Uppáhaldsmánuðurinn minn

Ég er mikil jólastelpa og elska allt stússið kringum jólin. Þetta er því uppáhaldsmánuðurinn minn. Í dag fór ég í árlegt smákökuboð í tengdafjölskyldunni þar sem Olla mágkona var búin að baka glás af smákökum og góðgæti af ýmsum toga. Namm namm takk fyrir mig.

Ég er nú orðin ansi löt við baksturinn, en þó er smá þrýstingur frá börnunum mínum um ákveðna kökusort sem mamma heitin bakaði alltaf. Kannski ég láti það eftir þeim þetta árið enda eiga þau bæði skilið að dekrað sé við þau. Verst hvað bakaraofninn er skítugur, mér hryllir eiginlega við að fara að þrífa hann en það er nú það eina neikvæða við jólaverkin :-)

Í gær þvoði ég stofugluggana í áföngum og byrjaði að skreyta. Í fyrra keypti ég þessar fínu ljósagardínur á útsölu eftir jól og setti þær upp í morgun, og alltaf jafn óheppin ein var gölluð og logar ekki á henni allri..... man ekki hvort það var í Húsó eða Rúmfó... vona bara að ég fái eins. Þarf nefnilega 3 í gluggann hann er svo stór......

Ég ætla að hemja mig til morguns með eldhúsgluggann, minnug verkjakastanna sem hafa verið að hrella mig eftir dugnaðarköstin.

Í gær vorum við líka mjög þjóðleg, elduð svið og rófur í tilefni dagsins, sonurinn varð 28 ára og það er uppáhaldsmaturinn hans. Hekla var nú ekki hrifin en fékk sinn grænmetisrétt as usual.

Nú er farið að hægjast um í leiklistinni eftir mikla törn í nóvember, þarf samt að huga að leikmynd og búningum í desember.

Hróður leikhópsins berst víða, við vorum sæmd Kærleikskúlunni í vikunni og erum sæl með hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

djí, ekki tapa þér í þessu. láttu krakkana þrífa gluggana stelpa. til hvers er maður  að eignast börn eiginlega ha...

nenni ekki að baka og er upptekinn þegar verið er að búa til en:

kaupi þá bara laufabrauð..

arnar valgeirsson, 30.11.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Stundum er einfaldara að gera hlutina sjálfur.....

kannski eru þau dekurrófur.....

eða bara upptekin við allt aðra hluti......

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 30.11.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Flott af fá kærleikskúluna. Gleðilega aðventu.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 1.12.2008 kl. 12:57

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir notalega samúðarkveðjuna 

Marta B Helgadóttir, 6.12.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband