Loksins

Í nótt stóð ég í miklum rökræðum við mig sjálfa. Var gjörsamlega búin á því eftir að hafa nýtt alla orku mína á fullu gasi í nánast hálfan mánuð samfleitt. Á svona stundum koma allar efasemdirnar upp og púkinn og engillinn taka einvígi í sitt hvort eyrað á mér.

En allavega í dag er ég sátt og í nettu spennufalli. Nóvember er búinn að vera verulega annasamur svo vægt sé til orða tekið. Þegar maður er í leiklist á tveimur stöðum, í félagsmálum á 6 póstum eða svo þá vill stundum allt vera vitlaust í einu.

En þetta er það sem heldur mér gangandi og frá þunglyndinu að vera á kafi í áhugamálunum og er mun betra en geðlyfin og allar aukaverkanir þeirra.

Mest er ég hissa á hvað fjölskyldan er þolinmóð í þessu öllu saman, jú og án þeirra gengi þessi ósköp aldrei upp. Vonandi er maður að gera góða hluti einhverstaðar.

Í gær hló ég svo mikið að ég er nánast með harðsperrur í magavöðvunum. Já það var stuð á Uppi Hvað uppistandinu í Iðnó. Skemmtilegur hópur sem frábært er að vinna með og mjög gefandi.

Nú held ég að sú að koma rólegri tímar og þó. Karnivalið er á fullu og mikið stuð hjá Halaleikhópnum. Skemmtilegur hópur og skapandi. Dáldið margir endar að halda utan um en við erum mörg sem höldum í þá.

Af félagsmálunum ætla ég að segja fátt enda meira og minna trúnaðarmál það sem þegar hefur ekki komið fram hér og víðar.

Í dag fékk ég tvisvar sinnum frábærar fréttir annað sem snertir mig persónulega og hitt Halaleikhópinn en aftur má ekki greina frá því strax en það kemur fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Endalausar hálfkveðnar vísur í gangi bara

Sigrún Ósk Arnardóttir, 18.11.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já það var svo sannarlega gaman á Uppi standinu.

Svava frá Strandbergi , 19.11.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband