18.10.2007 | 15:56
2. hluti ferðasögunnar
14.45
Hringir síminn Einsi ég svara ekki en sendi honum sms og læt vita að ég sé lögð af stað til Afríku og taki ekki símann.
Síminn hringir strax aftur. Greyton calling Villi að tékka á ferðaskvísunni. Segi honum aðeins af ævintýrunum J Gott að heyra í honum. Hann segir að sér seinki á morgun ég bíð þá bara róleg.
Asíubúunum fjölgar og þau draga upp allskonar furðulegt nesti en kaupa sér appelsínusafa.
Pirraði kallinn er orðinn rólegur og dundar sér í Makkanum. Fór að tala í símann eitthvað leyndó heldur hendinni fyrir munninum á meðan J
15.05
Kíkti smá í Höfund Íslands en gat ekki einbeitt mér að lestrinum bókin lofar þó góðu.
Ætla að tölta með Bardúsu yfir í hinn endann og sjá á töfluna hvort Zonið mitt er komið upp.
15.30
Labbaði þvert yfir en varð einskis vísari.
Úbs óðu að mér vopnaðir menn Hjúkkit vildur ekkert tala við mig en eru samt að spígspora kringum mig samt. Sit hér á kaffihúsi sveitt. Smá stress gaus upp. Anda inn anda út, svo fara byssukarlarnir bara að skellihlægja, ekki veit ég af hverju en þeir eru að fjarlægjast mig.
Rambaði innar og datt þá inná biðsalinn sem maður á víst að bíða í. J Hér sefur fólk í hinum undarlegustur stellingum.
17.00 Verð að játa það nú að ferðalagið er farið að taka verulega á. Kannski bara spennufall, sit hér sveitt og þreytt.
Ég lenti í því að það pípaði á mig í öryggishliðinu og það var þuklað á mér allri hátt og lágt. Bíð eftir að það komi upp á skjáinn hvaða Gate ég eigi að fara lokasprettinn. Ég þarf bæði að hvíla mig og hreyfa mig fyrir langflugið það fer ekki vel saman. Ekki er þó úr mér allur móður, bara smá. Hávaðinn hér er að drepa mig.
17.30 Fann stað án tónlistar, þá er þar dótabúð sem er með ólæti. Fékk mér þriðja eplasafann sá er sístur af þeim Pret apple juice 100% natural. Upptrekkt leikföng eru greinilega í tísku hér. Eins og um 1970 LÁSÝ.
Samferðarfólkið: Par talar ensku hann með rakaðan haus en tattoveraðan svart og rautt, hún með hárið litað svart og rautt, hermannabuxur. Fín frú í flottum jakka og fágað útlit, stuttklippt og grönn les erlend tímarit. Ung stúlka svartklædd með ljóst litað hár en svarta hárrót, les ástarsögu af miklum móð, brosir öðru hverju.
Í dótabúðinni er asni sem er álíka fíflalegur og stór og asninn sem pabbi kom með heim handa Sigrúnu Ósk frá Spáni á áttunda áratugnum. Skil ekki að neinn kaupi svona drasl og ferðist með.
18.15: Er komin á Gate 8. Lokapunkt minn á Heatrow í þetta skiptið. Búin að pissa og kaupa vatn. Skemmtilegur niðursturtarinn á klóinu snertiskynjari. Ég sat þarna í rólegheitum og var að púsla mér saman, halla mér aftur og allt fór af stað, svalandi fyrir afturendann J J J
Ég lendi víst í miðjusæti í þessu flugi. Hér er allavega ekki ærandi hávaði og samferðarfólkið æ allir voða normal í kringum mig núna.
18.35: Fór og shinadi mig aðeins. Tannburstinn og votþurrkurnar gerðu sitt gagn. Ég er búin að finna það út að ég er alltof vel klædd.
Mér sýnist verða talsvert af börnum í fluginu og kellingum sem lykta hryllilega eftir of margar ilmvatnsprufur í fríhöfninni. Eitt barnið grenjar á íslensku afi afi.
Ekki gott að vera sardína
20.35: Það var hryllilegt að koma um borð í flugvélina. Þetta var eins og að troða síld í tunnu. Akkúrat ekkert súrefni og hitinn skelfilegur. Ég er í miðjusæti við hliðina á amerískri konu sem virðist hafa allt á hornum sér og fjasar og fjasar við karlinn sinn sem situr hinum megin við ganginn. Ekki mátti ég setja bakpokann í farungurshólfið fyrir ofan sætin því hún var með eitthvað Pet something which can broke..... Stakk honum bara undir sætið miklu betra að hafa hann í seilingarfjarlægð.
Ekki var á það bætandi að það varð klst seinkun á fluginu við bíðandi eins og síldartunna án súrefnis í steikjandi hita. Kellingin fjasaði svo mikið og börnin grétu og grétu svo ekki heyrði ég hvað flugstjórinn sagði enda eflaust ekki skilið það heldur. Held samt að það hafi verið eitthvað að flugbrautinni sem þurfti að hreinsa. Fékk einhvern tékklista sem ég þurfti að fylla út skil hann ekki alveg fylli bara út það sem ég skil. Geri bara allt eins og hinir.
21.07: Skjár er á sætinu fyrir framan mig og ýmislegt um að velja eins og músik, sjónvarpsþætti, bíómyndir, staðsetningarkort ofl. Ofl. Gallinn er að headfoninn eru svo óþétt að lítið heyrist fyrir hávaðanum í vélinni. Og það er svo stutt á milli sætanna að ég á mjög erfitt með að fókúsera á þennan skjá. Sjóninni fer ört hrakandi!
Jæja maturinn er að koma vonandi breytist allt til batnaðar eftir það J
22.42: Maturinn bætti allt upp. Fékk þennnan æðislega kjúklingarétt namm namm, ostaköku, salat, brauð ofl. Ofl. Mjög gott allt saman kom skemmtilega á óvart. Er að reyna að horfa á einhverja bíómyndir, búin að taka svefntöflu og verkjatöflu !!!. Fæturnir orðnir þrútnir og mjaðmagrindin öskrar. Hlakka mikið til að koma til S. Afríku og vona að ég verði göngufær. Óttast að kella við hlið mér verði ekki til friðs í nótt hún drekkur stíft. Loftræstingin og hitastigið lagaðist fljótlega eftir að vélin komst í loftið.
Nú er örtröð á klósettið vonandi kemst ég líka.....
5.35 Breskur tími, byrjað er að stússa í morgunmat. Nóttin var ekki alslæm, tókst að lyfja mig niður og dottaði yfir sjónvarpinu og lét fara eins vel um mig og unnt er. Allt er hægt og sigurinn unninn J J J
Á tímabili í gærkvöld meðan vélin tafðist á Heatrow hélt ég að ég myndi ekki hafa það af, hitinn og súrefnisleysið var slíkt. Nú eru 1.25 klst. til lendingar. Það er skemmtilegt kort í skjánum sem sýnir hversu langt við erum komin á landakorti. Nú erum við yfir Jóhannesarborg eða á þeirri breiddargráðu.
Mér telst til að nú sé ég búin að vera 26 tíma á ferðalaginu. DUGLEG ÁKAFLEGA STOLT, SPENNT AÐ HITTA BESTA bróðir í heimi og besta mág í heimi og að fá loksins tækifæri til að sjá með eigin augum hvernig þeir lifa. Kynnast annari menningu.
Mér er líka hugsað heim. Það var ekki auðvelt að skilja minn heittelskaða eftir heima í svona langan tíma. Þetta veikindabasl hefur sett svip sinn á líf okkar undanfarin ár.
En nú ættu að vera betri tímar framundan, bíllinn kominn með lyftu sem hefur mikið að segja fyrir sjálfstæðið. Sakna Ödda núna. Morgunverður er að koma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2007 | 15:48
1. hluti ferðasögunnar
8. okt. 2007
Fyrsta skrefinu í stóra ævintýrunu er náð. Lenti á Heatrow, komin í gegnum allt. Taskan með öllum harðfiskinum skilaði sér alla heil á húfi.
Flugið gekk vel, fékk mjóa J manneskju við hlið mér. Tókst að dotta smá.
Ég er ekki viss hvert næsta skref er en ég mun finna út úr því. Handviss um það J J
Ég elti strauminn út úr flugvélinni og fann töskna án hjálpar á færibandinu. Þar hjá var servise borð hjá British airways. Svo ég spurði hvort ég þyrfti að fara með töskuna með mér alla leið. Jú jú, Thrugh whole building to a bus.
Þar sem ég veit að ég hef mjög góðan tíma tíma og sé ekki í fyrstu tilraun hvert ég á að fara næst ákvað ég að fara á eina kaffihúsið sem var í augsýn og pása og nótiera. Litla græna stílabókin er mér hér hald og traust. Hér sit ég kl. 12.15 og drekk Latte á Costa. Smá svitaköst að trufla mig og buxurnar á hælunum, vantar belti J
Held ég sitji á svæði þar sem verið er að sækja fólk úr flugi, en sama er mér.
Ég kvíði næsta skrefi en ég get, vil og skal........
Hér er bresk kurteisi skemmtileg.
Skrítið að fara einn gegnum Keflavík ekki 20 kvíðnir Víðsýnarfélagar í för í panik. Lullaði bara í gegn í rólegheitum. Nennti ekki einu sinn að skoða snyrtivörurnar. Borgaði gleraugun sem ég fæ á bakaleiðinni. 63.100- kr finnst ég hafa gert góð kaup miðað við það sem ég var búin að skoða heima.
Skil ekki þetta með marg umrædda 6 tíma ef ég er komin 12.20 og á að fljúga aftur 19.20 local það gerir 7 tímar í mínum reikningi.
Fékk mér Johnsons juice pressed apple juice Hand Pikked smá hollusta á móti kaffinu.
Er að hugsa um að halda áfram næsta skref. Aðstaðan þar getur varla verið verri en aðstaðan hér. En Guðmundur var búinn að segja mér að mun betra væri að vera á terminal 1 en 4.
Oj bara kallinn á næsta borði fékk sér 4 poka af sykri út í lítinn kaffibolla.
13.45 Komin á Terminal 4 sest á Nerokaffi sem Frosti mælti með. Jújú ég lenti sko í ævintýrum á leiðinni. Ég spurði til vegar þar sem ég sá ekki hvar leiðin að terminal 4 var og var bent á lyftu niður.
Ég sogaðist inn í hana um leið og allur mannfjöldinn og út úr henni aftur eins og úr tannkremstúpu. Ég sá strax að ég var ekki á réttri hæð eða mér fannst það ekki engin skilti sem sögðu hvar ég var.
Enginn hafði talað um margar hæðir. Ég gerði tvær tilraunir enn saugst inn í lyftuna og út aftur hrikalegt ekkert gekk. Mér leið eins og í bíómynd með Chaplin upp og niður í lyftunni með stóru ferðatöskuna og bakpokann, litlu töskuna og sjalið allt sveiflast til og frá. J J J Í fjórðu tilraun var ég allt í einu ein í lyftunni og sá loks takkana og inn kom svartur drengur étandi samloku og spyr mig kurteisisleg hvaða hæð ég ætli á. Mér var allri lokið og sagði Im lost, but Im trying to get to terminal 4. Hann svaraði so then we are both lost in this elewaitor.og brosti breytt. Hann ýtti á réttan takka. Þegar ég fór að skoða drenginn betur sá ég að hann var flugvallastarfsmaður í öryggisvesti en í úlpunni yfir örugglega í matarpásu. Hann fylgdi mér svo eftir alls kyns raghölum að lestarpallinum og forðaði mér frá að beygja í vitlausa átt í eitt skiptið ef ég hefði farið þar hefði ég lent inní London með lestinni. Hann var skemmtilegur labbað á undan mér en fylgdist samt grannt með mér með bros á vör. Ég vissi ekki hvað ég ætti að halda J
Þetta voru engir smá ranghalar og ævintýrið rétt að byrja. Þegar lestin kom flýtti ég mér eins og aðrir gengnum næstu dyr og sá strax rekka fyrir töskuna og dreif mig að koma stóru töskunni fyrir þar eins og ég vissi að átti að gera. Hlamma mér svo í næsta sæti dauðfegin að vera komin í lestina. Stráksi kom með mér inn en þegar ég var sest og leit í kringum mig sá ég að ég var alein. Allir höfðu farið framar í lestina líka stráksi. Hvað er nú í gangi. Ég var í svo rúmu og góðu sæti við borð og datt ekki í hug að færa mig. Tek svo eftir að það stendur FIRST CLASS á öllum stólunum sem voru vel bólstraðið með höfuðpúða, örmum og alles. Ég fílaði mig bara eins og drottningu og skammaðist mín ekkert. Enginn sagði að ég mætti ekki vera þarna svo ég sat sem fastast. Þá kom þjónn inn í klefann og fylgdist með mér en sagði ekkert settist í klefa fyrir aftan mig ég sá hann speglast í sjónvarpskermi sem var þarna á vegg. Ég beið bara eftir kampavíninu. J J J
Þegar lestin stoppaði eftir 4 mín birtist strákurinn aftur og sá um að ég kæmist klakklaust út. Þegar út var komið leit hann á mig með stóru glotti og sagði You are on a first class
Yes sagði ég og fékk hláturskast. Hann fylgdi mér svo eftir enn fleiri ranghölum uppi Departure salinn. Þar hvarf hann eins skyndilega og hann birtist.
Ekki var þessi salur nú spennandi, fór samt í ferðalag um herlegheitin til að taka þetta út. Sá skjáinn til að finna út hvaða Zone ég ætti að fara á til að innrita mig í afríkuflugið. Auðvita var ekkert komið á hann ennþá.. Labba út í enda og finn Nero og fæ mér snarl og Café Nero Pressed Apple 100% premium juice orðin húkkt á þessu strax J Mér gekk illa að skilja afgreiðslumanninn sem var að reyna að segja mér eitthvað en ég brosti bara og sagði I cant understand og það virkaði J
Sit nú hér og skemmti mér stórkostlega við þessi skref . Langar ekkert að lesa en er við það að fá skrifkrampa. Skriftirnar eru mín leið framhjá kvíðapúkanum. Mér finnst gaman að drekka í mig enskuna sem ég heyri talaða á næsta borði. Ligg á hleri skil ekki alveg hvað þeir eru að tala um en líklega eitthvað um atvinnumöguleika held ég. Á móti mér situr pirraður maður sem á í tölvubasli og dæsir mikið og nagar Visakort. Hér er líka austurlenskt fólk með heitan mat, marga rétti sem þau draga upp úr töskunni og borðar.
Hér er líka virðulegt par af indverskum uppruna giska ég á.
Hér er allt ansi snjáð skítur með gólflistunum. Ýmis hljóð eru mér framandi. Hvinur í kerrum, glamaur í leirtaui og flugvélahljóð og hin ýmsu tungumál töluð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2007 | 12:27
2....1.....0......s.afrika
Bara að láta vita af mér. Ferðalagið gekk vel en tók 33 tíma og ýmis ævintýri á leiðinni. Bloggið að hrekkja mig með java vandamáli sem ég finn ekki út úr tekst ekki að haldast innskráð og ekki birta færslu vegna dulkóðunar. Sendi þetta gegnum dótturina. Hef skráð ferðasöguna nokkuð vel í stílabók og vegna fjölda áskorana héðan að utan mun ég slá þetta inn í rólegheitum næstu daga og senda ef ég finn ekki út úr vandamálinu. Nenni þó ekki að hanga í tölvunni í þessu dásamlega landi. Lifi hér eins og blóma í eggi með þjóna á tá og fingri. Biða að heilsa öllum kiss kiss og knús knús frá s. Afríku
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.10.2007 | 22:25
4......3.......
2 og hálfur sólahringur uns stóra stökkið út í alheiminn verður tekið. Spennan aðeins að magnast aftur. Er að týna saman alla litlu hlutina. Fékk kast áðan gat alls ekki ákveðið hvort ég ætti að taka skærgræna, græna eða grængyllta augnblýantinn eða þann blá og jafnvel fjólubláa. Og hvaða augnskugga brúna boxið eða græna boxið. Erfitt að vera svona megaskvísa ég ákvað bara að taka þá alla
Verð upptekin allan daginn á morgun á aðalfundi ÖBÍ og svo Margt smátt í Borgaleikhúsinu og svo Bandalagspartý um kvöldið......... Já minn heittelskaði er að fara að troða upp í Borgaleikhúsinu með Hjólastólasveitinni. Allir að mæta kl. 14 - 18 í borgó.
Sunnudagurinn er svo frátekinn fyrir fjölskylduna
Mágkonur mínar komu færandi hendi í gær með rausnarlega gjöf frá tengdafjölskyldunni sem á eftir að nýtast mér mjög vel í ferðinni. Takk fyrir mig.
Keypti mér voða fína leðursandala af betri gerðinni til að skvísast á og auðvita Höfund Íslands (leshringurinn) til að hafa með í handtöskunni. Og helling af harðfisk ætli fötin mín angi ekki af fiskilykt þegar út kemur. Fór og fékk ráðleggingar um símanotkun og gjaldskrá. Bara að láta ykkur vita það að ef þið hringið í mig þá kostar það mig 80 kr. á mínútuna fyrir utan það sem þið greiðið. Svo kæru vinir þó ég sé voða skemmtileg og ómissandi þá vil ég engin símtöl nema það sé akút á meðan ég er í afríkunni.
Kíki kannski stundum á msnið sem er ormurormur@hotmail.com ef þið skilduð ekki hafa það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.10.2007 | 11:54
5 dagar og leikhúslíf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2007 | 23:28
6 dagar og slökun
Í dag var 30 stiga hiti í Greyton. Guðmundur hringdi áður en hann skreið uppí bólið í kvöld. Var á fullu að undirbúa komu mína og var með fullt af ráðleggingum, lagði mikla áherslu á að ég hefði með mér nesti sem dygði alla leið. Veit nú ekki hvort maður kæmist gegnum öryggisleit hér með matvæli skilst það sé ansi strangt. Þekkið þið það ? Mætti halda að ég væri að fara í opinbera heimsókn, veit að það verður stjanað við mig eins og prinsessu og ég ætla að njóta þess
Fór og heimsótti Hátúnshópinn hjá Sjálfsbjörg og fékk mér súpu í dag. Hitti fullt af fólki sem samgladdist mér að vera að fara í þetta ævintýri.
Svo var heilsuhópurinn í Vin þar sem umræðuefni dagsins var slökun og einhvernvegin eru svo margir farnir að upplifa ævintýrið með mér að sérstaklega var tekið fyrir hvernig maður slakar á þegar maður finnur fyrir kvíða (Heatrow) og í sitjandi stöður (flugið). En auðvita er þetta satt enda hef ég notað það í mörg mörg ár. Öndun og vellíðan fer svo vel saman. Enduðum á góðri slökun.
Jú jú og ýmsu þarf að ljúka af áður en lagt er í langferð. Fundur var í Félagsmálanefnd Sjálfsbjargar lsf. seinnipartinn, þar sem undirbúningur undir næstu heimsókn nefndarinnar út á land til Húsavíkur var hafinn. Því fylgdi tilheyrandi fundargerðir og skýrslugerð fyrir nefndarþing sem ég missi af.
Heima fyrir var allt á rólegu nótunum, fór þó í Bónus og fann að ég var að hugsa öðru vísi í innkaupunum í dag. Jú jú maður þarf að birgja búrið og frystinn aðeins fyrir minn heittelskaða sem skilinn verður eftir heima. Treysti þó á börnin að þau hjálpi þeim gamla nú í verslunarleiðangra. Nú eða bara bjóði honum í mat.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2007 | 22:33
7 dagar og ég verð komin í Bresku vélina
Í dag og gær hef ég gert mest lítið annað en að hvíla mig. Í gær vegna þynnku en í dag til að safna orku. Ekki þýðir víst að fara í svona langferð eins og útspýtt hundsroð.
Ég var að glugga í pappírana og sé að frá því ég þarf að fara að heiman og þar til ég verð komin til Greyton eru líklega 28 til 29 klst. ef allt stenst áætlun.
Úbs maður skelfur við tilhugsunina en þetta verður bara gaman eftir það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2007 | 13:58
8 dagar
Tíminn flýgur áfram. Ég hrigdi í afmælisbarnið í gær. Þeir eru fullir tilhlökkunar á að fá mig og eru heyrist mér að plotta eitt og annað. Jú og ég fékk leyfi til að keyra alla vega yfir í næsta þorp. Þar sem starfsmennirnir búa. Svartir og hvítir búa ekki í sömu þorpum á þessum slóðum. Aðskilnaðarstefnan enn við líði á ýmsan hátt.
Annars var maður bara að koma á fætur við hjónakornin skriðum ekki heim fyrr en um kl. 4 í nótt eftir vel heppnaðan hátíðisdag í Halanum. Um daginn var klst. skemmtun með ljóðalestri, stuttverk, og uppistandi. Síðan tóku heiðursverðlauna athöfn við og svo var öllum boðið í mikla kaffiveislu. Þar sem tóku við enn meiri ræður og skemmtilegheit. Allt fyrir Hala og aðra boðsgesti. Um kvöldið var svo eitt af hinum alkunnu Halapartýum og mikið stuð.
Þannig að ég reikna nú ekki með að dagurinn í dag fari í nein stórvirki önnur en mata Þvottavél og þurrkara. Enda óhreinakarfan ansi vel full eftir annir síðustu viku. En nú ætti maður að hafa tíma til að einbeita sér að lokahnikk ferðaundirbúningssins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2007 | 23:42
9 dagar og Guðmundur á afmæli
Þessi fallegi maður er besti mágur í heimi. Hann á afmæli í dag og það er hann og Villi bróðir sem eru að bjóða mér í heimsókn til sín í Greyton í s. afríku.
Til hamingju með daginn Guðmundur minn.
Lítið hefur gerst í undirbúningsmálum í dag, þó sótti ég myndavélina til Palla bróðir sem gaf mér ýmis góð ráð varðandi myndatökur og flugnabit. Já það sópast að manni góð ráð vonandi þarf ég ekki að grípa til þeirra allra. En þau sanna fyrir manni hvað maður er heppinn að eiga svona marga góða vini og ættingja sem láta sér annt um mann.
Bloggar | Breytt 29.9.2007 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2007 | 00:40
10 dagar og sorg
Tíminn líður hratt og ekki svo sem mikið gert í undirbúningsmálum í dag. Þó kom í pósti skírteini enn eitt til að hafa með sér frá tryggingafélaginu. Já og hún Gugga mín og systir hennar hún Gyða eru svo æðislega að þær ætla að útbúa fyrir mig skriflegar leiðbeiningar um hvernig ég á að fara gegnum Heatrow frá A - Ö. Mikið hvað maður á góða vini og hjálpsama. Bjögga mín skrifað fyrir mig lista yfir nauðsynlega hluti til að taka með sér. Svo sem stuðningssokkabuxur ;-), nefdropa tvær tegundir, blautþurrkur og tissjú og fleira og fleira. Mikið sem þessar elskur reynast mér vel og hafa gert í 14 ár. Veit ekki hvar ég væri stödd ef þær hefðu ekki komið inn í líf mitt. Allir leggjast á eitt um koma mér klakklaust til afríku ;-)
Í dag er samt mikil sorg í hjarta mínu því haldreipið mitt hún Gugga er að hætta sem forstöðumaður í Vin þar sem ég hef eytt löngum stundum gegnum árin. Ég fagna því að hún skuli stíga þetta skref fyrir sig persónulega en um leið syrgi ég það að við skulum ekki njóta starfskrafta hennar lengur. En alltaf kemur maður í manns stað en skarð hennar verður ekki fyllt. Ég hamast við að reyna að horfa á nýju tækifærin sem verða til við þessar breytingar en í dag ætla ég að syrgja og gleðjast með henni.
Þessi merka starfsemi í Vin er ákaflega viðkvæm en þó sterk í senn. Starfsmannabreytingar eru ávallt erfiðar fyrir gesti hússins meðan á þeim stendur. En alltaf opnast nýir og nýir gluggar með nýjum tækifærum.
Við Gugga erum búnar að starfa mikið saman við alls kyns verkefni og ferðast mikið saman líka. Hún er einstök manneskja og mannvinur. Ég á henni mikið að þakka, mörg bataskrefin hef ég tekið með hennar hjálp. Ég veit að við eigum eftir að hittast aftur og eflaust plotta eitthvað einhversstaðar. Og ekki ætlar hún heldur að klippa alveg á naflastrenginn og mun halda tengslum við Vin og Rauða krossinn.
Annars fór dagurinn í dag að mestu í Halaleikhópinn sem var 15 ára í dag (gær). Undirbúningur undir mikla hátíð er á fullu, afrakstur námskeiðsins að springa út um allar glufur. Ný ljós og hljóðkerfi lýsa og hljóma um alla kima Halaleikhússins og mikið hlegið og skipulagt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)