26.8.2007 | 22:06
Áhrif tunglstöðunnar
Fyrir einu tungli síðan eða svo hlustaði ég á viðtal við stjörnufræðing í útvarpinu þar sem hann var að ræða áhrif tunglstöðu á hegðan fólks. Það viðtal átti sér stað eftir mikil ólæti í miðbæ Reykjavíkur, Akureyrar og víða.
Síðasta sólahring hefur önnur hrina dunið yfir allt orðið vitlaust í bænum og alls kyns slys og óhöpp átt sér stað. Ég leit á tunglstöðuna á mbl.is og viti menn. Tungl er 97% fullt og vaxandi en spekingurinn sagði einmitt að á meðan það væri að fyllast væri mesti óróinn.
Held ég fari að spá aðeins betur í þetta. Í þessu viðtali var ma. rætt við lögregluna og hún sagðist hafa stundum tekið mark á tunglstöðu og aukið við mannskap þann sólahringinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.8.2007 | 13:16
Og það tókst ;-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2007 | 22:43
Síðsumarsblús
Á morgun laugardag tek ég síðustu vaktina í Krika í sumar. Fór í dag í pylsupartý uppeftir og það var ekki laust við að maður fylltist söknuði. Þetta sumar er búið að vera svo æðisleg, veðrið leikið við okkur og gæðastundirnar orðnar ansi margar við Elliðavatnið.
Ég sem sagt verð frá 13 ti 18 í Krika ef þið eigið leið um, Kíkið þá í kaffi og náttúrusælu. www.kriki.bloggar.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.8.2007 | 17:27
Kærleiksleikur
Í heilsuhópnum mínum á þriðjudaginn fórum við í æfingu í tengslum við skoðun á sjálfsmyndinni. Við fengum öll blöð í hendur sem við áttum að skrifa nafnið okkar á efst og láta svo ganga hringinn. Allir áttu svo að skrifa eitthvað um viðkomandi jákvætt.
Setningarnar sem ég fékk voru:
- Greind, hlý og skemmtileg
- Góður félagi
- Vaxandi og blómstrar við hvert tækifæri
- Yfirveguð
- Alltaf glöð og rosalega dugleg
- Ógurlega röggsöm og hlý
- Gefandi og ræðin
- Ása er góð og hlý, alltaf brosandi og uppörvandi
- Ása Hildur er svo traustvekjandi að þegar ég sá hana fyrst hélt ég að hún væri prestur.
- Ása Hildur er þroskuð og heilsteypt kona
- Þú ert skemmtileg og vinsamleg
Er þetta ekki dásamleg æfing. Mæli með henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2007 | 23:09
Nú er tækifærið
Fimmtudagskvöld kl. 20.00 verður félagsfundur hjá Halaleikhópnum. Þar verður kynnt starfið framundan í vetur. Allir eru velkomnir á fundinn því segi ég nú er tækifærið til að prufa eitthvað nýtt og kynnast stórskemmtilegum og sérstökum félagsskap.
Framundan er leiklistarnámskeið í september, 15 ára afmæli, stuttverkahátíð og svo á að byrja að æfa Gaukshreiðrið. Svo næg verkefni eru framundan og mörg handtök sem þarf að vinna.
Er annars að mestu búin að eyða deginum í ráf á milli tölvuverkstæða. Hér á heimilinu geisar tölvuflensa sem leggur hverja tölvuna á fætur annarri. Já við búum hér þrjú saman og erum með þrjár tölvur og dugir varla til. Mætti halda að þetta væri alger nördafjölskylda. Fyrst fór Ödda tölva og mín sigldi svo í kjölfarið. Ödda tölva hresstist við að fá stærri disk. Mín aftur á móti þarf líka heilaaðgerð auk harða disksins og einhverra snúra. Og aðgerðin hefur tafist von úr viti þar sem réttur minniskubbur hefur ekki fengist. Er alltaf alveg að koma á morgun en kom svo vitlaus í dag. Fæ samt tölvuna á morgun þó ekki verði hún nú alveg komin í lag en nothæf þar til rétt stykki fæst. Þá verðu kátt í höllinni.
En snúningarnir í dag voru nú vegna tölvu sonarins hún dó og í ljós kom að það er plaststykki í henni sem heldur örgjörvanum sem er brotið. Ég var send í leiðangur og fór á ein 8 verkstæði en enginn gat hjálpað mér með stykkið þó flestir hafi verið allir af vilja gerðir til að hjálpa mér. Svo nú eru góð ráð dýr fyrir soninn. Palli minn (bróðir) ætlar að sjá hvað hann getur galdrað á morgun.
En mikið er svakalega mikið af fólki að kaupa sér fartölvur í dag, það sást vel á öllum stöðum. Fólk fór út með fartölvukassa í löngum bunum. Voða var freistandi að fá sér eina svoleiðis líka. Bara svona til vara og á alla fundina fyrir félagsmálafríkið mig :-)
Jæja en fjárhagsáætlunin leyfir það ekki í bráð................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 19:57
Sólheima-myndablogg
Hér tók Gugga mig í fótsnyrtingu. Algerir dekurdagar.
Morgunfundurinn á slaginu 9. Toppurinn á ferðinni að upplifa þessa stund með íbúum Sólheima.
Þarna ligg ég milli þúfna og nýt orku jarðar í miðjum göngutúr að morgni dags.
Hópurinn sólar sig á leið í listasmiðju.
Í kertasmiðjunni
Skálað fyrir Ferðafélaginu Víðsýn í upphaf mexíkókvöldsins
Í leikfimi
Við Rebekka í sólstofunni.
Á túninu í Skálholti.
Bingó
Sæmundur og Fanney sópuðu að sér vinningunum. Sjáið hvað ég er sólbrún en ég var bingóstjóri.
Við hjónakornin við Kerið í Grímsnesi.
Hópstjórarnir. Gugga, ég og Bjögga.
Gaman að sitja á bekk og dingla fótunum og upplifa bernskuna. Ég, Gugga og Rebekka.
Egg soðin í hver á Hverasvæðinu í Hveragerði. Flottir litir.
Sigurbjörg í Þorbjarnargerði heimsótt í Selvogi.
Hópurinn á tröppunum á Strandakirkju.
Fleiri myndir með myndatexta HÉR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Síðustu viku dvaldi ég að Sólheimum í Grímsnesi ásamt 9 öðrum félögum í Ferðafélaginu Víðsýn. Dvölina höfðum við í stjórninni skipulagt í samstarfi við Óskar í Sólheimum. Okkur var lengi búið að hlakka til ferðarinnar og ýmislegt gekk á við undirbúninginn. En óhætt er að segja að þessir 5 dagar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Við 10 sem fórum komum öll fílefld til baka og alsæl í sinni.
Samfélagið í Sólheimum er yndislegt í einu orði sagt. Ég gæti alveg hugsað mér að búa þar um tíma. Dásamlegast fannst mér voru morgunstundirnar. Rétt fyrir kl. 9 á hverjum morgni hittast allir í Sólheimum á túni bak við Sesseljuhús og á slaginu 9 haldast allir í hendur og bjóða góðan daginn. Skilaboð af ýmsu tagi eru borin fram og svo sungin morgunsöngur eða bæn. 3 mínútur þar sem allir sameinast í virðingu og fegurð. Dásamlegt.
Við vorum með heilmikla dagskrá tengda heilsu, slökun, hreyfing, menningu og gleði. 5 dekurdagar. við fórum í göngutúra stutta og langa. Ýmiskonar leikfimi, sundleikfimi, jóga og á fyrirlestur um heilsueflingu og annan um Sólheima. Við skruppum í menningarferð í Skálholt, fórum í heilsuböð í Hveragerði á hælinu. Vorum dugleg við að heimsækja kaffihúsið og fórum í listasmiðju þar sem sumir smíðuðu leikföng meðan aðrir fóru í kertagerð. Ég gerði nokkur kerti og hafði mikið yndi af. Sumir fóru í berjamó, það var spilað og spjallað og slakað á.
Við borðuðum í mötuneytinu í hádeginu þar sem við fengum æðislega góðan mat og mikið af grænmeti og hollustu. Annars skiptum við okkur í hópa og sáum um morgunmat og kvöldverð til skiptis. Hafragrautur á morgnana nammi namm. Minn hópur var með mexíkanskt kvöld sem tókst með ágætum. Mannlífið þarna er mjög sérstakt og kraftmikið. Sesselja hefur verið mjög merkileg kona og langt langt á undan sinni samtíð.
Já í einu orði sagt var þessi ferð dásamleg perla í festina sem við í Víðsýn höfum verið að þræða sl. 8 ár formlega en nokkur ár þar áður óformlega. Og alltaf komum við heim sterkari og duglegri til að takast á við það sem framundan er.
Ekki má gleyma heimferðinni sem var óvissuferð. Við fórum og skoðuðum Kerið og Hverasvæðið í Hveragerði með leiðsögumanni, aldrei hafði ég nennt út úr bílnum þar áður. En það er stórmerkilegt svæði og fallegt. Þar suðum við okkur egg í hver :-). Við borðuðum svo á NLFÍ og ég verð nú að segja mér fannst maturinn þann daginn ekki flottur þar eftir að hafa verið í Sólheimum. Við fórum svo í Selvog og heimsóttum Sigurbjörgu í Þorbjarnargerði sem var heilt ævintýri út af fyrir sig. Hún kom svo með okkur í Strandakirkju og sagði okkur sögu staðarins.
Ég vil þakka öllum þeim sem komu að þessarri ferð á einn eða annan hátt fyrir.
Myndirnar millilentu í Kópavogi en koma fljótlega hér inn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.8.2007 | 23:24
Gvöð hvað það er gaman
Ég verð víst að viðurkenna það að ég er alger bloggfíkill. Stalst í tölvuna hjá mínum heittelskaða og er búin að fara allan blogghringinn minn. Lesa hjá öllum bloggvinunum milli þess sem ég fylli á þvottavélina og þurrkarann. Mikið hrikalega er þetta skemmtilegt þ.e. bloggið ekki hitt.
Er svo búin að hlaða inn forritum og vonandi ekki rugla öllu fyrir honum. Palli bróðir situr svo sveittur yfir minni tölvu milli þess sem hann vinnur eins og skepna eða er á tónleikum. Gott að eiga svona duglega bræður. Gaman væri nú að fá komment frá hinum bræðrum mínum sem eru úti í heimi svona svo ég viti hvort þeir fylgist eitthvað með systu. Annar er í hótelrekstri í S. afríku en hinn í Ráðhúsinu í Osló og var á leið heim fyrir mánuði í heimsókn en hefur ekki dúkkað uppi enn. Stebbi hvar ertu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2007 | 20:10
Komin heim :-)
En tölvan mín ekki hún er enn í extreme makeover svo lítið verður um færslur hér þangað til hún mætir á svæðið.
Var í 5 daga í Sólheimum í Grímsnesi. Alger dásemd, mæli hiklast með dvöl þar í þessu yndislega samfélagi þar sem allir eru jafnir og ekkert stress til. Kom heim endurnærð á sál og líkama. Ferðasaga og myndir seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 20:33
Dásamleg helgi
Gay Pride gangan klikkaði ekki frekar en venjulega. Við fórum og fylgdumst spennt með og slógumst svo í för í góða veðrinu. Dásamlegt að sjá hversu margir komu og hve góð stemmingin var. Allir í sínu besta skapi og fjölbreytileikinn frábær. Hér að ofan er mynd af Guðjóni leikstjóra og Birnu sem að öðrum ólöstuðum setja alltaf sterkan svip á gönguna. Fleiri myndir frá GayPride 2007 HÉR
Í dag var svo hinn árlegi Bátadagur í Krika það gekk allt saman vel og þó nokkrir bloggvinir mættu sem var einstaklega skemmtilegt fyrir mig. Flestir fóru í bátana og nánast allir fengu sér vöfflur og rjóma. Ég lenti í að vera ansi mikið á vöfflujárnunum sem gengu stanslaust tvö í vel á þriðja tíma. Fleiri myndir af Bátadeginum HÉR.
Nú verður eitthvað blogghlé hjá mér þar sem tölvan mín góða fer í extreme makeover í kvöld og næstu daga. Meðan ég fer og hleð batteríin án hennar.
Lifið í lukku en ekki í krukku á meðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)