11. hluti ferðasögunnar

Miðvikudagur 24. okt. 2007

 

Í gær fór ég með Víkingunum til Hermanus sem er niðri við sjóinn 1 og ½   tíma héðan frá. Við leigðum bíl með bílstjóra til að skutla okkur og guida en gáfumst strax upp á guidinum því hann talaði svo illa ensku og bíllinn var soddans skrjóður að það skrölti í öllu. Vegurinn sem við fórum niðureftir var þannig að á Íslandi hefði verið skilti og honum lokað. Eldrautt rennblautt þvottabretti með stórum holum út um allt. Það rigndi hressilega nóttina áður. En við fórum aðra leið heim sem var lengri en malbikuð svo að það var fínt.  

Í Hermanus byrjuðum við að skoða Hvalina sem dönsuðu fyrir okkur fyrir utan ströndina. Fengum okkur Latte og nutum lífsins. Við splittuðum svo hópnum og ég fór með Bryndísi (leiðtoganum) á flakk um bæinn og það er sko gaman að ferðast með henni hún er með svo gott auga fyrir hlutunum og finnur allskonar fína hluti til að skoða. Við skoðuðum nokkrar listaverkabúðir og kíktum hér og þar. Hún lét mig kaupa mér föt sem hún valdi fyrir mig um leið og ég nefndi að ég vildi kíkja í fatabúðir. Hún pikkar upp hluti eins og ekkert sé. Hermanus er ósköp tippikal ferðamannabær allavega miðbærinn. En gaman að rölta þarna um, fólk kemur hér allstaðar að úr heiminum til að skoða hvalina. Við hittumst svo allar í lunch og fórum á Ocean Basket og fengum æðislegan mat. Pöntuðum okkur stóran bakka með fullt af skelfiski, rækjum, smokkfisk og ég kann ekki nöfnin á helmingnum og salat með. Þetta var æði, algert æði. Við sátum og átum og nutum okkar vel. Mér gengur ágætlega að skilja norskuna og er farin að skjóta inn setningum, svo er svissað yfir í ensku stundum og ef ég er ekki viss túlkar Bryndís fyrir mig á íslensku en hún er íslensk að uppruna. Tungumálakunnátta mín bæði enska og skandinavíska hefur tekið stórum framförum þessa daga hér í Afríkunni. Eftir þessa æðislega máltíð fór ég með Thoru og Tune á ráf því Bryndís ætlaði að kanna úrvalið í matvöruverslunum enda er hún gourmei kokkur af guðs náð. Það gekk ekki vel því við fórum í listaverkabúð og enduðum þar í klst. í kortaveseni en þær voru að kaupa heilmikið, ég keypti bara litla minjagripi og lykklakippu fyrir Labba (Labbi minn nú vil ég komment takk) Við hittumst svo allar á markaðinum við sjóinn og skoðuðum þar básana og þar var prútt allsráðandi. Mér finnst nú ekkert spennandi þessir minjagripir hér svo ég naut þess bara að horfa og skoða.

Þegar við komum til baka var haldið beint í Dinner til Margret og Dave. Þar var fjör, sungnar barnavísur á þrem tungumálum samtímis og borðaður ágætur matur á þessu breska heimili hér. Við plottuðum ýmislegt stelpurnar og Margrét bauðst til að fara með okkur í létta gönguferð á morgun um bæinn og náttúruna í kring. 2 – 3 tíma max !!! Við áttum bara að mæta með vatn og samlokur. Bryndís ákvað að ræna eldhúsið á Lodginu og fá efni í samlokur og ég að ræna barinn og fá vatnsflöskur. Ollur tókst þetta allt vel. Í lok dagsins var sest og fengið sér drykk og það sauð allt uppúr en sjatlaðist aftur bara stuð.

 

Í dag miðvikudag var svo lagt af stað í “léttu” gönguna nestaðar og á nýjum skóm Wink Guðmundur slóst í för. Brátt fór að síga á ógæfuhliðina og fjúka í mína. Margrét teymdi okkur upp hverja brekkuna á fætur annari og allar áttu þær að vera sú eina. Þetta endaði í hryllingi fyrir mig sem ekki má og get gengið upp á móti. Grindargliðnunin mín tók hástökk, en ég komst ansi langt á þrjóskunni einni saman en á tímabili var ég á því stigi að ef helvítis kellingin eins og ég kalla hana Margréti mína í dag hefði ekki verið ofar í brekkunni en ég þá hefði ég kyrkt hana með berum höndunum !!! ég vissi ekki hvað ég átti að gera og langaði mest til að setjast niður og grenja úr mér augun.........

Jæja förum ekki nánar út í hvernig það allt fór en Margrét lifði af en ég tóri og er þakklát öllum lyfjunum sem ég smyglaði til s. Afríku J Nei nei það er allt í lagi með mig að mestu en þessi létta ganga varð að 3 tíma fjallgöngu !!!

Ég vissi þegar ég kom til baka að það myndi ekki vera gott fyrir mig að leggja mig af fenginni reynslu svo ég skellti mér til Caledon með Villa. Og þá eru það stóru fréttirnar, við fórum heim á BMWinum. Með nýuppgerða vél og nýjan rafgeymir og stóran, stóran reikning. Fórum á bensínstöð og fengum kók í kaupbæti því við keyptum 101 lítra af bensíni á tank sem tekur 100 lítra LoL Ég keypti mér nýtt úr þar því mitt tók uppá því að ganga á s. Afrískum tíma og taka sér síðdegisblund yfir miðjan daginn.

Í kvöld fórum við svo upp í kofaþorpið á veitingastað sem kelling rekur þar. Dora pínulítll kofi með svefnherberginu bak við tjald. Það var mjög skemmtilegt. Segi kannski betur frá því seinna er orðin úrvinda. Á morgun er ég að fara með Villa og víkingunum í safaríferð. Förum þangað á morgum og gistum og förum svo eldsnemma í safarí á 50 ára afmælinu mínu. Frábær leið til að eyða þeim degi finnst mér. Hlakka mikið til, svo er opnun á leikhúsinu hér á laugardaginn og á sunnudaginn er ég alvarlega að hugsa um að fara í Víking með gellunum frá Noregi og gista tvær nætur í Cape Town þó ég hafi ekki efni á því þá finnst mér ekki hægt að sleppa því tækifæri fyrst maður er kominn yfir hálfan hnöttinn. Legg af stað heim 30 og kem 31 ef guð lofar. Veit ekki hvort ég hef meiri tíma og tækifæri til að blogga í ferðalaginu en sjáum til. Bið að heilsa Kiss kiss og knús knús frá s. Afríku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman hvað þú ert dugleg að blogga. Mæli með að þú skoðir stórborgina líka svona til samanburðar við sveitaþorpin. Vona að safarí ferðin verði góð og til hamingju með afmælið. Heyrist að þú bjargir þér bara ágætlega þegar þú tekur þig til.

Kveðja

Palli og Frosti

Palli (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 01:31

2 identicon

Elsku Ása Hildur mín !

Hef lesið ferðasöguna eins og þú hefur sett hana inn. Þetta hefur greinilega verið ( og er, því safari-ferðin og heimkoman er eftir ) heilmikið ævintýri hjá þér.

Og mikið er þetta búið að vera viðburðaríkt, og þú sagt frá svo lifandi. Maður er bara komin á staðin með þér í þorpið að leita að veitingarstað, að vaska upp með götóttu viskastykki, sitjandi úti á kvöldin með drykk í hönd, labbandi í halarófu með norsk tanter + 1 íslenskri s.sv. fr.  Hlakka ekki lítið til að fá þig heim og heyra ferðasöguna.

En aðalmálið núna er að öskara ( í hljóði auðvita ) TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ 'A MORGUN !

Og svo góða ferð heim. Fer sjálf til Stokkhólms á laugardag, smá frí .

Knús og koss,sjáumst

björg (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 07:41

3 identicon

Það er þvílíkt gaman að lesa ferðasöguna þína að mér finnst eins og ég sé með í ferðalaginu. ég er sko sammála Árna Sal sem segir að svona eigi að blogga á ferðalögum. þetta er að gefa með sér,  þakka þér fyrir það.svo óska ég þér innilega til hamingju með afmælið.

Edda V. (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 09:41

4 identicon

Elsku Ása mín, ég fyllist stolti og gleði yfir að lesa bloggið þitt. Frásögnin er svo lifandi og skemmtileg að maður vildi helst vera komin til þín til að upplifa og sjá þetta dásamlega landslag og fólk sem þú ert að hitta, svo ekki sé minnst á að skála við þig í afríkunóttinni.  Hlakka til að hitta þig aftur og heyra meira.  Til hamingju með morgundaginn og alla aðra daga elsku vinkona, knús og kossar

Gugga (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 16:03

5 identicon

Essku Ása OKKAR heyri það að þér líkar Afríkudvölin nokk vel. Takk fyrir að gleyma OKKUR ekki, þá aðallega Labba ;) og hans áráttu. Þú ert ljúflingur og til lykke með födselsdagen i morgen.

Hilsen Labbi og Stebba

Labbi og Stebba (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:49

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábærð ferð hjá þér og dugleg ertu að skrifa.  Hef haft lítinn tíma síðustu daga, en fylgist með þér. Éigðu sem besta daga áfram.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 22:54

7 identicon

Hjartanlega til hamingju med daginn Asa . Frabær ferdasaga

Stebbi bròdir Skiladu kjæri kvedju til stråkana

Stebbi (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 04:14

8 identicon

Til hamingju með afmælið elsku frænka :) Bið að heilsa pabba og Guðmundi

Kveðja Lovísa

Lovísa Lilja Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 12:32

9 identicon

Hjartanlega til hamingju með afmælið Ása Hildur mín. Allt er .............fært!

Afmæliskaffi í Vin þér til heiðurs. Bjögga búin að baka "létt"köku . Fæ mér sneið þér til heiðurs.

Ella Sím

Elín Símonardóttir (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 12:37

10 identicon

Hæ elsku dúllan okkar til hamingju með daginn. það er búið að vera rosalega gaman að lesa bloggið þitt og þú ert búin að vera rosa dugleg að skrifa hlakka mikið til að fá þig heim mér finnst þetta orðið nógu langt kossar og knús love ya. Ps. Hún á afmæli í dag hún á afmæli hún Ása hún á afmæli í dag til hamingju elsku dúllan mín kv Stebba 

Stebba og Labbi (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 14:27

11 identicon

Til hamingju með daginn Ása Hildur :) Vonandi nýturðu þess sem eftir er af ferðinni,gangi þér vel á heimleiðinni.Kveðja María

María (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband