6.3.2008 | 13:31
Vilt þú styðja Geðsjúkarhús í Banjul Gambíu
Við í Vin, athvarfi fyrir geðfatlaðra, erum búin að styðja geðsjúkrahús í Banjul í Gambíu. Við höfum safnað ýmsu nýtilegu í gáma og sent þeim með reglulegu millibili. Nú fréttum við af gám sem fer um miðja næstu viku út og í honum er pláss fyrir ýmislegt. Þar sem tíminn er svo svakalega naumur vil ég spyrja ykkur lesendur góðir hvort þið getið lagt okkur lið.
Við fengum lista frá þeim yfir það sem þeim vanhagar mest um:
- Indoor games (Scrabbles, Cards, Ludor etc.)
- Plastic Chairs
- Blankets
- Tents
- Sleeping bags- air bags
- Pen - Pencils
- First Aid Kids
- Generator
- Beds and Mattress
- Male and female Underwear
- Male and female shoes
- T - shirts- trousers
- Tea Cups (Mugs)
- Tooth brush and tooth paste
- Cooking utensils
- Sport wear (kits) football boots tracksuits, jesseys, water bottle etc
- Men and women fabrics
Check anyother materials important for campama used and offical used.
Þetta fer allt í gegnum Rauða Kross Íslands og er tryggt að þetta kemst á leiðarenda.
Ef þið getið lagt okkur lið, vinsamlega komið þá þessum munum til okkar á morgun föstudag eða mánudag niður í Vin á Hverfisgötu 47. Opið er milli 10 og 16 á morgun og frá 9 - 16 á mánudaginn.
Takk fyrir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2008 | 12:22
Síðustu sýningar
Já í kvöld kl. 20.30 sýnum við Gaukshreiðrið hjá Halaleikhópnum, Hátúni 12. Ekki missa af þessari frábæru sýningu. Miðaverð 1500 kr.
|
Umsagnir áhorfenda: Þar þótti mér takast einkar vel til, leiktilþrif með ágætum, framsögn öll jafn góð, leikið af lífi og sál, hin ýmsu tilbrigði sjúkdómsins dregin í dagsljós fram Helgi Seljan. Velvakandi, Morgunblaðinu 27. feb. 2008 Þið toppið ykkur alltaf á hverju ári" Halldóra Malin Pétursdóttir |
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir: Upplifun |
Aðalbjörg Gunnarsdóttir: Mér finnst þetta frábært verk og vel leikið, leikmyndin æðisleg og bara allt svo metnaðarfullt! Meira hér |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 16:00
Fékk það óþvegið
Ég varð fyrir sérstakri lífsreynslu í dag. Þar sem ég sat í rólegheitum og prjónaði í félagstarfi sem ég tek þátt í, kom til mín kona og hellti úr skálum reiði sinnar. Þessi kona er alltaf svo ljúf og blíð og hið mesta dyggðatröll. Nú hafði greinilega eitthvað raskað alvarlega jafnvægi hennar og ég fékk gusuna. Jú málefnið snerti mig óbeint en var allt á misskilningi byggt. Konan var svo reið og sár að ég þorði ekki að andmæla einu sinnu. Komst að hinu sanna í málinu þegar hún var farin.
Mér finnst alltaf merkilegt hvernig maður getur minnkað í ekki neitt ef einhver byrstir sig við mann. Vonandi róast konan og sér hvernig málið liggur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.2.2008 | 23:11
Frábært Útsýni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.2.2008 | 15:15
Hóstamúsik tekið völdin
Hekla er búin að vera hjá okkur síðan í gær. Hún var búin að hósta stanslaust í 5 tíma greyið þegar hún loks sofnaði í gærkvöldi og var þá að eiginsögn búin að hósta alla nóttina á undan líka. Var orðin algerlega kraftlaus og búin á því. Hellti í hana allskyns hóstasaft, sítrónute og hunangi í massavís. Gaf henni svo panodil og hún sofnaði loksins með tárin í augunum eftir þetta erfiði. Hún var svo lasin í gær að hún gat ekki einu sinni lesið og þá er langt komið.
Blessunin svaf í 11 tíma og vaknaði mjög hissa þegar hún leit á klukkuna. Bjartsýninn komin til baka og hitinn lækkað í nokkrar kommur. Engin matarlist ennþá en hresstist enn frekar við að fara í sturtu. Hóstar nokkuð en með hléum og er farin að kíkja í bók.
Afinn er líka orðinn slappur og liggur fyrir. Ekkert stuð á þessu bæ í dag. Held ég skelli mér bara í leikhús hjá Hugleik í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 23:56
Lífið er ljúft og ég á BESTU dóttir í heimi
Ágætlega hefur gengið að fylgja eftir áætluninni um hvíld þessa vikuna, allavega milli sýningardaga. Klæjaði samt í puttana að hefja ný verkefni og fór og keypti lopa í dag og hóf að prjóna lopapeysu á Óskar Inga íþróttaálf.
Talsvert er síðan ég prjónaði peysu síðan eða á annað ár en þá prjónaði ég 3 lopapeysur úr léttlopa í einum rikk uppí í Krika. Fékk nettan fiðring við þetta og hlakka nú óskaplega til sumarsins upp við Elliðavatn.
En aðaltíðindin eru þó þau að dóttir mín hafði samband við mig í vikunni og spurði ósköp sakleysislega hvenær ég væri laus úr leikhúsinu í vor...... Ég hélt ég ætti nú að fara að passa eða eitthvað. En haldiði ekki að besta dóttir í heimi hafi boðið mér í mæðgnaferð til Kaupmannahafnar í apríl. Þar ætlum við 3 ættliðir að spóka okkur, versla..... fara í tívolí og heimsækja Sigrún systir :-) :-) :-)
Hún er búin að plana þetta allt saman og kom mér mjög á óvart. Búin að finna flug, gistingu og læra á lestir svo ég þarf bara að fylgja þeim mæðgum og njóta lífsins. Mikið á ég frábæra dóttir. Hlakka mikið til. Þannig að áður en Kriki opnar í vor verð ég búin að fara tvisvar til Danmerkur. Hver hefði trúað því, og í bæði skiptin hefur einhver annar tekið ákvörðunina. Eins og ég er annars ráðrík, skil ekkert í þessu.
Í kvöld var ég með saumaklúbb og þó Laufabrauð trúi því ekki þá er sko saumað í mínum klúbb. Reyndar var ein að sauma bútasaum, ein að saum út, og tvær að prjóna, ein í flensu og ein á fundi.
Í fyrramálið á ég svo stefnumót við Bryndísi sem ég kynntist í afríku í haust. Mikið hlakka ég líka til þess. Annað kvöld er svo sýning á Gaukshreiðrinu. Þannig að nóg er að gera og ég elska það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.2.2008 | 16:17
Frelsi á Fríkirkjuvegi 11
Var að hugsa þegar ég sofnaði í gær um þennan æskulýðsklúbb sem ég var í á Fríkirkjuvegi 11 hjá Katli Larsen. Held þetta hafi verið árið sem ég fermdist eða árið áður, eða kannski bæði, minnið frá þessum árum er ekki gott. Enda átti ég erfiða tíma þá sem urðu til þess að ég var sett í fóstur norður í land.
Ég man ekkert hverjir voru með mér í klúbbnum sem var nokkuð stór og með krökkum víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu. Man samt eftir sætum strákum úr Hafnarfirði :-)
Við brölluðum ýmislegt og þetta stóra mikla hús með öllum sínum skúmaskotum var nýtt til fulls. Vorum í alls kyns leikjum og uppbyggilegu starfi. Er hrædd um að börn í dag fái ekki það frelsi sem við fengum í þessu húsi til að týnast inní kompu ef hentaði, fara uppí rjáfur og ofna í kjallara. Ketill var ekkert að stressa sig á smámunum.
Mér er mjög minnisstæð ferð sem við fórum upp að Lækjarbotnum með rútu. Ketill lét okkur labba yfir fjall þar sem við fundum skála sem við gistum í og hann sagði okkur svo mergjaðar draugasögur að enginn svaf heilan svefn lengi á eftir. Hann lék öll hljóð og vindurinn gnauðaði. Við kúrðum okkur saman í einni kös í gamaldags svefnpokum með kakó í hitabrúsa.
Daginn eftir sendi hann okkur í hina ýmsu leiðangra og við lékum í bíómynd þar sem við vorum krakkar sem voru að koma úr skólaferðalagi með flugvél sem brotlenti. Við fundum hálfhruninn skála með kojum í og lékum slasaða og ruglaða ferðamenn. Ötuðum okkur drullu fyrir blóð. Hituðum vatn í niðursuðudós yfir opnum eldi og vorum í því sem í dag myndi kallast Surfival leikur. Þetta tók Ketill allt uppá 8 mm kvikmyndavél og sýndi á æskulýðsþingi á norðurlöndunum.
Eða þannig er minningin um frjálsa leiki og hvatningu. Ketill tók líka mikið að slide myndum af okkur og sýndi okkur svo. Við höfðum mjög gaman af þessu.
Mörgum mörgum árum seinna rúmlega 20 líklega hitti ég Ketil aftur, eða hann fann mig þar sem ég var að vinna í Prentsmiðju Árna Vald. Hann kom og var að láta prenta eitthvað fyrir sig og heyrði hláturinn í mér bak við þil og þekkti hann aftur. Mikið þótti mér vænt um það. Hann kvaðst hafa glatað myndinni góðu.
Æ það er svo gott að eiga góðar minningar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2008 | 08:59
Sorglegt ferli - góðar minningar
Mér finnst það sorglegt að borgin hafi selt þetta gamla virðulega hús. Í því á ég margar góðar minningar sem barn. Þar var ég í æskulýðsklúbb sem Ketill Larssen sá um. Við vorum að leika okkur í leiklist, ferðalögum, stuttmyndum sem voru teknar upp á slide :-) ofl. ofl. Hrikalega gaman. Verst er að ég flutti svo norður í nokkur ár og tapaði tengslunum við alla góðu vini mína í klúbbnum.
Um lóðina já það er mikill missir af henni fyrir borgarbúa. En þegar húsið var selt átti það að vera lýðnum ljóst að lóð fylgdi með. Það er td. ómöguleg að koma bílum að þessu húsi. Vona að það náist sátt um að við borgarbúar fáum að njóta parts af garðinum.
Ég frétti í gær að Ketill væri með myndlistarsýningu í Ráðhúsinu. Allir að kíkja á þann merka mann.
Hallargarðurinn falur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2008 | 00:58
Ábyrgðarleysi fjölmiðla !!!
Nú er svo komið að prentmiðlar landsins birta ekki fréttatilkynningar. Eru allir löngu hættir að senda gagnrýnendur vegna sýninga áhugaleikhúsa. Mér finnst þetta mikið ábyrgðarleysi fjórða valdsins. Sem er hægt og sígandi að murka lífið úr menningunni sem sprottin er upp í grasrótinni. mbl.is birti heldur ekki fréttatilkynningar frá okkur. En visir.is gerði það og kom að auki með umfjöllun. Og er eini fjölmiðlamiðillinn sem stóð sig þegar við frumsýndum Gaukshreiðrið hjá Halaleikhópnum 9. febrúar sl.
Við fengum fréttatilkynninguna birta á leikhus.is, leiklist.is, sjalfsbjorg.is, gedhjalp.is og visir.is og eiga þau öll þakkir skilið. En mér finnst skömm að því hvernig prentmiðlar landsins geta hagað sér. Hvernig í ósköpunum eiga áhugaleikhúsin um land allt að lifa ef þau fá ekki umfjöllun. Þarf virkilega alltaf að vera nauðgun, ofbeldi eða skandall til að ná inn á síður blaðanna?
Í áhugaleikfélögum um land allt er mikil gróska og mikil vinna sem öll er unnin í sjálfboðavinnu. Mikið og gefandi starf sem hefur hjálpað mörgum einstaklingum til að auka sjálfstraust sitt og vaxa og dafna. Öll eru þessi félög rekin á styrkjum sem félagar leita dyrum og dyngjum að eins og maurar á mauraþúfu og svo ómældri sjálfboðavinnu. Þessi félög halda uppi mikilli menningarstarfsemi sem er mikils virði fyrir hvert sveitarfélag. Mörg hver styðja þau dyggilega við leiklistina líka. Í höfuðborginni er þetta snúnara þar sem margir eru um hituna.
Mitt leikfélag Halaleikhópurinn hefur lyft grettistaki í að brjóta niður fordóma. Á leiksviði okkar mætast fatlaðir sem ófatlaðir og vinna saman sem einn maður. Þar er rekin félagsmiðstöð árið um kring. Síðast liðin 15 ár höfum við sett um að minnsta kosti eina stóra sýningu á hverju ári, sýningu sem er margra vikna og mánaða vinna að baki. Þar koma inn ólíkir einstaklingar og hæfni hvers og eins fær að njóta sín. Við höfum verið með leiklistarnámskeið á hverju ári þar sem aðgengi hreyfihamlaðra að leiklistarskólum okkar hefur ekki verið viðunandi. Auk þess erum við með ýmsar uppákomur og margvísleg starfsemi á rætur sínar að rekja í frjótt starf leikhópsins.
Á árum áður fengum við alltaf birtar fréttatilkynningar þegar við hófum æfingar, réðum leikstóra, frumsýndum og oftast á miðju leiktímabili líka. Auk þess að fá gagnrýnendur í heimsókn sem fjölluðu um sýningar okkar í blöðunum. Nú er öldin önnur og vonlaust að komast inn í fjölmiðlana nema kaupa sig inn og því höfum við alls ekki efni á. Ég veit að margir bíða eftir að sjá gagnrýni áður en þeir koma á sýningar. Enda hafa þær alltaf verið góð auglýsing fyrir okkur.
Ekki það að ég sé að kvarta yfir aðsókn. Hún er búin að vera góð á þeim fimm sýningum sem þegar hafa verið. En er bara örg út í prentmiðlana og mbl.is. ´
Meira um Halaleikhópinn og Gaukshreiðrið HÉR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.2.2008 | 12:34
Tómur haus
Loksins loksins kom smá hvíld. Ég tek hana svo bókstaflega að heilinn í mér er farinn í frí, veit ekki hvert. Man ekkert stundinni lengur og kem engu í verk að bunkunum sem ég hef ýtt á undan mér síðustu mánuði. Hengslast við að gera sem allra minnst, kroppa í verk en klára lítið.
Heilaverkfall í gangi og bara notarlegt. Hef góða bók að lesa og er alsæl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)