1.12.2007 | 21:26
Stundum er maður stórskrítinn en er það nema von
Ég bý við þær skrítnu aðstæður að eiga tvær fjölskyldur en samt bara eina. Veit þetta hljómar flókið enda er það það. Ég var fimm ár hjá fósturfjölskyldu eða öll unglingsárin. Á þessum árum var ég reiður og ákafur unglingur. Skildi meira og minna við mína blóðfjölskyldu og tók mér bólfestu í annarri norður í landi. Fimm árum seinn skildi ég svo við hana og fór til baka í upprunafjölskylduna.
Ástæðurnar sem lágu að baki þessu ferli öllu eru margar og flóknar og ljóst er að ég kem sködduð frá þeim báðum, en jafnframt sterkari. Allt mitt þroskaferli var flókið og langt. Aðstæðurnar í báðum fjölskyldunum voru að mörgu leiti mjög góðar og bý ég vel að því en líka var í báðum fjölskyldunum mínum stórir vankantar sem fóru mjög illa með mig.
Mörgum árum seinna og nokkrum áföllum eyddi ég fimm árum á geðdeild til að vinna úr þessu og gera málin upp fyrir mér. Til þess að það tækist þurfti ég að loka á ákveðna hluti og velja fyrirgefninguna og lífið sjálft. Þetta gekk vel og ég tel mig heppna í dag að eiga tvær fjölskyldur og elska þær báðar út og inn, bara eins og þær eru.
Norðurfjölskylduna hef ég lítið sem ekkert samband haft við síðustu árin. Af ýmsum ástæðum. Þar til fyrir tveimur árum þegar afi minn í fósturfjölskyldunni dó og ég og önnur stúlka sem líka var í sveitinni með mér fórum í jarðaförina sem við sáum auglýsta í blöðunum. Það var tilfinningaþrungið og gott.
Síðan liðu tvö ár og nánast engin samskipti hafa verið, nú lést amman og nú var hringt í mig og mér tilkynnt það. Það þótti okkur vænt um. En það tók mig marga daga að átta mig á hvers vegna mér hefur verið svona órótt síðan. Ég er búin að vera ómöguleg á sál og líkama. Merkilegt hvernig það tengist sterkt inn á tilfinningalífið mitt. Ég hafði góðar afsakanir fyrir að fara ekki norður, en í fyrradag varð mér það ljóst að það var þetta sem lá á mér. Sumt er ekki orðið í friði í sál minni síðan á þessum árum.
Í dag fórum við báðar norður í jarðaförina og það var gott. Gott að kveðja ömmu og hitta fjölskylduna. Náði að tala við flesta og leið vel. Vonandi fer að koma ró í sál mína.
Ég vil taka það fram að ég er ekki að gagnrýna fjölskyldur mínar þær eru frábærar báðar. Af þeim lærði ég margt. Í dag er ég mjög hæfileikarík og það er þeim að þakka eins ólíkar og þær eru. Ég gat nýtt mér það besta frá báðum. Allt sem ég kann er þeim að þakka. Svo er það mitt að vinna úr mínu tilfinningalífi. Til þess hef ég öll verkfærin en síðasta vika gerði mér ljóst að ég þarf að grafa soldið meira út.
Merkilegt að geta í dag farið norður á Blönduós, verið þar heillengi og komið heim aftur á um 12 tímum. Þegar ég bjó fyrir norðan tók það allan daginn að fara suður.
Ragna Guðrún takk fyrir hjálpina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2007 | 01:55
Sonurinn á afmæli
Ingimar Atli litli strákurinn minn eins og ég kalla hann enn þó hann sé hreint ekkert lítill lengur á afmæli í dag orðinn 27 ára. Skil ekkert hvað hann eldist.
Hið ótrúlega gerðist þetta árið að ég held ég hafi ekki náð einni einustu almennilegri mynd að gripnum.
Bætt verður úr því hið bráðasta en á meðan set ég hér inn mynd á honum og systkinabörnum hans öllum samankomnum líklega rétt undir 1990. Myndinni stal ég af vef Ragnheiðar sem vonandi fyrirgefur mér. Hér eru þau frá vinstri Efst Bjarni Einar þá stjúpsonur Steina mágs, næst efst Siggi Haukur bróðir Bjarna, niður í neðstu röð frá vinstri Ingimar Atli með lokuð augun, þá Sigurður Jóhann sonur Hjálmars mágs, fyrir aftan hann Haraldur bróðir hans (sem átti afmæli í gær). Fyrir neðan hann Ragnheiður Karítas líka Hjálmarsdóttir, Þá Sigrún Ósk dóttir mín og Vilhjálmur stjúpsonur Steina mágs. Já svona var nú fjölskyldan þarna og sérlega gaman að sjá þessa gömlu mynd og rifja upp fjörið í þessum krakkalingum sem nú eru öll orðin fullorðin og vegnar vel í lífinu, hvert á sinn hátt. Til hamingju með daginn Ingimar minn og Halli til lukku með daginn í gær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.11.2007 | 23:42
jú jú enn á lífi
Bara með smá bloggleti. Er í þungum þönkum yfir hvort ég eigi að fara norður á jarðaför á laugardaginn. Líst ekkert á veðurspána og hálkuna.......
Allt er að ganga upp í Gaukshreiðrinu, ungarnir að týnast í hreiðrið hver á fætur öðrum. Mikið gaman þar í kvöld.
Í gærkvöld var ég með stjórfjölskylduna í Saltkjöti og baunum. Klikkar ekki. Æðislegt að fá tíma með þeim öllum. Vantaði bara smiðinn sísmíðandi. Set inn myndir fljótlega.
Er að rifna af stolti yfir mínum heittelskaða sem sló í gegn í dag með Hjólastólasveitinni á Kvennafundi ÖBÍ. Og verður að troða upp hjá Sjálfsbjörg á laugardaginn og í Þjóðminjasafninu á mánudag.
Jólaseríurnar rokkuðu feitt í partýinu í gær. Palli, Lovísa og Sigrún ætluðu beint heim að hengja upp seríur.....
Bjarni og Frosti eru samt ekki að fíla þetta, frekar en fyrri daginn en eru umburðarlindir og þola þetta á þessum árstíma. Palli sá einhverjar geggjaðar seríur í Köln í búð sem var lokuð og ætlar beint á netið og google þær. Hlakka til að sjá árangurinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2007 | 21:29
Jólaljósin eru komin upp í húsinu á Sléttunni :-)
Í gær drifum við Ingimar okkur í geymsluna með stóru bumbulínu og skiptum á henni og jólaskrautskössunum. Sem Prinsessunni finnast skammarlega margir og eitt enn AMMAAA datt út úr henni.
Á meðan ég straujaði jólagardínurnar setti hann grýlukertaseríuna í stofugluggann og hún skellti upp smá skrauti hér og þar um húsið og hengdi upp handklæði og viskustykki um allt. Stráksi aftur á móti harðneitaði að setja englaljósin mín gömlu góðu í stofugluggann !!! Finnst alveg kominn tími á að hvíla þau í bili.......
Jæja eftir æfingu í dag sótti ég dótturina Kjaftaskinn til að bjarga englunum upp fyrir mig. En þegar við komum heim urðum við standandi hissa. Haldiði að guttinn minn hafi ekki verið búinn að hengja upp seríur á hillusamstæðuna og bókahilluna og sitthvað fleira.
Kjaftaskurinn setti englana upp og stráksi kvartaði ekkert, held hann sé bara í jólastuði.....
Takk krakkarnir mínir hvar væri ég án ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.11.2007 | 15:08
Nú má ríkisstjórnin heldur betur hysja upp um sig buxurnar
Í dag var stund milli stríða hjá mér og ég fór að lesa loksins íslensku þýðinguna á Sáttmáli SÞ um réttindi fólks með fötlun sem Ísland skrifaði undir 30. mars sl.
Þar er margt samþykkt sem ekki er í lagi hér á landi. Nú gæti ég ritað langan pistil um það mál en sleppi ykkur við því núna alla vega. En bendi ykkur á að kynna ykkur sáttmálann HÉR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.11.2007 | 01:06
að kafna í annríki - Leikarar óskast
Ég er búin að gera heiðarlega tilraun til að kæfa sjálfa mig í annríki það sem af er vikunni. Mikið búið að vera að gera í leiklistinni og fundir í hinum ýmsu nefndum sumir mjög langir hafa poppað upp hver á fætur öðrum. En bara vinna og tómt gaman oftast.
Guðmundur mágur er búinn að vera hér heima og ég hef verið að rúnta með hann um allar trissur í alls kyns útréttingum. Bara gaman að hafa hann með sér.
Villi bróðir stendur aftur á móti í stórræðum, þar gerði stórflóð í morgun sjá nánar á blogginu hans http://www.afrikufararnir.blogspot.com/.
En aðalmálið er samt að enn vantar leikara í þrjú hlutverk í uppfærslu okkar á Gaukshreiðrinu og það eitt stórt. Sem sagt Indjánann, lækninn og sjúkraliða. Er enginn þarna úti sem langar að prufa að leika ????? með frábærum áhugaleikhóp www.halaleikhopurinn.is
Sonurinn þvoði stofugluggann í dag svo kannski fara að birtast jólaljós í Húsinu á Sléttunni bráðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2007 | 00:29
Buffoló Ása
Jæja loksins setti ég fyrstu myndirnar af mínum heittelskað Buffaló inn og mátti til með að setja á hann jólasveinahúfu. Sjá nánar um hann HÉR.
Hvernig lýst ykkur á hann?
HÉR á hann heima
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2007 | 18:56
Hvað finnst ykkur um þessa stjörnuspá fyrir mig
Sporðdreki: Þú vinnur á móti sterkum öflum - einskonar tilfinningalegri viðnámsþjálfun. Þú getur ekki annað en orðið sterkari fyrir vikið - og sigrað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2007 | 23:20
Dugnaður er löstur
það var lærdómur vikunnar......
Annars bara allt í sóma hér, mikið búið að hugsa um Gaukshreiðrið....
Enn er ekki leikaraliðið orðið fullskipað, fæðingahríðarnar strembnar þetta árið.....
Leikarar óskast
Guðmundur kominn til landsins
Engin jólaljós enn í húsinu á Sléttunni en stendur til bóta.
Sonurinn atvinnulaus, einhverjar tillögur ?
Dóttirin að fá betri vinnu :-)
Karlinn nýklipptur
Hekla svaf hjá okkur í nótt
og ég með dofa í vinstri hendinni eftir .........
og bloggleti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2007 | 23:50
Af speki og rauðum fötum
Amma þú ert agaleg sagði prinsessan í dag þegar ég var að dást að fína Húsasmiðjujólatrénu við Vesturlandsveginn, Ég er viss um að það fer að vaxa á þig hvítt skegg og hár Já sagði ég og fór að rifja upp hvað ég ætti af rauðum fötum, sem er ekki mikið en ég á þó svört Nokia stígvél innst í geymslunni...................
Allavega þá hefur mér nú enn tekist að hemja mig með að hengja upp jólaskrautið heima, (kannski af því að það þarf að þvo gluggana áður). En ég vona að sjálfboðaliði í gluggaþvotti og upphengjur á jólaseríum spretti upp heima hjá mér næstu daga. Eins og mín nánast fjölskylda veit er þetta mikil serímonía með stofugluggann allavega. Ekki fer maður nú að breyta því.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)