Bömmer, alveg ráðþrota

Dóttirin vakti mig snemma í morgun og sendi mig í björgunarleiðangur uppí Breiðholt til að bjarga prinsessunni frá því að vera einmana þar sem búið var að banna henni að fara í skólann. Sú stutta er nú ekkert hrifin af þessu, vill fara í skólann. Jæja en hún fær nú ekki að ráða núna allir ættliðir sammála um það í báðum fjölskyldum ;-)

Við erum búnar að taka það rólega hér, föndra smá, baka smá og tala heilmikið. Haldiði að það komi bara ekki uppúr kafinu að sú stutta TRÚIR ekki lengur á jólasveinana !!! Sama hvaða rök ég færi henni verður ekki snúið. Ég er búin að reyna að sannfæra hana á ýmsan máta án árangurs. Samt setur hún skóinn í gluggann og segir að það fari eftir pabba sínum hvort hún fái eitthvað í hann eða ekki. Og ekki nóg með það þá segir hún að mamma sín fái í skóinn líka !!! Veit ekki hvað er að gerast í Blikahólunum. Ég sem trúi enn á jólasveinana. Veit samt að flestir þeir sem við sjáum eru  því miður lélegar eftirlíkingar.

Tengdasonurinn sem er ekkert fyrir jólastúss gefur sem sagt þeim mæðgum í skóinn ef trúa skal prinsessunni. Botna ekkert í þessu.


Slegin út

Síðustu daga hafa verið heilt helvíti og út tók í nótt og dag. Ég er búin að vera með hrikalega verki í hægri síðunni. Vefjagigtin hefur sest það að, af fullum þunga. Hélt ég myndi ekki lifa nóttina af. Hef ekki verið svona slæm lengi og því sein að grípa í sterkustu lyfin. Alltaf að vona að þessu linni.

Ég tók þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að ég ætlaði að stjórna mínu lífi sjálf EKKI verkirnir. Mér hefur tekist það allvel oftast nær. Bara bitið á jaxlinn og haldið mínu striki í því sem ég hef verið að gera. Eftir nóttina í nótt fór ég aftur í rúmið og reyndi að haga mér eins og flestir gera þegar þeir eru veikir. Mínum heittelskaða brá við og kom og tékkaði undrandi á kellu. En ekki tókst mér nú að liggja fyrir verkjum. Tók allar slökunaræfingar sem ég kann og hugleiðslu og helling af pillum, ekkert gekk.  Fór þá á stjá og hengslaðist um íbúðina. Stebba vinkona kom seinnipartinn og þá gat ég gleymt mér aðeins (eða að pillurnar virkuðu loks) Fór svo á æfingu með Hjólastólasveitinni. Kom heim kvalin. Reyndi að horfa á sjónvarpið með hitapoka en athyglin öll á háværum verkjunum.

Verst að verkirnir eru svo miklir að ég get alls ekki gert það sem ég ætla mér eins og oftast áður. Arg............. þoli þetta ekki.

Ætla að skoða lyfjaskápinn vel að innan fyrir nóttina. Hitti svo sjúkraþjálfann aftur á morgun, verst að ég held að engin töfraráð dugi núna.


Ég elska karakterinn í veðrinu á Íslandi

Úti næðir óveðrið og ég sit hér við tölvuna og dilla mér af skemmtun. Ekki það að ég hafi gaman af fjúkandi þökum og slysum á fólki. Nei langt því frá. En ég elska þennan karaker í veðrinu hér á Íslandi þar sem allt fer af stað. Vindstyrkurinn verður hærri og hærri og vatnið gusast í allar áttir. Rigningin er þversum og stundum uppí loft líka. Allt annað en þetta karakterslausa veður sem ríkir víða annars staðar í heiminum. Ekki finnst mér verra að það skuli skjálfa hressilega uppá hálendi líka. Fylgist grannt með vedur.is og þessu fínu kortum sem nýjasti bloggvinur minn hefur verið að dunda sér við hann Kjartan Pétur Endilega kíkið á þau. Áhugaverðar pælingar í gangi.

Heklan mín á alltaf mjög erfitt með að finna á sig jólaföt. Kröfuhörð stúlkan sú og með sérlundaðan fatasmekk eins og ég og mamma hennar. Þær voru búnar að fara í nokkra leiðangra án árangurs svo þær ræstu stórskotasveitina út, eins og þær kalla mig !!! Í Smárann var haldið eftir kvöldmat og farið búð úr búð. Jú þetta er orðið ansi flókið þegar maður er 10 ára. Hún vildi kjól helst mjög fínan. Ekki málið, en í barnafatadeildunum voru allir kjólar of litlir, barnalegir eða hreinlega ljótir. Ekki flott tíska í gangi núna. Sérverslanir með barnaföt eru bara með föt upp í 140. Mín þarf að minnsta kosti 164 ef ekki stærra. Hefur lengst óhuggulega í haust. Þá var farið í búðir fyrir ungar konur..... Þar pössuðu kjólarnir nema ..... það er gert ráð fyrir stórum brjóstum í þá flesta og þeir eru yfirleitt mjög flegnir ef ekki að framan þá aftan.  Við sáum flott pils í einni búð og flottan jakka í annari en málið var að það passaði bara ekki saman. Eftir miklar pælingar fundum við gullkjól í Topshop sem við urðum allar ásáttar með. Og leggings í Hagkaup, þá vantar bara ermar..... En vitum af þeim í hinu Mollinu. Nálgumst þær bara seinna.

Veðrið var bilað þegar ég keyrði þær heim um 9 leitið, mér leist nú ekkert á það á köflum en allt hafðist stórslysalaust. Svínaði víst samt fyrir bíl á Reykjanesbrautinni sá hann bara ekki og bið hann hér með afsökunar. Það skemmtileg við þetta var að í fyrra þá var líka óveður einn dag í des. og þá fórum við líka í Smárann í sömu erindagjörðum :-) Ekki það að við hlustum ekki á veðurspár við erum bara soldið fyrir að taka áhættu og versla á kvöldin þegar rólegt er í mollunum.


Til hamingju með afmælið stóra systir

57%20Stebbi%20Sigr%C3%BAn%20J%C3%B3na%20%26%20%C3%81sa%2001

Sigrún Jóna stóra systir mín á afmæli í dag. Til hamingju elsku systir. Hér er elsta myndin sem ég á af henni með mér og Stebba bróður. Hér horfi ég á hana með furðusvip líklega um jólin eða á afmælinu hennar 1957

051100Malaga_Koben%20146

Þetta er svo nýjasta myndin sem ég á af henni, tekin í Tívolíinu í Kaupmannahöfn en þar eyddum við degi saman 11. nóv. 2005. Þegar ég kom við í Danmörk á leið frá Malaga.

051100Malaga_Koben%20148

Gaman væri nú að hitta hana aftur fljótlega en hún hefur verið búsett í Danmörk síðan hún flaug úr hreiðrinu.


Sorglegt en satt og ekkert einsdæmi

 

Þetta er mjög sorglegt og því miður ekkert einsdæmi. Það að fá íbúð hjá Brynju, sem er húsfélag ÖBÍ, er ekki nein trygging fyrir öðru en húsnæði sem er tiltölulega öruggt. Ef þú hagar þér skikkanlega og borgar leiguna.

Það er engin þjónusta innifalin, þó í sumum sé ennþá húsvörður en hann fylgist bara með göngum ekki íbúunum sjálfum.

Í þeirri öryrkjablokk sem ég bý í er ekki húsvörður og formaður Hússjóðs Brynju, Helgi Hjörvar fullyrti það  hér fyrir rúmu ári að það tíðkaðist ekki nútil dags að hafa húsverði og við það situr. Þrátt fyrir andmæli íbúanna sem fannst mikið öryggi af því að hafa húsvörð sem þó var bara í dagvinnu en bjó þó í húsinu. Ekki er neitt öryggiskerfi í húsinu af neinu tagi nema brunakerfi sem þó er ekki ekki fullkomið þó verið sé að vinna að endurbótum á því.

Sú þjónusta sem fólk getur fengið SÆKI ÞAÐ UM ÞAÐ SJÁLFT er á vegum félagsþjónustunnar annars vegar og heimahjúkrunar hinsvegar. Punktur basta. Já og nota bene fyrir hana þarf að greiða í langflestum tilvikum, sem stundum er til þess að fólk treystir sér ekki að sækja um. Auk þess eru svo miklar mannabreytingar í starfsliði félagsþjónustunnar og oft starfsfólk sem er ekki altalandi á íslensku. Þetta er bara þröskuldur sem allt of margir sem eru veikir fyrir treysta sér ekki í.

Ég veit það sjálf að það er gott að fá félagsþjónustuna til að aðstoða við það sem maður getur ekki sjálfur, en á móti er mjög erfitt að fá alltaf nýtt og nýtt fólk inn á heimilið sinn og rjúfa þannig friðhelgina fyrir fólki sem maður þekkir ekki neitt og veit ekkert um.

Öryrkjablokkirnar eru eins og hverjar aðrar blokkir án þjónustu. Þær stærstu og elstu eru barn síns tíma. Verið er að vinna í að laga ástandið þar með ýmsum aðgerðum sem skrifað hefur verið mikið um, þó mest af vanþekkingu þeirra sem ekki nenna að kynna sér málin. Það er miður, því alls kyns kjaftasögur fara af stað og orsaka svo öryggisleysi hjá fólki sem er oft ekki fært um að leita sér réttra upplýsinga. Skapar hjá þeim mikla sorg og eymd að óþörfu.

Í þessum íbúðum eins og öðrum, er friðhelgi einkalífsins virt, enda eru það mannréttindi. Hitt er svo annað mál félagsleg einangrun er þjóðarböl og fátækt meðal öryrkja gerir þá svo lamaða að margir eru ekki færir um að sækja þá aðstoð sem þó er í boði.

Ég sjálf hef, þegar ég hef haft heilsu til unnið í sjálfboðavinnu að ýmsum verkefnum ásamt öðru góðu fólki til að reyna að draga úr félagslegri einangrun. Í Hátúninu eru ýmis félög sem eru að vinna mjög gott starf, en á flestum póstum vantar sjálfboðaliða. Ekki er leyfilegt að fara og banka uppá hjá fólki sökum friðhelgisins. En stöðugt er unnið að því að koma upplýsingum til íbúanna um hvað er í boði í nágrenninu í þeirri von að það hjálpi fólki til að taka þau skref sem þarf.

Við hjónin ásamt vini okkar stofnuðum úrræði sem við nefndum Samveru og súpu í samvinnu við Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu 2002 sem þá var tilraunaverkefni til 2 mánaða varð 4 mánuðir og sannaði tilveru sína. Nú sér Guðrún K. Þórsdóttir djákni um þetta verkefni. Á þriðjudögum er elduð súpa og sótt brauð í Reynisbakarí sem er aðalstyrktaraðili verkefnisins. Þetta ásamt kaffi er selt á kostnaðarverði á þriðjudögum í félagsheimil Sjálfsbjargar sem leggur til salinn. Verkið er unnið af sjálfboðaliðum og en Guðrún kemur frá ÖBÍ og Laugarneskirkju. Nú verður starf hennar í þessari mynd lagt niður um áramót og er það miður. Verkefnið er því í uppnámi og því skora ég á alla sem vettlingi geta valdið að bjóða fram starfskrafta sína. Því þetta er eitt að þessum verkefnum sem er mjög gefandi en um leið hjálpar mörgum einstaklingum til að komast út úr húsi þó ekki sé nema í næsta hús. Það eru þó alltaf fyrstu skrefin.


mbl.is Var ekki vitjað í rúma viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndablogg frá 5. des.

071205%20032

Í gær fór Víðsýn í aðventuferð í Mosfellsbæ. Þar sem við m.a. huggum okkur jólatré hjá Skógræktinni til að setja upp niðrí Vin. Skemmtileg ferð, mæli með að heimskækja skóginn þar. Hér er Kristinn, Þórdís, Siggi, Daníel og ég búin að finna tré sem okkur leist á.

071205%20011

Ásgarður var heimsóttur og skoðaður. Okkur var boðið uppá kaffi og smákökur í notalegu húsnæði þeirra. Þar sem var svo góður andi. Takk fyrir okkur.

071205%20012

071205%20014

Hér er vinnustofan þar sem pússað er og ýmislegt fínlegra unnið.

071205%20017

Og smíðaverkstæðið í bröggunum. Góður andi þar líka og mikið dugnaðarfólk.

071205%20019

Jón, Rebekka og Garðar Sölvi.

071205%20021

Kirkjan að Lágafelli var skoðuð og við frædd um hana. Við fórum líka í kaffi í Mosfellsbakarí og þar var mér rækilega komið á óvart. Fékk kerti á kökuna og þennan fína afmælispakka frá Vinum mínum í Vin. Takk fyrir mig.

Fleiri myndir úr ferðinni má finna HÉR

071205%20015

Í gærkvöldi var svo æfing á Gaukshreiðrinu og framkvæmdafundur. Allt er að verða eins og á geðveikrahæli, leikararnir orðnir 20 og alls kyns leikmunir að detta inn.

071205%20018

Hér er McMurphy búinn að fara í heilageldinguna. Flestir með handritið ennþá.

071205%20014

Allt fullt af nýju fólki svo maður verður hálf ruglaður. Duglegt fólk og tóm gleði.

Fleiri myndir af æfingunni HÉR


Myndablogg frá 3. des

071203%20007

Hér er minn heittelskaði með uppistand á hátíðarhöldum vegna viðurkenninga sem ÖBÍ hélt til að veita Hvatningarverðlaun.  Táknmálstúlkur og alles :-) Sjá nánar um samkomuna hér

071203%20015

Meira að segja forsetinn hló.

071203%20016

Hér er Leifur á fullu skriði í uppistandinu.

071203%20038

Freyja Haralds var samt flottust þarna. Og fékk Hvatningarverðlaun í flokki einstaklinga fyrir áhrif sín í að breyta viðhorfi fólks til fatlaðra og fyrir að vera frumkvöðull í að koma á fót notendastýrðri þjónustu. Húrra fyrir henni.

071203%20047

Hér er formaðurinn í forgrunni. Konan í rauðu kápunni er Ágústa Skúladóttir leikstjóri sem hefur komið Hjólastólasveitinni á full skrið.

Fleiri myndir frá þessari samkomu HÉR


Myndablogg úr fjölskylduboðinu 27. nóv. sl.

071107%20003

Hópurinn að velta frá borðinu eftir mikið saltkjöts og baunaát.

071107%20010

Hekla og Sigrún Ósk alltaf sætastar

071107%20016

Guðmundur með afastrákinn sinn Gabríel alltaf í stuði

071107%20022

Sara var hálfhissa á látunum

071107%20025

Gabríel mátaði jakkann hans afa síns og var ekki feiminn við að láta mynda sig.

071107%20027

Palli var að leika sér með panarama fídusinn á myndavélinni þannig að þarna sjást þrjár hliðar á stofunni og gangurinn líka.

071107%20040

Örn, Gabríel, Frosti, Lovísa, Hekla og Sigrún liggja á meltunni.


Jólastuð

Hekla kom í dag eftir skóla til að klára aðventukransinn sem hafði verið hent út á svalir í síðustu viku. Jú í alvöru þau gerðu það Hekla og afi hennar. Meðan ég vafði kransinn með greni voru einhverjar lýs að skríða um borðið og þau gersamlega flippuðu út. Kransinn lifði af óveðrið og engar pöddur hafa sést. Settum á hann kertin og englana. Eitthvað voru slaufurnar í kössunum orðnar slappar svo ég mun fjárfesta í nýjum næstu daga. Allavega er nú komin grenilykt í húsið. Afgangurinn af greninu var klipptur niður og settur í kringum Betlehemshyskið eins og Guðmundur mágur kallar fína fjárhúsið mitt með styttunum af jólaguðspjallspersónunum. Allt orðið voða fínt.

Við ömmsur bökuðum svo tvær sortir eins og hendi væri veifað við mikinn fögnuð karlpeningsins. Já ég held bara þær verði fleiri í ár. Allt stefnir í að við mæðgur föndrum saman þó dóttirin sé með 100 þumalputta að eigin sögn. Við Hekla ættum að geta stýrt henni í rétta átt með alla þessa putta.

Á sunnudaginn fórum við og hittum alla tengdafjölskylduna í árlega smáköku og súkkulaðiboði hjá Ollu í nýja fína húsinu þeirra. Takk fyrir okkur. Þar er sko myndarskapur við baksturinn ég ætla nú ekki að reyna að keppa við hann. Lagðar voru línurnar fyrir hið árlega jólaboð á jóladag. Nú á að stokka upp, nei ekki breyta matseðlinum. En nú hefur orðið smá breyting á fjölskyldunni og með nýjum meðlimum koma nýir siðir. Mér skilst að við eigum að fara í hæfileikapróf bæði í Actionery og Karokee. Ég á kannski séns í leiklistinni en líst illa á hitt. Söngur er hæfileiki sem ég er algerlega gersneidd.

Á morgun fer ég svo í aðventuferð með Víðsýn í Mosó, ýmislegt skoðað og brallað meðal annars verður höggvið jólatré. Gaman gaman.


Alltaf sami jólahúmorinn hjá Tryggingastofnun

Desemberuppbót á tekjutryggingu = 19.206 kr

Frádráttur vegna staðgreiðslu = 19.320 kr

í minni stærðfræði gerir það = -114 kr til að eyða ekki í aukakostnað vegna jólahalds öryrkja


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband