12. hluti ferðasögunnar

Fimmtudagur 25 okt

Í dag var lagt af stað inní landið og keyrt um mjög falleg leið upp í safarígarðinn Fairy Glen Safari Woecester. Þegar við komum fengum við tvö hús ég og Villi annað og norsku víkingarnir annað. Pínulítil hús en með fínum rúmum og sturtu og smá eldhúsaðstöðu. Mér fannst þetta mjög flott þó mjög lítið sé. Svo voru svalir á þakinu og stigi þar upp.

Rétt eftir að við komum kom Buffaló fjölskylda og bauð okkur velkomin. Æðislega flott dýr. Pabbinn   var mjög hrifinn af mér og ég klappaði honum og lét svo Bryndísi taka mynd af okkur saman. Skildi samt ekki taugaveiklunina í hinum allir þustu inn bak við lokaðar dyr meðan ég stóð róleg og klappaði Buffalopabbanum. Á endanum fór ég inn líka. Buffalóarnir dunduðu sér kringum húsin og við fórum uppá þaksvalirnar.

Þá varð allt í einu allt vitlaust. Eigandinn svaka flottur gæi kom brjálaður úr hræðslu á Bensanum sínum og Afríkutrukkur með landverði líka.  Ég skildi þetta bara alls ekki. En mér var svo sagt að þetta væru hættulegustu dýr í afríku á eftir ljónunum og að þessi Buffalopabbi hefði þegar drepið tvær manneskjur þetta árið. Ég vissi ekki að þeir væru hættulegir og ekki hvaða dýr nákvæmlega þetta væru fyrr en eftir á. Nú segja þeir mér að ég geti orðið milljónamæringur á að selja myndina þetta sé svo einstakt. Hefur einhver sambönd og getur sagt manni hvernig maður getur selt svona myndir fyrir almennilegan pening?

Buffalóarnir höfðu sloppið inn fyrir girðingu sem þeir máttu ekki fara inní Smile

 

Við grilluðum svo strút og nautasteik og fengum þetta fína salat með og kartöflur. Namm namm. Ekki nóg með það um nóttina vöknuðum við Villi við þennan svaka hávaða þá voru Buffalóarnir mættir aftur og voru að leika sér að stanga garðhúsgögnin okkar. Við höfðum mestar áhyggjur af BMW inum en þorðum ekki út. Um morguninn lágu húsgögnin þétt kringum bílinn okkar en það sá sem betur fer ekki á honum.

Daginn eftir var dregin upp kampavínsflaska og skálað fyrir mér um leið og ég kom út. Ekki amalegt að eyða 50 ára afmælinu þannig. Fórum svo í Safarí á opnum trukk. Sáum fullt af dýrum sem ég man ekki nöfnin á í augnablikinu nema Buffaloana veit ekki hvað varð af þeim. Þetta var vel heppnað en nenni ekki að skrifa meir um það nú.

En það undarlega gerðist að minniskortið úr myndavélinni nýju hvarf um nóttina...... Ekkert annað og finnst hvergi svo ég þakka guði fyrir að hafa verið með þá gömlu líka á mér. Við keyrðum svo æðislega fallega fjallaleið til baka í steikjandi hita og komum við nokkrum bæjum. Við borðuðum svo nautasteik með bearnis um kvöldið 3 saman og fórum snemma að sofa enda allir uppgefnir. Í nótt vaknaði ég svo veik með köldu og niðurgang en er að ná mér nú kl. að verða 14.

Hér er Rosefestival og allt á útopnu í bænum. Og opnum á leikhúsinu í   kvöld og ég orðinn ljósamaður og ljósmyndari LoL

Fer til Cape town á morgun og heim á þriðjudagskvöld og kem á miðvikudag.

Ég þakka öllum sem sendu mér góðar kveðjur í gær en hafði ekki tíma   til að svara. Fékk 12 sms og veit að öll sms skila sér ekki hingað. Reikna ekki með að blogga meira í ferðinni en sjáumst hress heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

til hamingju ása með ammó. ef þú hættir ekki að daðra við buffalópabban nærðu ekki næsta afmæli, ef hann er svona lúmskur. farðu varlega væna mín.

kveðjur yfir höfin. arnar

arnar valgeirsson, 27.10.2007 kl. 17:39

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vá hvað það er mikið búið að vera að gerast hjá þér manneskja. Frábær upplifun. Til hamingju með afmælið og skemmtið ykkur vel rest af ferð. Láttu stóru dýrin eiga sig samt.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.10.2007 kl. 02:09

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Jæja nú þarf að lesa nýjasta nýtt á minni síðu.

Marta B Helgadóttir, 28.10.2007 kl. 21:01

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju með afmælið og njóttu ferðarinnar.

Marta B Helgadóttir, 28.10.2007 kl. 21:01

5 identicon

til Hamingju með daginn

Jón Þór Ólafsson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband