Óvænt ævintýri

Í síðustu viku vorum við að skreyta hátt og lágt, festa seríur um allar trissur samkvæmt fjölskylduhefðinni. Breyttum þó smá, Palli ekki fá kast englaserían er ekki á sínum stað !!!

Nokkrum dögum seinna ætlaði ég að fara að betrumbæta smá, þá fannst hvergi límbandsrúllan góða sem hafði verið mikið hjálpargagn. Upphófst nú mikið ævintýri við að leita hennar. Ég fór nokkrar umferðir um íbúðina og kíkti í hin ýmsu skúmaskot. Þar sem mikið hefur verið að gera hjá okkur hjónum síðan í október, þá hefur ýmislegt safnast fyrir án þess að maður taki nokkuð eftir því. En þegar maður fer að kíkja í hverja smugu heima hjá sér þá er það heilt ævintýri það sem maður finnur ekki og var hreinlega búinn að gleyma að maður ætti, eða dótið sem maður skilur ekki að maður skuli ekki vera búinn að fara með í Sorpu fyrir löngu. Þetta endaði á því að nú veit ég nokkurn veginn hvar flestir hlutir eru í þessum 104 fm okkar nema límbandsrúllan.

Sonurinn glottir við og kastar á mig bummerangi „HÚN ER ÞAR SEM ÞÚ LÉST HANA“ og iðar í skinninu af skemmtun meðan ég æsist öll. Skildi ég hafa sagt þetta oft við drenginn? Ömurleg setning ég lofa að nota hana aldrei aftur......

Í gær þegar ég var búin að gefast alveg upp á leitinni og búin að sætta mig við að hún hlyti að hafa farið út með ruslinu eins og sunddótið um árið.....

Varð mér litið uppá stóran næstum loftháa bókahillusamstæðu og sé þá glitta í eitthvað þar ofaná. Jú vitir menn þar var límbandsrúlla og það eftir stráksa sem notaði það við að festa seríur þar (já Palli ekki engla).  Ég var ekki sein að skella þessu framan í hann þegar hann kom á fætur. Hann brosti og gerði allt sem ég bað hann um þann klukkutímann.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband