur. Allir velkomnir sjá www.kriki.bloggar.is

 


Vef - albúm

í gegnum tíðina hef ég sett ógrynni af mis skemmtilegum myndum í vefalbúm á bæði Sony image station og Pikasa. Lét verða af því að setja slóð á þær hér í tenglunum. Myndalbúmið er eitthvað að stríða mér svo þetta er undir tenglum aðeins neðar í dálkinum. Bara svona ef ykkur leiðist um helgina. Ég er farin í Krikann.

Jarðskjálftar og verslunarmannahelgin

Já mest spennandi hlekkurinn hjá mér núna er http://vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/vatnajokull/. Mér finnst ákaflega gaman að fylgjast með jarðhræringur og fæ ánægjuhroll um allan kroppinn þegar hitnar í kolunum. Nú eru sérfræðingar á leið á svæðið til nánari rannsóknar. Ég verð pottþétt í útvarpsfæri næstu daga.

Annars ætlum við skötuhjúin að vera með opið í Krikafrá 14.00 til 18.00 laugardag og sunnudag. Treystum okkur ekki í umferðarsturlunina, líkar best að vera innan bæjarmarka þessa daga. Engin skipulögð dagskrá verður bara maður er manns gaman. Eflaust spilað og kannski perlað hver veit. Jafnvel grillað ef sólin skín. Allavega vöfflur á sunnudaginn.


Óskir uppfylltar

Sumar aðrar ekki. Ekki fékk Roomsterinn tilhlíðilegar breytingar í gær. Þegar við hringdum seinnipartinn til að spyrja hvort hann væri tilbúinn voru svörin fá. Þeir vissu ekkert hvað þessi bíll væri að gera úti á stæði hjá þeim. arg..................Í ljós kom að yfirmaðurinn var á Akureyri og hafði bókað hann viku seinna.........

Ég var á fundi í gær vegna Sólheimadvalar okkar í Víðsýn að hnýta alla enda. Mikil tilhlökkun á þeim bæ. Þegar ég fékk sms „Heim strax“ Þetta var mjög óvenjulegt svo ég dreif mig strax heim til að sjá hvaða neyðaraðstæður hefðu borið uppi.

Var þá ekki góður vinur okkar kominn í heimsókn ansi hressilega við skál. Og með heila koníaksflösku meðferðis. Minn heittelskaði vildi hafa mig sér til halds  og traust við þessar scary aðstæður. Mér fannst þetta allt mjög fyndið. En blessaður maðurinn er ansi langt leiddur og sorgleg saga bak við það. Það fór svo á endanum að kalla þurfti út mannskap til að koma vininum heim. Fyrst fékk þó sófinn minn Koníaksbað. Já alkóhólisminn er víða.

Blikahólabúar komu svo og við skelltum upp þessari ljómandi grillveislu í blíðunni. Síðasti séns í bili sýnist mér á veðurkortunum. Fékk svo langþráð símtal þar sem það var staðfest að búið væri að fá báta og mannskap að hluta til að skella Bátadeginum á í ár. Hápunktur ársins í fyrra verður endurtekinn 12. ágúst í Krika. Set inn nánari fréttir þegar nær líður en takið frá daginn öll sömul. Nánari upplýsingar og myndir frá í fyrra má finna hér


Eitt sinn skáti ávallt skáti

d

Í tilefni dagsins endurnýja ég heitið

„Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur, til þess að gera skyldu mína, við guð og ættjörðina, að hjálpa öðrum við að halda skátalögin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband