Er helgin vandamál ?

Gaukshreiðrið

Ef svo er er þá ekki málið að skella sér í leikhús hjá Halaleikhópnum og sjá Gaukshreiðrið í Hátúni 12. Tvær sýningar um helgina: laugardag kl. 20.00 og sunnudag kl. 17.00. Miðaverð 1500 kr. og afslættir fyrir börn og hópa. Nánari upplýsingar á www.halaleikhopurinn.is

Já já bara fullt af plöggi, en svona er lífið þessa dagana.

Í dag átti að vera fyrsti frídagurinn minn á árinu. Ekki gekk það alveg upp. Fór í útréttingar með mínum heittelskaða. Fylltum á ísskápinn ofl., fórum í bankann og sitt lítið af hverju, þvoði þvott og annað húsmóðurstöff. En fríið kláraðist uppúr 4 var kölluð út í vinnu í leikhúsinu vegna óvæntra atburða sem gengið var í að leysa. Kom heim að verða 9, þreytt og svöng. Þá hafði minn elskulegi eiginmaður eldað handa mér dýrindis steik og vinur okkar sat í kaffispjalli svo úr þessu öllu rættist.

Annars var það stór Halafélagi sem bjargaði deginum fyrir okkur og á mikinn heiður skilinn fyrir fórnfúst starf, veit að hann vill ekki að ég skrifi um það hér svo ég segi bara takk frændi.

Á frí fram undir 16.30 á morgun, dóttirin ætlar að mæta á svæðið með prinsessuna sem var að brillera enn einu sinni í skólanum. Hlakka mikið til. Nú og svo tvær sýningar með þessum frábæra hóp sem ég þreytist seint á að hæla. Gefandi og skemmtilegt starf með fullt að eðalkarakterum og gæðablóðum.

 

 


Spennufall og þreyta

Jæja loksins smá pása þó ekki nema í þrjá tíma. Síðastu vikur eru búnar að vera eins og einn samfelldur rússibani. Vorum fyrir viku með Hjólastólasveitina á Hafnarhúsinu á Vetrarhátíð í tengslum við List án landamæra. Þar brilleruð þau fyrir stöppuðu húsi og eru komin með aðdáandahóp. Já það lítla verkefni er að vinda uppá sig og er bara tómt stuð. Nú er verið að huga að næstu skrefum og leita að fjármagni til að láta draumana rætast.

Á laugardaginn frumsýndum við svo Gaukshreiðrið hjá Halaleikhópnum og önnur sýning var í gær. Það er búið að ganga stórkostlega líka og viðbrögð áhorfenda frábær. Endilega ekki missa af þeirri sýningu. Sýningarplanið og allar upplýsingar er að finna á www.halaleikhopurinn.is. Að sjálfsögðu var vel heppnað frumsýningarpartý á eftir fram eftir morgni. Mikið stuð og gaman.

Mikið er líka búið að vera að gera í nefndarstörfum, skil ekki hvernig ég álpaðist í allar þessar stjórnir og nefndir sem allar þurfa helst að hittast og gera stóra hluti á sama tíma.

En þetta er líf mitt í hnotskurn þessa dagana. Og viðurkenni að ég er orðin langþreytt og búin að setja mér það markmið fyrir næstu viku að hvíld sé í forgang fram yfir allt annað.


Ekki missa af þessu

Gaukshreiðrið auglýsing


Vin 15 ára, til hamingju Reykvíkingar að hafa þá perlu í miðbænum o.fl.

Hvað er Vin fyrir mig:


Fyrst og fremst stórt kærleiksríkt menningarheimili. Þar sem vinir mætast á jafningjagrunni og eiga saman góðar stundir. Þar sem fólk er hvatt áfram á jákvæðan hátt.

 

Fyrir mér hefur Vin verið lífsspursmál í rúm 14 ár. Þar sem ég hef komið reglulega og ávallt fengið að blómstra, fengið verðug verkefni og bæði fengið að þiggja og gefa. Þar hafa hæfileikar mínir verið metnir að verðleikum og ég fengið tækifæri til að byggja mig upp smátt og smátt.

 

Í Vin hef ég eignast góða vini sem hafa aukið á lífsgæði mín verulega. Með þeim hef ég ferðast vítt og breitt um heiminn, ferðalög sem annars hefðu ekki verið farin. Þar hef ég fengið tækifæri til að afla mér víðtækrar þekkingar ekki síst á geðheilbrigðismálum.

Í Vin er ávallt opinn faðmur og kærleikur hvort sem hornin á manni snúa inn eða út. Þökk sé Rauða Kross Íslands  

Já en að öðru giggið í Hafnarhúsinu gekk mjög vel hjá okkur í Hjólastólasveitinni, grófleg talning heldur að það hafi verið um 170 manns sem mættu. Þrátt fyrir stórhríð og ófærð.

 Uppistandararnir stóðu sig mjög vel og ekki síður Ágústa og Addi sem var svo vænn að lýsa fyrir okkur. Held ég hafi ekkert klikkað og er glöð með það. Þá tóku strákarnir Andri, Gunni og Halldór upp giggið svo heimildirnar í myndina eru farnar að safnast saman. Margir komu og þökkuðu okkur fyrir og lýstu ánægju sinni. Það gladdi okkur. 

Annað mál var með Hundinn í óskilum sem við vorum svo spennt að sjá og heyra i. Þeir komust ekki suður vegna óveðursins. Við verðum bara að troða upp með þeim seinna. Kannski þurfum við að fara norður til þeirra hver veit. Ágústa er svo einbeitt að vinna að hringferð um landið. Veit nokkur um góða sponsora? 

Í kvöld verður svo Generalprufa og á morgun frumsýning á Gaukshreiðrinu svo annirnar eru enn í hámarki en öll mál eru að leysast. Búnir að koma tveir sérfræðingar frá London til að kenna á fínu græjurnar sem verið var að kaupa. Leikararnir standa sig allir sem einn með mikilli prýði svo það er ekki mikið stress í þeirri deild þetta árið.  

Byrjað er að selja inn á Gaukshreiðrið á midi@halaleikhopurinn.is og í síma 5529188 Sýningartíma er að finna á vef Halaleikhópsins www.halaleikhopurinn.is svo og allar upplýsingar um Gaukshreiðrið og Halaleikhópinn og verk hans sl. 15 ár. Þau eru sem sagt nánast jafnaldrar Halinn og Vin. Er það nema von maður hafi tekið ástfóstri við þessa staði.


Fatlað uppistand og tónlistargrín á VETRARHÁTÍÐ ekki missa af þessu

hjolastolasveitin%20texti


one of those days

og stuna dagurinn i gær var hræðilegur lengi framanaf og nóttin líka.

Allt gekk einhvern veginn ekki upp nema æfingin um kvöldið. En vonandi er fall fararheill og allt rúllar hér eftir í vikunni.

Tengdasonurinn var fluttur í sjúkrabíl á slysó vegna svo slæmra verkja að hann gat enga björg sér veitt. Reyndist vera afskaplega slæmt þursabit og er nú uppdópaður að ná þessu úr sér.

Prinsessan var fyrir barðinu á hrekkjusvínum og kom marin og blá heim á föstudaginn og er nú skólinn tómur kvíði. Verið að vinna kröftuglega í því.

Var lúin þegar ég fór að sofa kl. 4 í nótt.

 En er nú að hrista upp í þessu öllu á jákvæðan hátt og sting hausnum uppí rokið


Klikkuð og hef gaman af því.....

Já hvað gerir maður þegar maður hefur of mikið að gera á sömu stundinni, jú fer að blogga þar sem ekki er sjéns á að hugsa á hvaða verki eigi að byrja. Klikkun já sammála.

Búin að vera í símanum, msn, tölvusambandi og talandi við eiginmanninn, dótturina, báða leikstjórana, hönnuðinn, stjórnarmeðlim og örugglega fleiri allt síðustu tvo tímana. Mörg aðkallandi verk sem þarf að svara og ýmislegt sem þarf að hugsa og fara yfir er orðin svo rugluð að ég veit ekkert hvað á að gera næst.

Sunnudagur til sælu jú sæla dagsins fólst í því að við hjónakornin gátum stolið þrem tímum að mestu frá leiklistinni og eldað þessa fínu pörusteik og boðið börnunum og viðhengjum í mat. Þurfi reyndar að svara símanum nokkrum sinnum en dásamlegt samt.

Sé fram á að allt gangi upp og að viku liðinni verði ég í spennufalli eftir tvær frumsýningar.

Elska ykkur öll ekki taka mig ykkur til fyrirmyndar þetta er bráðóhollt þó skemmtilegt sé :-)


einmitt

Hjúkk hvað tíminn líður hratt 2 feb. 2008...... Vá

Dagurinn í dag fór í ýmislegt Halastúss fyrripartinn og Hjólastólasveitarfund og æfingu seinnipartinn. Smá öl í kvöld og fabúlerað með leikstjóranum. Hrikalega er gaman að vera til þessa dagana þó sé ég óveðursský á lofti úr austri. En það leysist eins og annað.

Búin með sögu úkraníska traktorsins :-) Hrikalega flott nafn á bók.

Smá Photoshop og svo kennsla gegnum msn þar sem mín ástkæra dóttir kenndi mér það sem ég þarf svo að kenna næsta.

Fengum hrikalega flotta grafík fyrir Hjólastólasveitina í kvöld, hlakka til að sýna ykkur hana. Vonandi um helgina.


Og allir halda sjó

Í kvöld var æfing að venju og vitir menn þeir sem voru veikir eru allir komnir nema einn, hún er á batavegi. Einn var reyndar að veikjast en ætlar að liggja í rúminu á morgun og ná því úr sér. Nú er vika í frumsýningu Hjólastólasveitarinnar og rúm vika í frumsýningu Gaukshreiðursins. Allt er að skríða saman og ég bara bjartsýn á að endaspretturinn verði heillaríkur.

Sit grimmt við vefsmíðar milli æfinga og prinsessan var í gær búin með Harry Potter 3. Það er meiri en ein á dag síðan lestraráætlunin mikla fór í gang. Móðir hennar lýsir þessu skemmtilega hér 


Gölnu Gaukarnir

Skemmtilegt orðatiltæki sem annar leikstjórinn minn lét út úr sér. Skemmtilegt að vinna með svona frjóu fólki.

Það er svo sannarlega allt galið hjá Gaukunum en það vissi hún ekki þegar þetta kom frá henni. Einn fór af æfingu í gær í sjúkrabíl, annar er kominn í einangrun á sjúkrahúsi vegna sýkingar, tveir liggja með hita og flensu heima og ein með gubbupest. Snargeggjað lið í þessu Gaukshreiðri og mikið um að vera púlsinn á fullu á öllum póstum.

Er þó bjartsýn um að allt gangi þetta nú upp í næstu viku og eitt get ég lofað ykkur að þetta verður góð sýning. Og hin með Fjórum stólum og Hundi í óskilum verður ekki síðri. Ætli ég verði svo ekki bara lögð inn eftir þetta allt saman.......

Fylgjast svo með þegar plöggin fara að dynja yfir svo þið missið ekki af neinu

Æ já með bannerinn má ekkert vera að því að laga þetta vill ekki virka í réttri stærð.....

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband