6.1.2008 | 19:41
Áskorun
Ég er ein af þeim sem elska jólaljósin og finnst þau skipta sköpum um hvernig maður upplifir skammdegið hér á norðurhjara veraldar. Nú er kominn þrettándinn og þá taka margir niður jólaskrautið. Mig langar til að skora á ykkur lesendur góðir, að leyfa jólaljósunum að lifa lengur, allavega út janúar. Bara svona til að stytta þetta myrkra tímabil hér á Íslandi.
Annars bara allt gott að frétta hér. Yndisleg jól og enn yndislegri áramót, mikil hvíld og fjölskyldusamvera. Hef ekki nennt að blogga mikið þar sem ég er enn ekki komin með mína tölvu í lag. Æfingar á Gaukshreiðrinu eru komnar á fullt skrið aftur og félagsmálin öll komin á fullt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.12.2007 | 14:56
Gleðilegt ár
Ég vil óska öllum fjölskyldu, vinum og bloggvinum Gleðilegs árs og friðar og þakka innilega fyrir frábært ár. Og góð kynni af fjölda fólks.
Megi nýja árið færa ykkur frið og farsæld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.12.2007 | 01:01
Óskar Örn, Hannes og Pálmi Þór til hamingju með afmælið
Óskar Örn varð 13 ára í gær og bauð okkur í heljarinnar afmælisveislu. Hér er mynd af honum í jólaboðinu á jóladag. Aðeins orðinn þreyttur á tilstandinu.
Hannes mágur á svo afmæli í dag, hér sést hann lengst til hægri í karookeeinu í jólaboðinu. Frá vinstri Dabbi pabbi Óskars Arnar, Steini mágur, Prisilla kona Hannesar og afmælisbarnið. Tara vill endilega fá að taka þátt.
Ég á því miður enga stafræna mynd af Pálma Þór en bæti vonandi úr því fljótlega. Hann er mér afar hjartkær þó ekki hafi ég verið í miklu sambandi við hann sl. 30 ár en þar áður vorum við mjög náin eða öll hans fyrstu ár. Þar sem ég var barnfóstran hans og hann meira að segja svaf inni hjá mér einn veturinn.
Til hamingju með afmælið allir saman strákar mínir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2007 | 00:37
Styðjum Hjálparsveitirnar
Einmitt enn eitt tilefnið sem minnir okkur á að kaupa bara flugelda hjá þeim. Alltaf boðnir og búnir til að stökkva uppúr rúmunum sínum og púla í sjálfboðavinnu um miðja nótt í brjáluðu veðri.
Munið svo ef veður lægir og þið farið að eiga við flugelda að vera í lopapeysunum og ullarvettlingunum með hlífðargleraugu. Ekkert nælon og gerviefnadrasl nálægt flugeldum og stjörnuljósum.
Samhæfingarstöðin virkjuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2007 | 12:52
Hver kemur og bjargar manni?
Já tek undir orð fjölmargra bloggvina minna. Þið sem ætlið að kaupa flugelda endilega kaupið þá hjá Hjálparsveitunum. Þetta er þeirra eina stóra fjáröflunarleið. Allan hringinn um Ísland eru starfandi björgunarsveitir af ýmsu tagi sem vinna alla sína vinnu í sjálfboðavinnu. Standa vaktina 24 stundir á dag alla daga ársins. Og hlaupa frá öllu, fjölskyldu, vinnu og hverju sem er til að koma okkur til bjargar ef á þarf að halda.
Ég er raunar þeirrar skoðunar að þeir eigi að fá einkaleyfi á flugeldasölu þar sem þessi starfsemi þeirra er svo mikilvæg í okkar þjóðfélagi. Og einstök í öllum heiminum. Stórviðrin síðustu daga ættu að vera okkur enn í fersku minni þar sem ótal björgunarmenn komu til starfa. Þegar náttúruhamfarir verða, stórslys, sjóslys, fólk týnist eða eitthvað fer úrskeiðis eru þessir menn komnir með rétta búnaðinn á knowinu.
Þar sem löggæslan í landinu er undirmönnuð og við virðumst ekki hafa efni á að fjármagna hana betur, sem er hlutur sem ég skil alls ekki. Þá held ég að enn mikilvægara sé að styðja hressilega við sveitirnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.12.2007 | 22:24
rólegheit og meiri rólegheit
Hef ekki í annan tíma upplifað meiri rólegheit en hafa verið þessa jóladaga. Hér var allt með hefðbundnu sniði á aðfangadag, Palli og Frosti í mat hjá okkur og svo farið til Blikabúa um kvöldið. Á jóladag var svo hefðbundið jólaboð í tengdafjölskyldunni með snjóstormi og tilheyrandi. Þetta var allt indislegt, góður matur, gott fólk og kósýheit.
Þess utan höfum við lufsast hér um á náttfötunum langt fram eftir degi og ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Tölvan mín neitar að koma úr jólafríi svo ekki hefur verið hangið í tölvuverkefnum þó aðeins hafi nú verið kíkt á netið í bóndans vél. Fór og fjárfesti í nýjum prentara í dag til að reyna að lokka tölvuna heim, án árangurs ennþá.
Á morgun verður jólaboð hjá Palla þar sem mín fjölskylda hittist þe. þeir sem enn eru ekki flúnir land. Hlakka til. Annars stefnir í róleg áramót og letilíf til 3. jan. en þá verður hafist handa við Gaukshreiðrið á fullu aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2007 | 23:16
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Vona að þið hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.
Ég á ekki von á því að ég bloggi mikið á næstunni þar sem tölvan mín ákvað að taka sér jólafrí. Og samkvæmt nýjustu fréttum úr herbúðum tölvugúrúa þá lítur það illa út......
Ég reyni að láta það ekki á mig fá en er með mikil fráhvörf. Þó hef ég aðgang að tvemur öðrum tölvum, það er bara ekki það sama og öll fínu forritin mín ekki í þeim.
Jæja en annars er bara allt gott að frétta héðan, heilsan á uppleið, jólainnkaupunum að mestu lokið nema grænmeti og ferskvara. Jólatréð eiginlega komið upp. Næsta skref er að pakka inn pökkunum sem við hjónakornin höfum verið að draga heim síðustu dagana.
Bara eftir að taka til og þrífa því heimilishjálpin er komin í frí fram yfir áramót, þar sem minn dagur hjá þeim er mánudagu. En það reddast allt saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.12.2007 | 23:10
Stungin af til Akureyrar í fylgd með frægum
Já veðrið er farið að pirra mig. Eins og ég elska karakterinn í íslenska veðrinu. Ætla að henda mér norður yfir heiðar á morgun í eins og sólahring. Það fór sem sagt ekki svo að þetta yrði fyrsta árið í lífi mínu sem ég kem ekki til Akureyrar, öll él birtir um síðir og tækifærin detta í hendurnar á manni stundum. Ekki það að heilsan leyfi þetta neitt en what a hell !!! Ég ætla að taka völdin aftur þó ég sé að drepast, dey þá sæl. Og einhver annar eldar á aðfangadagskvöld.......
Minn heittelskaði sló svo í gegn í Þjóðminjasafninu á fimmtudaginn ásamt Hjólastólasveitinni að þau voru pöntuð norður á Lokahátíð Evrópuárs jafnra tækifæra. Munu þar skemmta í 5 - 7 skólum. Duglegir strákarnir, já þeir skilja kvenhelming Hjólastólasveitarinnar eftir heima í þetta sinn. En taka okkur Ágústu með í staðinn :-) Ég fæ að vera hljóðmaður er orðinn svaka tæknigúró, vonandi klúðra ég þessu ekki algerlega.
Bjögga mín kæra vinkona úr Vin er svo hugulsöm að hún er búin að taka að sér sölumennsku á skartinu mínu. Ég hef ekki haft neina orku í það ekki einu sinni sett inn myndir af því nýjasta. En tek samt enn við pöntunum fyrir jól. Það nýjasta í bransanum eru sett með íslensku slípuðu hraungrýti. Mjög fallegt. Takk Bjögga mín sú hefur nú aldeilis reynst mér vel gegnum tíðina.
Takk fyrir alla samúðina og hlýhuginn, veit að ég á marga góða að og hef símanúmerin. Þetta mun allt takast, maður dregur bara úr kröfunum. Og kveikir á fleiri kertum og góðri músík. Örugglega verður þá allt til þegar útvarpsmessan hefst kl. 6 á aðfangadag. Elska ykkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.12.2007 | 23:25
Skrifkrampi
Ég er búin að vera dugleg í dag og sinna útréttingum af ýmsu tagi. Ekki tókst mér að draga fjölskylduna með svo maður er meira og minna einn í þessu. En aðalafrek dagsins var að klára að skrifa rúmlega 60 jólakort og koma frímerkjum á. Sökum verkjastatus voru engin handgerð kort þetta árið en yfirleitt hef ég föndrað meginþorra kortanna og haft gaman af.
Meðan ég var í burtu kom víst slökkviliðið í heimsókn !!! Nei nei það var ekki að brenna þeir voru bara að taka út gallaða brunakerfið sem er víst alveg að verða fullkomið og að kynna útgönguleiðir í neyðarástandi. Skildu eftir heilmikla teikningu af flóttaleiðum. Með þeim tilmælum að hún sé hengd upp á góðan stað þar sem allir sjá hana. Gott mál en mér finnst það nú ekki passa á heimili, hélt ég byggi ekki á stofnun þó ég leigði hjá ÖBÍ. Held ég hengi hana bara innan á fataskápshurðina eftir að ég tryggi að allir fjölskyldumeðlimir skoði hana.
Afmæli hjá Palla klikkaði ekki fullt af góðum kökum, fullt af brauðréttum nammi namm jú og fullt af skemmtilegu fólki og jólaskrauti. Palli var að fá snjóvélina sína af e-bay og var víst að prufa hana í gærkvöldi með undarlegum árangri. Það verður gaman að fylgjast með þessu ævintýri. Veit einhver um annan jólastrák sem er með snjóvél inní stofu til að fá snjóvél á jólatréð sitt ?
Er enn að velkjast í vafa um hvað ég hef í matinn á aðfangadag. Bara veit að það verður að vera auðvelt í matreiðslu ef ske kynni að verkirnir vildu taka þátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2007 | 07:05
Til hamingju með afmælið Palli minn
Palli bróðir á afmæli í dag. Desember var alltaf mikill afmælismánuður þegar ég var barn. Sigrún Jóna, Pabbi og Palli öll með tveggja daga millibili. Nú er pabbi dáinn, Sigrún Jóna í Danmörk og þó enn von um hátíðarhöld hjá Palla sem notar ávallt tækifærið og skreytir hrikalega mikið. Tapar sér í jólaskrauti og ljósum. Hlakka til að sjá útfærsluna í ár. Skilst hann hafi verið að panta á netinu eitthvað geggjað jólaskraut........
Til hamingju með daginn Palli minn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)