12. hluti ferðasögunnar

Fimmtudagur 25 okt

Í dag var lagt af stað inní landið og keyrt um mjög falleg leið upp í safarígarðinn Fairy Glen Safari Woecester. Þegar við komum fengum við tvö hús ég og Villi annað og norsku víkingarnir annað. Pínulítil hús en með fínum rúmum og sturtu og smá eldhúsaðstöðu. Mér fannst þetta mjög flott þó mjög lítið sé. Svo voru svalir á þakinu og stigi þar upp.

Rétt eftir að við komum kom Buffaló fjölskylda og bauð okkur velkomin. Æðislega flott dýr. Pabbinn   var mjög hrifinn af mér og ég klappaði honum og lét svo Bryndísi taka mynd af okkur saman. Skildi samt ekki taugaveiklunina í hinum allir þustu inn bak við lokaðar dyr meðan ég stóð róleg og klappaði Buffalopabbanum. Á endanum fór ég inn líka. Buffalóarnir dunduðu sér kringum húsin og við fórum uppá þaksvalirnar.

Þá varð allt í einu allt vitlaust. Eigandinn svaka flottur gæi kom brjálaður úr hræðslu á Bensanum sínum og Afríkutrukkur með landverði líka.  Ég skildi þetta bara alls ekki. En mér var svo sagt að þetta væru hættulegustu dýr í afríku á eftir ljónunum og að þessi Buffalopabbi hefði þegar drepið tvær manneskjur þetta árið. Ég vissi ekki að þeir væru hættulegir og ekki hvaða dýr nákvæmlega þetta væru fyrr en eftir á. Nú segja þeir mér að ég geti orðið milljónamæringur á að selja myndina þetta sé svo einstakt. Hefur einhver sambönd og getur sagt manni hvernig maður getur selt svona myndir fyrir almennilegan pening?

Buffalóarnir höfðu sloppið inn fyrir girðingu sem þeir máttu ekki fara inní Smile

 

Við grilluðum svo strút og nautasteik og fengum þetta fína salat með og kartöflur. Namm namm. Ekki nóg með það um nóttina vöknuðum við Villi við þennan svaka hávaða þá voru Buffalóarnir mættir aftur og voru að leika sér að stanga garðhúsgögnin okkar. Við höfðum mestar áhyggjur af BMW inum en þorðum ekki út. Um morguninn lágu húsgögnin þétt kringum bílinn okkar en það sá sem betur fer ekki á honum.

Daginn eftir var dregin upp kampavínsflaska og skálað fyrir mér um leið og ég kom út. Ekki amalegt að eyða 50 ára afmælinu þannig. Fórum svo í Safarí á opnum trukk. Sáum fullt af dýrum sem ég man ekki nöfnin á í augnablikinu nema Buffaloana veit ekki hvað varð af þeim. Þetta var vel heppnað en nenni ekki að skrifa meir um það nú.

En það undarlega gerðist að minniskortið úr myndavélinni nýju hvarf um nóttina...... Ekkert annað og finnst hvergi svo ég þakka guði fyrir að hafa verið með þá gömlu líka á mér. Við keyrðum svo æðislega fallega fjallaleið til baka í steikjandi hita og komum við nokkrum bæjum. Við borðuðum svo nautasteik með bearnis um kvöldið 3 saman og fórum snemma að sofa enda allir uppgefnir. Í nótt vaknaði ég svo veik með köldu og niðurgang en er að ná mér nú kl. að verða 14.

Hér er Rosefestival og allt á útopnu í bænum. Og opnum á leikhúsinu í   kvöld og ég orðinn ljósamaður og ljósmyndari LoL

Fer til Cape town á morgun og heim á þriðjudagskvöld og kem á miðvikudag.

Ég þakka öllum sem sendu mér góðar kveðjur í gær en hafði ekki tíma   til að svara. Fékk 12 sms og veit að öll sms skila sér ekki hingað. Reikna ekki með að blogga meira í ferðinni en sjáumst hress heima.


11. hluti ferðasögunnar

Miðvikudagur 24. okt. 2007

 

Í gær fór ég með Víkingunum til Hermanus sem er niðri við sjóinn 1 og ½   tíma héðan frá. Við leigðum bíl með bílstjóra til að skutla okkur og guida en gáfumst strax upp á guidinum því hann talaði svo illa ensku og bíllinn var soddans skrjóður að það skrölti í öllu. Vegurinn sem við fórum niðureftir var þannig að á Íslandi hefði verið skilti og honum lokað. Eldrautt rennblautt þvottabretti með stórum holum út um allt. Það rigndi hressilega nóttina áður. En við fórum aðra leið heim sem var lengri en malbikuð svo að það var fínt.  

Í Hermanus byrjuðum við að skoða Hvalina sem dönsuðu fyrir okkur fyrir utan ströndina. Fengum okkur Latte og nutum lífsins. Við splittuðum svo hópnum og ég fór með Bryndísi (leiðtoganum) á flakk um bæinn og það er sko gaman að ferðast með henni hún er með svo gott auga fyrir hlutunum og finnur allskonar fína hluti til að skoða. Við skoðuðum nokkrar listaverkabúðir og kíktum hér og þar. Hún lét mig kaupa mér föt sem hún valdi fyrir mig um leið og ég nefndi að ég vildi kíkja í fatabúðir. Hún pikkar upp hluti eins og ekkert sé. Hermanus er ósköp tippikal ferðamannabær allavega miðbærinn. En gaman að rölta þarna um, fólk kemur hér allstaðar að úr heiminum til að skoða hvalina. Við hittumst svo allar í lunch og fórum á Ocean Basket og fengum æðislegan mat. Pöntuðum okkur stóran bakka með fullt af skelfiski, rækjum, smokkfisk og ég kann ekki nöfnin á helmingnum og salat með. Þetta var æði, algert æði. Við sátum og átum og nutum okkar vel. Mér gengur ágætlega að skilja norskuna og er farin að skjóta inn setningum, svo er svissað yfir í ensku stundum og ef ég er ekki viss túlkar Bryndís fyrir mig á íslensku en hún er íslensk að uppruna. Tungumálakunnátta mín bæði enska og skandinavíska hefur tekið stórum framförum þessa daga hér í Afríkunni. Eftir þessa æðislega máltíð fór ég með Thoru og Tune á ráf því Bryndís ætlaði að kanna úrvalið í matvöruverslunum enda er hún gourmei kokkur af guðs náð. Það gekk ekki vel því við fórum í listaverkabúð og enduðum þar í klst. í kortaveseni en þær voru að kaupa heilmikið, ég keypti bara litla minjagripi og lykklakippu fyrir Labba (Labbi minn nú vil ég komment takk) Við hittumst svo allar á markaðinum við sjóinn og skoðuðum þar básana og þar var prútt allsráðandi. Mér finnst nú ekkert spennandi þessir minjagripir hér svo ég naut þess bara að horfa og skoða.

Þegar við komum til baka var haldið beint í Dinner til Margret og Dave. Þar var fjör, sungnar barnavísur á þrem tungumálum samtímis og borðaður ágætur matur á þessu breska heimili hér. Við plottuðum ýmislegt stelpurnar og Margrét bauðst til að fara með okkur í létta gönguferð á morgun um bæinn og náttúruna í kring. 2 – 3 tíma max !!! Við áttum bara að mæta með vatn og samlokur. Bryndís ákvað að ræna eldhúsið á Lodginu og fá efni í samlokur og ég að ræna barinn og fá vatnsflöskur. Ollur tókst þetta allt vel. Í lok dagsins var sest og fengið sér drykk og það sauð allt uppúr en sjatlaðist aftur bara stuð.

 

Í dag miðvikudag var svo lagt af stað í “léttu” gönguna nestaðar og á nýjum skóm Wink Guðmundur slóst í för. Brátt fór að síga á ógæfuhliðina og fjúka í mína. Margrét teymdi okkur upp hverja brekkuna á fætur annari og allar áttu þær að vera sú eina. Þetta endaði í hryllingi fyrir mig sem ekki má og get gengið upp á móti. Grindargliðnunin mín tók hástökk, en ég komst ansi langt á þrjóskunni einni saman en á tímabili var ég á því stigi að ef helvítis kellingin eins og ég kalla hana Margréti mína í dag hefði ekki verið ofar í brekkunni en ég þá hefði ég kyrkt hana með berum höndunum !!! ég vissi ekki hvað ég átti að gera og langaði mest til að setjast niður og grenja úr mér augun.........

Jæja förum ekki nánar út í hvernig það allt fór en Margrét lifði af en ég tóri og er þakklát öllum lyfjunum sem ég smyglaði til s. Afríku J Nei nei það er allt í lagi með mig að mestu en þessi létta ganga varð að 3 tíma fjallgöngu !!!

Ég vissi þegar ég kom til baka að það myndi ekki vera gott fyrir mig að leggja mig af fenginni reynslu svo ég skellti mér til Caledon með Villa. Og þá eru það stóru fréttirnar, við fórum heim á BMWinum. Með nýuppgerða vél og nýjan rafgeymir og stóran, stóran reikning. Fórum á bensínstöð og fengum kók í kaupbæti því við keyptum 101 lítra af bensíni á tank sem tekur 100 lítra LoL Ég keypti mér nýtt úr þar því mitt tók uppá því að ganga á s. Afrískum tíma og taka sér síðdegisblund yfir miðjan daginn.

Í kvöld fórum við svo upp í kofaþorpið á veitingastað sem kelling rekur þar. Dora pínulítll kofi með svefnherberginu bak við tjald. Það var mjög skemmtilegt. Segi kannski betur frá því seinna er orðin úrvinda. Á morgun er ég að fara með Villa og víkingunum í safaríferð. Förum þangað á morgum og gistum og förum svo eldsnemma í safarí á 50 ára afmælinu mínu. Frábær leið til að eyða þeim degi finnst mér. Hlakka mikið til, svo er opnun á leikhúsinu hér á laugardaginn og á sunnudaginn er ég alvarlega að hugsa um að fara í Víking með gellunum frá Noregi og gista tvær nætur í Cape Town þó ég hafi ekki efni á því þá finnst mér ekki hægt að sleppa því tækifæri fyrst maður er kominn yfir hálfan hnöttinn. Legg af stað heim 30 og kem 31 ef guð lofar. Veit ekki hvort ég hef meiri tíma og tækifæri til að blogga í ferðalaginu en sjáum til. Bið að heilsa Kiss kiss og knús knús frá s. Afríku.


10. hluti ferðasögunnar

Sunnudagur 21. okt 2007

 

Á sunnudögum er alltaf spennandi að fá sunnudagssteikina. Í dag tókst hún mjög vel, borðuðum 6 saman skandinavarnir úti í garði þriggja rétta máltíð í yndislegu veðri. Þetta var svona eins og stórfjölskyldumáltíð. Namm namm svaka flott. Við komumst að því að við erum orðnar frægar hér fyrir að hafa farið gangandi til og um Gvenandalh Cool

Seinnipartinn fór Guðmundur með okkur á Landróvernum í smá ferðalag að skoða mjög spennandi útilegustað Auswitch eða eitthvað svoleiðis heitir hann. (Set inn rétt stafsett nöfn seinna) Alla vega þýðir nafnið útsýni og það var mjög fallegt þarna, ægifögur fjallasýn. Því miður var lokað þegar við komum en við gengum um svæðið og það var æðislegt. Þarna er hægt að kaupa sér gistingu í tjöldum sem eru stór eins og hús. Eins og í bíómyndunum. Inni í þeim eru hjónarúm uppábúið, húsgögn, kæliskápur og allt til alls, mér fannst þetta stórmerkilegt. Þetta var við á og til að komast þangað þurfti maður að fara yfir ansi langa hengibrú. Lucky greyið þorði ekki yfir hana en reyndi að synda yfir en það var of straumhart fyrir hann. Þarna voru líka kanóar og allt mjög spennandi. Allt svo vel hirt og snyrtilegt. Þarna voru líka vínakrar og blóm og kúabú, ég hef aldrei séð eins margar kýr samankomnar á einum stað. Góður dagur sem endaði í kvöldmat seint í bakherberginu.

 

Mánudagur 22. okt. 2007

 

Í dag svaf ég út, þegar ég kom á fætur komu norsku víkingarnir og ég slóst í för með þeim í göngu um bæinn. Fórum á tourist info og spurðum hvort það væri ekki neinn bíll sem gæti farið með okkur í stuttar ferði frá Greyton. Það var horft á okkur eins og geimverur. Hér eru engar skipulagðar ferðir neitt, enginn strætó, rúta, taxi eða bara alls ekki neitt. Og við vorum spurðar hvernig við hefðum yfirleitt komist til Greyton LoL Mjög fyndið allt saman. En Leiðtoginn var nú alls ekki tilbúin til að gefast upp við þetta og spurði og spurði alls kyns spurninga og vesalings stúlkan sem var fyrir innrás Víkinganna hringdi út um allan bæ til að afla upplýsinga. Komum öllu í uppnám. Okkur fannst þetta allt mjög skrýtið. Á endanum bað hún okkur að koma eftir klst. og tala við bossinn. Svo við settumst bara rólegar á næsta veitingstað og fengum okkur dásamlegan hádegisverð og engiferöl heimalagað. Hlógum mikið að þessu ísbrjótarnir, þurfum alltaf að gera eitthvað sem aðrir ekki ekki vanir að gera hér um slóðir. Okkur nægir ekki að sitja á fínum veitingastöðum og drekka vín við viljum meiri action og sjá meira en bara veitingahús.

Jæja eftir matinn fórum við aftur í infoið þá var eigandinn kominn og inn kom líka svissneskur guide og við fórum að spyrja og spyrja og alltaf vorum við spurð hvort við vildum fara í Casino, Leiðtoginn varð alveg óð og sagði að við værum ekki vitlausar við værum vel gefnar og færum ekki í Casino. Eigandi vildi alls ekki að við færum til Caledon sem er næsti bær því þar væri ekkert að sjá. Jæja alla vega endaði þetta með því að á morgun þriðjudag erum við búnar að ráða okkur bílstjóra og guide til að fara með okkur til Hermanus í dagstúr fyrir 200 rönd á mann. Þar er víst ýmislegt að sjá og hlakka ég mikið til.

Seinna í dag fór Guðmundur með okkur og við pikkuðum HilkAnne upp, hún er þjónn hér á Lodginu. Hún sýndi okkur meira af Gvenadal, við erum heillaðar af því þorpi. Hún byrjaði á að skamma mig því ég veifaði ekki öllum sem við keyrðum fram, hjá svo ég tók mig á og gerði það eins og drottning í framsætinu á Landróvernum. Hrikalega fyndið en þetta er víst siður hér og ......Allavega hún fór svo með okkur uppí gil fyrir ofan bæinn þangað sem þau fara á föstudögum og skemmta sér, þar var ægileg fegurð og ég tók fullt af myndum. Bara stuð hér núna. Leiðtoginn sem er kokkur og mikil Gourmei manneskja ætlar að elda í kvöld og það verður spennandi. Ætla að fara að snyrta mig til. Bið að heilsa öllum. Kiss kiss og knús knús.



9. hluti ferðasögunnar

 
Föstudagur 19. okt. 2007:

Ákveðið að taka það rólegar þar sem hér var mikið að gera fór þó nokkra göngutúra með víkingunum og mikið spjall. Í kvöld þegar tónleikunum lauk varð allt vitlaust hér 58 gestir a la carte án fyrirvara. Allt fór í kaós og þvílíkt og annað eins hef ég aldrei séð. Endaði í eldhúsinu að þurrka upp með gegnblautu götóttu viskastykki sem ég varð að vinda reglulega. Tura vaskaði upp og Bryndís líka þvílíkar vinnuaðstæður. Við komumst að ýmsu þetta kvöld sem ég ætla ekki að ræða hér en margt vakti okkur þrjár til umhugsunar um ýmislegt.

 

Laugardagur 20 okt. Kl. 23.19

 

Ja hérna já það færðist aldeilis fjör í leikinn þegar Víkingarnir frá Noregi komu. Hér er allt á útopnu og þegar ég fór að hugsa hvað gerðist í gær þá bara man ég það ekki núna. Í dag var svo mikið að gera og upplifa að heilinn á mér er eins og járnbrautarstöð.

Ég vaknaði snemma til að mæta með Víkingunum í morgunmat og stefnan tekin strax á markaðinn sem er hér vikulega. Það voru miklu fleiri það núna en síðast og mikið af alls konar mat svo við hálfsáum eftir því að hafa fengið okkur morgunmat. Og ákváðum að næsta laugardag kæmum við svangar. Því okkur langaði að til að smakka svo margt. Bryndís sem við köllum leiðtogann er gourmet kokkur og rennur á mat eins og ég veit ekki hvað. Þefar uppi alls kyns spennandi brögð sem hefðu annars farið alveg framhjá okkur.

Þegar við komum til baka var að hefjast heilmikil veisla í garðinum en þær norsku nenntu nú ekki að fylgjast með þessu og ákváðu að labba yfir til Grenadan (veit ekkert hvernig það er skifað) sem er 6 km. fyrir utan Greyton og þar býr allt litaða fólkið og svarta. Þegar aðskilnaðarstefna hófst hér voru allir litaðir fluttir þangað með valdi. Og búa þar flestir í skelfilegum kofum. Allavega á síðust mínútu ákvað ég að slást í för með þeim og sé sko ekki eftir því. Leiðin var ansi löng en mjög falleg. Við vorum mjög fyndar 4 kellingar labbandi í vegarkantinum. Ein með hatt ein með regnhlíf en ég og leiðtoginn bara berhöfðaðar. Allar með vatnsflöskur og einhverskonar töskur hangandi utan á okkur. Við þorðum ekki að fara gegnum gróðurinn þó þar séu stígar okkur fannst það eitthvað svo óörugg vegna skordýra, snáka og manna. Ég hélt ég myndi ekki meika það en það tókst J J J

Við völdum heitasta dag ársins í ferðina 38° og heiðskýrt og logn. Hræðilega heitt og enginn skuggi á leiðinni. Þegar við vorum að nálgast sáum við moldarveg uppí þorpið og ákváðum að taka áhættuna. Miklar hetjur !!! Við komum í skelfilegt kofahverfi og á fyrstu gatnamótunum var fullt af svörtum mönnum í bílum með hárri músík og krakka í skottinu get ekki leynt því að það fór um mig. En leiðtoginn labbaði beint í miðja þvöguna og spurði til vegar og hvar við gætum keypt vatn. Þeir vísuðu í allar áttir en voru allir tilbúnir til að hjálpa okkur. Og kölluðu til enskumælandi mann en þá vorum við búin að finna út úr þessu og héldum áfram upp veginn.   Leiðtoginn er með tattoo á hendinni sem á stendu HUMAN og hún veifaði hendinni framan í alla sem hún vildi tala við og sagði I am not white, black or colored I’m human. Þetta var svo fyndið og við sigldum allar í kjölfarið. Og merkilegt nokk þessi brandari tengdi okkur við alla. Við fengum fullt af leiðbeiningum. Byrjuðum á að fara í búð sem var pínulítll kofi þar fengum við vatn með mismunandi ávaxtabragði og kartöfluflögur til að halda saltbúskapnum í lagi.   Svo héldum við áfram og skoðuðum kofana sem voru mjög misjafnir, greinilegt að margir voru með metnað og hugsuðu vel um garðinn sinn ræktuðu blóm og girtu af lóðina meðan aðrir voru svo ógeðslegið að maður er hiss á að fólk skuli lifa þar.   Sumir voru með hænur og hesta í garðinum. Kýr voru á vappi um þorpið og hundar um allt. Okkur fannst við vera að mestu mjög öruggar en þorðum þó ekki að veifa myndavélunum mikið tók samt margar myndir. Við vorum alltaf að spyrja eftir veitingarstað sem við vissum að ætti að vera í þorpin sem er mjög stórt. En var vísað á einn kofann á eftir öðrum. Fórum inn á kaffihúsin sem var 80 % bílaverkstæði og nokkrar gosflöskur og bjór til sölu mjög sérkennileg sjón stórt skilti fyrir utan sem stóð á að það væri kaffihús þar. Konan þar vísaði okkur á rétta leið að við héldum. Lentum í ríkinu í þorpinu og þar voru líka seldir drykkir en engir stólar og ekkert klósett. Svo við fengum okkur bjór og settumst á stéttina hjá fólkin sem sat þar. Allir voru svo vingjarnlegir og kurteisir og leiðtoginn braut alla ísa með tattooinu góða. Gaman að tala við þetta fólk sem er meira og minna tannlaust en síbrosandi. Fréttum seinna að það væri vegna þess að það væri laugardagur og allir mjúkir. Veit ekki hvort ég kaupi þá sögu því hér eru allir vinalegir og vilja allt fyrir mann gera sem við áttum heldur betur eftir að reyna þegar leið á daginn.

Þarna fengum við betri leiðbeiningar um hvar resturantinn var. Og gengum áfram og komum að tískuverslun bæjarins sem var eins og í Greyton eins og í Hveragerði. En við vorum orðnar þreyttar og sólin að kála okkur smá saman. Við sáum hestakerru með hestum fyrir, fyrir framan búðina og Leiðtoginn var ekki sein á sér og reyndi að spyrja ekilinn hvort hann gæti ekki skutlað okkur á kerrunni til baka þegar við værum búnar að borða á veitingastaðnum sem við vorum enn ekki búnar að finna. En hann skildi okkur ekki heldur horfði bara á okkur stórum undrandi augum. En eftir að tala við fleiri þarna komumst við að því að við skildum spyrja á ressanum hvort þetta væri mögulegt. En allir horfu undirfurðulega á okkur 4 kellurnar.

Loksins komumst við á torgið þar sem kirkjan var og klósett fundum við með einni klósettrúllu fyrir 3 klósett og póstkassa fyrir utan.Smile Það var mikill léttir en vonbrigðin voru að loks þegar við fundum veitingastaðinn var hann bara lokaður á laugardögum og enginn í þorpinu vissi það enda fara þau ekki á hann bara hvítir túrista. Ok skítt með það við örkum bara til baka eftir að hvíla okkur á bekk og vorum að spá í hvort við gætum ekki fenginn einhvern að bílunum í þorpinu til að skutla okkur til baka gegn greiðslu. Kemur þá ekki að máli við okkur litaður eldri maður og spyr okkur hvaðan við séum og fer að snakka. Leiðtoginn spyr hann um bíl jú jú hann var á bíl og var á leiðinni til Greyton og bauð okkur far, sem við þáðum auðvitað með þökkum. Þar duttum við aldeilis í lukkupottinn

Kallin sem var safnvörður á safninu þarna en hér er elsta trúboðsstöð í s.afríku og sagnfræðingur og hafði mikið gaman af okkur. Hann bauðst til að fara um allt þorpið og nágrenni þess og sýndi okkur fullt af stöðum og sagði okkur milljón sögur með bros á vör. Keyrði á 30 km hraða á fina bensanum sínum og var svo glaður. Þetta var algert æði og skemmtilegt að hitta á hann. Seinna fréttum við að þetta væri vel menntaður prófessor og aðalmaðurinn í þorpinu.Smile Við vorum ákaflega þakklátar, hann meira að segja bauð okkur heim til sín í te, en við kunnum nú ekki við að þyggja það ofan á allt annað. Hann var svo vingjarnlegur og nice.

Keyrði okkur á Oke and Vine sem er vinsælasti veitingstaðurinn í Greyton og blessaði okkur í bak og fyrir áður en hann skildi við okkur og vildi alls ekki taka við borgun fyrir þennan stóra greiða og ekki borða með okkur. Æðislegt að það skuli vera svona fólk til ennþá. Hann sagði okkur allskyns brandara og hafði húmor fyrir ástandinu í s.Afríku. Til dæmis spurði hann „Why do you think I don’t like the sun here? “ .............It is becourse of I’ don’t want to be a black Smile Og þegar við töluðum um hversu litrík og skemmtilegir litir væru á húsunum gall í honum „It is because they are all colored“ já húmorinn var í lagi hjá kalli.

Við fengum svo æðislega góðan mat á Oke and Vine sem er háklassa staður hér sem tveir hommar reka annar hafði verið á íslandi um tíma í háskólanum og elskaði Ísland.

Kl. 17.00 hringdi Villi og var farinn að óttast verulega um okkur þá vorum við rétt handan við hornið sælar og glaðar en máttum til að stríða honum og sögðum að við værum lokaðar inni í kofa hann varð skelfingu lostinn svo við leiðréttum það strax. Áttum svo notalegt kvöld á Lodginu. Ég fékk að sofa hjá strákunum í kvöld því allt er fullt en flyt í herbergi 7 á morgun. Mikið var talað og fabúlerað. Hér er Rúgbý í gangi og í kvöld unnu S. Afríka heimsmeistartitilinn svo hér var mikil spenna og lokað mjög seint. Ég fór með Guðmundi að keyra staffið heim til Gvenadal og gaman að koma þar aftur komum ekki heim fyrr en að verða 1 í nótt og fengum þá hálftíma hláturskast yfir einum brandara æ það er svo gott að sofna sæll glaður og hlægjandi.


8. hluti ferðasögunnar

Fimmtudagur 18. okt. Kl.01.22 (19-10)

Ég vaknaði hress í morgun engir verkir og lífið bjart og svo var það allan daginn. Veðrið gott Guðmundur skammaði mig og rak mig í sólina þegar ég fór að skjálfa í skugganum J

Við fórum í göngu um þorpið í dag og kíktum inn i flestar búðirnar ekkert að sjá allt eins og eldgömul og lúin kaupfélög. Minna sumar á búðina í Hveragerði hjá kallinum með skeggið. Guðmundur var mjög spenntur í dag 3 Vikinsladys from Norway voru að koma í heimsókn.   Þrjár gamlar vinkonur hans sem hann hafði búið með um lengri eða skemmri tíma hverri og einni í Noregi. Hótelið og ressin var pakfullt svo mikið var að gera. Og Guðmundur beið spenntur eftir þeim eins og krakki sem bíður eftir að kl. Verði 6 á jólunum.

Ó já three Vikings arriwed. Konur á mínum aldri og eldri allar ólíkar hver á sinn hátt. Sérstakar og æðislegar.

Nú vandaðist tungumálið verulega. Hér við borðið okkar eru fjögur tungumál að keppast við athyglina enska, norska, íslenska og afrikan. Ég get ekki hlustað svo hratt þegar ég er að einbeita mér en náði þó flestu. Verst þau tala norsku og skipta svo skyndilega yfir í ensku og horfa á mig ég næ ekkert að skipta svona fljótt. Ferlega fyndið. Ó herra fgud ég get ekki hlustað svona hratt á mörgum tungumálum í einu.

Mér sýnist á öllu að nú sé friðurinn úti og víkingarnir búnir að hertaka plássið.

 

Í kvöld var Brie eins konar grill fyrir ráðstefnugestina. Hér er eldstæði uppi í garðinum þar sem kveikt er í viðarbútum og grind sett yfir og grillað þannig. Í dag er rok svo þetta er ekki svo auðvelt. Spýturnar brenna svo hratt upp og það kemur mikill reykur. Villi var ræstur út og látinn sjá um brieið þar sem það var fullt af öðrum gestum líka. Hér hefur verið mikið að gera og margt lent á Villa mínum en hann stendur sína plikt meira segja ég var allt í einu komin á hlaup með bakka milli eldhús og grills. Myrkrið skall svo skyndilega á og græja þurfti ljós við grillið svo Villi sæi matinn J J

Ég reyndi að taka myndir af stjörnunum en held það hafi mistekist sé það betur þegar ég set myndirnar í tölvuna, held ég nenni ekkert að standa í því hér. Brian, Jenny og systir hennar Pam komu og fengu sér að borða hér í kvöld og komu í Lasty hjá okkur þá var nú fjör. Gaman að sjá þau aftur.

Allavega það sem stendur uppúr í nótt er tungumálarugl, ást, vinátta, kærleikur.

Sakna ykkar allra heima


7. hluti ferðasögunnar

Mánudagur Í dag vaknaði ég snemma og förinni er heitið til Svellendam til að hitta bókarann. Mikil spenna var hvort Landróverinn myndi hafa þetta af en hann hefur verið að leka vatni og hitar sig.

Loksins fékk ég að fara í bíltúr í Landróvernum. Þessi leið er ansi falleg, margt er líkt með landslaginu á Íslandi og hér. Sá mikið af fallegum gróðri, Kýr í fleiri litum en fyrsta daginn þegar ég sá kúahjörð sem var öll eins á litinn, en litirnir virðast vera sérstakir fyrir hvert bú hér. Sáum mikið af ljótum kindum og mikið af alls konar trjám og blómum. Sáum líka tvö stóra strúta á heimleiðinni.

Fórum á mjög fallegan restaurant og fengum okkur hádegisverð. Spagetti Bolognese og Bjór, Villi fékk sér steik, 250 rönd fyrir okkur þrjú með tipsi. Held það sé ansi vel sloppið. Ég tók fullt af myndum út um gluggann enda vorum við á hraðferð eins og alltaf.

 

Þriðjudagur

Hann vantaði hér í bókina og Guðmundur harðstjóri skipaði mér að skrifa og standa mig. Ha Ha

Púki Púki

Skrifa skrifa

Ha ha

 

 

Þriðjudagur og loksins loksins heitt. Í dag er áætlað að fara niður að á. Undirbúningurinn tekur sinn tíma og við förum rúmlega 2. Skemmtilegar göngur hér alltaf. Hér ganga allir í halarófu ekki hlið við hlið og ég alltaf síðust með mína skemmtilegu grindargliðnun. Brian eldri maður með hvítt hár og sólhatt sat undir tré í skugganum af stóru eikartré með hvítvínsglas hér við hlið. Ofsalega fallegt þarna við höfðum með okkur drykki og pasta. Nutum lífsins og náttúrunnar. Fleira fólk kom þarna og allir plöntuðu sér í sama skuggan undir eikartrénu. Hjón með börn og 4 kallar með stóla og borð og grill og kælibox og dúk og glös og alles. Brian gerði óspart grín að þeim. Áttum góða stund í æðislegri náttúru. Tók fullt af myndum. Guðmundur var svo paranojaður yfir Tikki sem eru pöddur hér að hann var reglulega á iði og steig stríðsdans fyrir okkur. J Er ekki frá því að ég hafi verið aðeins drukkin á heimleiðinni. Ýmiss gróður þarna er mjög líkur og heima bara dýpri litir. Litirnir í ánni brúnir og fallegir. Hvítir steinar. Fjallið er aldrei eins eftir frá hvaða sjónarhorni maður kíkir og birtunnui. Ægifagur. Fékk far með Brian enda var ég beint á leið í vikulegan kvöldverð hjá þeim bresku. Náði að skella mér í sturtu en var samt drukkin en what a hell. Fengum góðan mat hjá Dave og Margrét, Kjúklingabringur marenaðar í góðri sósu og grænmeti með , sátum uppi við sundlaugina en stoppuðum stutt. Aðeins bætt á sig drykkjum J

Myrkrið var að skríða inn á heimleiðinni. Myrkrið hér er svo allt allt öðru vísi en á Íslandi það sér ekki móta fyrir neinu. Samt er himininn fullur af stjörnum sem tindra en þær lýsa ekki neitt. Hef enn ekki komið auga á tunglið.

Maurise og Niel fengu sér drykk hjá okkur fyrir svefninn. Alltaf fjör í kringum þau. Svo sátum við þrjú að sumbli úti á stéttinn   vafin innan í teppi. Undarleg þessi útiárátta hér. Þó þetta fína hótel sé hér með öllum luxus sem hugsast getur. Með öllum sínum sófum stólum og listaverkum gömlum sem nýjum.

Miðvikudagur enn heitt Gigtin var í stuði í dag. Vakti mig með verkjum kl. 4 í nótt og aftur kl. 8 í morgum, skildi það hafa eitthvað með drykkjuna í gær að gera !!!!

Afríkanskt te og muffins með marmelaði í morgunmat J

Við Guðmundur gengum á pósthúsið og kíktum í nokkur gallerí. Fish and chips í hádegisverð.

Segðu svo að ég nenni ekki að skrifa herra Guðmundur harðstjóri. Stóð mína plikt í dag.

 

Frá Guðmundi: Ókey J J J


6. hluti ferðasögunnar

Laugardagur 13 okt. Kl. 15.15

Í dag er ritskoðun í gangi í grænu bókinni. Mér er sagt að skrifa niður um íslensku tónlistina sem hljómar hér um allt. Álfar og fjöll diskurinn er ansi vinsæll hér í sl afriku. Það skemmtileg við hana er að henni er stjórnað frá gamla góða útvarps, plötuspilara, segulbands skápnum sem afi Jón átti og var alla tíð í stofunn hjá afa og ömmu ásamt stólunum sem eru heima hjá mér. Gott að sjá þessa gömlu góðu hluti hér um allt. Hér fyrir innan gluggan sem ég sit við er t.d. gamli marmara lampinn sem Villi og Unnur gáfu okkur í trúlofunargjöf fyrir 30 árum. Villi hirti hann þegar ég ætlaði að henda honum fyrir nokkrum árum enda fékk ég aldrei almennilegan skerm á hann sem ég var ánægð með eftir að Sigrún brenni þann gamla óvart um árið.

Þegar ég kom á fætur um 10 var hér breskt fuglabjarg í gangi á eigandastéttinni en heitt loksins hitinn fór í 36° í dag. Í dag er markaðsdagur og Guðmundur fór með mig að skoða hann komum reyndar frekar seint svo verið var að loka mörgum básum. Ósköp líkt kolaportinu nýtt og gamalt í blandi. Smakkaði æðislega osta hjá þarna. Sá líka mjög fallega handmálaða dúka en ég er ekki búin að átta mig á verðunum enn svo ég keypti ekkert í þetta sinn. Enda hef ég bara verði á Lodginu þar sem ég fæ allt ókeypis J J J

 

Við hittum Jenný og hún kom í drink. Mér líst vel á þá kellu virðist áhugaverð og ég hlakka til að kynnast henni betur. Er samt eins og klippt út úr breskum sjónvarpsþætti.

Seinna í dag fórum við Guðmundur í búðarleiðangur og göngutúr og ræddum ýmislegt saman. Líka í kvöld Gæðastund. Hér er Rugby keppni í gangi og allir að horfa á sjónvarpið. Svo við þurftum að vaka lengur og loka pleisinu. Á morgun er víst sunnudagur og pörusteik og strákarnir eru mjög spenntir að sjá hvernig hún kemur til með að líta út hjá Bradlei sem er ansi mistækur kokkur.

 

Sunnudagur 14. okt.

Allt í rólegheitum frekar svalt. Svínasteikin varð spennuefni dagsins eins og búist var við. Hún kom ekki til okkar fyrr en kl. 14.30 og var mjög góð en paran ekki alveg fullkomin þó Villi væri búin að vera að fylgjast með Bradley allan tímann meira og minna.

Ég flutti yfir í herbergi 14 í húsinu. Lítið og snoturt herbergi svo nú þarf ég að hreifa mig örlítið fleiri skref þegar ég fer á herbergið J J

Fórum seinnipartinn öll 3 í göngutúr ætluðum að heimsækja Maurise og Niel en þau voru ekki heima. Á heimleiðinni fór að hellirigna. Ég kíkti í fyrst sinn á TV síðan ég kom hingað. Ótal sjónvarpsstöðvar horfði á BBC prime nema hvað.

Í kvöld fékk ég bestu blómkálssúpu sem ég hef smakkað og mjög gott gulrótarbuff í kvöldmatinn. Var orðin úrvinda kl. 10.00 við að gera nánast ekki neitt.


5. hluti ferðasögunnar

Fimmtudagur 11. okt. Kl. 13.05

Vaknaði við gigtarfjandann sem greinilega hafði smyglað sér alla leið til S. Afríku með mér. Ég var lengi að koma mér á fætur. Kalt inni og erfitt að sjá hvernig hitastigið var úti. Ég gisti í herbergi 5 sem er rétt við stéttina þar sem strákarnir hafa bækistöð. Með franska glugga úti paradísargarðinn. Snoturt herbergi með baði.

En það er sól logn og hækkandi hitastig. Sit nú og snæði kartöflusúpu og heimabakað brauð. Settist út í sólina þegar ég kom út en var fljót inn í skuggan aftur. Sólin hér er stingandi heit og ég þori ekki að taka áhættu á að brenna   Gerði heiðarlega tilraun til að fara í sólbað eins og sönnum íslendingi sæmir en tolldi ekki lengi þar. Entist í 7 mínútur á bekknum og 4 mín með bakið í sólina J J J

Hér eru strákarnir á fullu ráðstefna í gangi svo ég bara dúlla mér. Reyndi að blogga en tókst ekki einhver dulkóðun í gangi, kann ekkert á þetta. Reyni seinna.

13.45: Fékk æðislega gott lasagna og salat namm namm. Gaman að sjá þegar verið er að taka af borðunum, hér er bara skvett úr glösunum á grasið allur vökvi nýttur J J J

Já fyrsta kvöldið hér Þriðjudag þegar strákarnir eru vanir að fara til Dave og Margret en sökum rafmagnsleysis buðu þeir þeim hingað í staðinn. Ég var búin að vera að drepast úr kulda og þreytu enda er hér ALLTAF setið úti, sama hvað sýnist mér, svo við borðuðum inni við arininn í bakherberginu. Fengum góðan mat og vín. Gott 36° og hitnandi úti.

21.25. Komin uppí rúm. Hver hefði trúað því upp á næturgöltinn sem hefur verið að berjast við að koma sér í rúmið fyrir miðnætti síðustu mánuði.

Dagurinn hjá mér var ansi rólegur færði mig milli stóla J og naut þess að drekka í mig andrúmsloftið hér. Skoðaði blóm og fugla og reyndi að ná þeim á mynd.

 

Við Guðmundur tókum okkar „daglega“ göngutúr seinni partinn upp í þjóðgarð og skoðuðum náttúruna. Þar voru miklir skógareldar fyrir tæpu ári og svartir trjástubbar upp alla fjallshlíðina. Tók dálítið af blómamyndum. Liturinn í afríku er bronze hér er svo leirugur jarðvegur og moldargötur út um allt. Rauðbrúnt í mismunandi litartónum. Liturinn á vatninu er líka brúnn koparlitur. Hér eru húsin líka mörg hver máluð í þessum tónum. Svo eru allir aðrir regnbogans litir á blómunum hér. Allar mögulegar tegundir margt að því sem vex hér eins og arfi eru blóm sem eru langdýrust heima eins og Kalla td. Við borðuðum 3 saman við arineldinn í kvöld og áttum gæðastundir.

Krybburnar syngja úti og myrkrið er þykkt og kolsvart. Stjörnurnar blika á himninum og sjást vel enda er hér engin ljósmengun.

 

Föstudagur 12 okt. Kl. 22.05:

Ég er komin á herbergi 5 eftir góðan kvöldverð hér. Við fengum okkur steik með bearnise og Petro Sambukka á eftir namm namm. Dagurinn í dag var ansi rólegur og ég finn þreytuna líða úr mér smásaman. Svaf dúrótt í nótt og vaknaði hress. Te og gyðingakökur í morgunverð :-) Garðurinn er dásamlegur og gott að hvílast þar. Fór reglulega í sólina til að halda hita en finnst full svalt í skugganum. Þori heldur ekki að taka áhættu af sólbruna hér er sólin svo stingandi heit og beint yfir hausnum á manni. Strákarnir eru á fullu í sinni vinnu og ég reyni að trufla þá ekki mikið. Starfsfólkið er á námskeiði svo álagið á þá er margfalt. Ég labbaði með Guðmundi mannafælu út í búð á Main Street. Einu malbikuðu götinni í þorpinu. Skrítið að sjá mannlífið einhver skrítin blanda af bretum og svörtufólki. Flokkast víst í Svarta, Hvíta og Litaði ég sé engan mun á þessu bara skemmtileg mannlífsflóra. Allir eru svo yfirmátakurteisir hér í Greyton hér heilsa allir Hello How are you. Og bla bla bla. Meira að segja þarf að heilsa öllum bílunum sem keyra framhjá bílstjórnir eru með augnkontak við mann og vinka, mjög vinaleg og kósý en að sögn Villa og Guðmundar er þetta tóm yfirborðsmennska á háu stigi og lítið á bak við það.

 

Hér eru allar götur rauðar moldagötur nema Main Street. Þar sem hótelið er. Engar gangstéttar og allir ganga í götukantinum á móti umferðinni í halarófu. Hér hangir fólk aftan á bílum á pöllum á pickupum er fólk með börnin í einnu hrúgu í skottinu engin sæti eða öryggisbúnaður. Allir bílarnir eru hrikalega gamlir og þó þeir séu nýir þá eru þetta eldgamlar týpur sem hætt er að framleiða á vestulöndum. Inn á milli eru þó fínir dýrir bílar Ríka pakkið eins og strákarnir segja.

Jæja allavega naut ég   þess í þessum túr að skoða bæjarlífið. Ég fór ekki inn í búðir heldur stóð fyrir utan með hundinn Lucky til að passa hann eða hann mig J

 

Í dag er föstudagskonsertinn vikulegi sem David sér um og fær frítt að borða á eftir í staðinn hann var hér að undirbúa í dag og skipaði fyrir út og suður, lét skipta um perur í loftinu og ég veit ekki hvað mjög ákveðinn Breskur kall.

Tónleikarnir voru að hefjast þegar við komum til baka. Ég settist inn enda kalt úti ég skil ekki alveg þessa útiáráttu strákanna að sitja alltaf úti sama hvað. Jæja allavega þegar inn kom var dama að spila á píanóið og hin bresku Dave and Marget Alden sátu prúðbúin í sófanum. Engir aðrir gestir. Ég virðist bara vera alger viðskiptafæla því engin bókun var í nótt og enginn á ressanum. En úr rættist og slatti af fólki kom. Davíð fór svo að syngja gamla slagara úr söngleikjum við undirspil af CD diskum. Allt í lagi en ekki meira en það. Þá hófst hin daglega barátta við að fá Guðmund til að borða inni við arininn. Við höfðum betur í þetta sinn gegn því að David og Margret kæmu ekki í lasty til okkar. Við vorum prífat í bakherberginu. Hér kólnaði all verulega í kvöld og er mjög rigningarlegt. Vonandi verður sól á morgun.

Ekkert gekk enn með bloggið botna það ekki. Sendi Sigrúnu Ósk smá texta og læt hana setja það inn. Góða nótt kl. 22.45


4. hluti ferðasögunnar

Svo undarlega vildi til að hann kom ekki á LandRovernurm ;-) já nú brosa sumir J

Hann var bilaður L svo hann var á lánsbíl sem var með undarlegri þjófavörn sem fór í gang í tíma og ótíma og Villi alltaf leitandi að takka til að stoppa þetta en þá opnaðist húddið. Tóm ánægja og skemmtilegheit.

Svo hófst ferðalagið það litla sem ég sá af Cape Town var mjög óspennandi enda bara leiðin frá flugvellinum og út úr borginni. Já ég gleymdi einu skemmtilegu þegar við vorum komin út að bílnum þá fór ég auðvitað að hlið hans meðan Villi kom Bardúsu fyrir í skottinu.. Villi horfði sposkur á mig „Ætlar þú að keyra?“ „Nei ekki strax“ sagði ég. Hann leit á mig brosti enn breiðar „Ertu viss“ „já“ sagði ég og skildi nú ekki þennan brandara. Hann brosti ennþá breiðar „Þú ert bílstjórameginn “ Auðvitað var ég búin að gleyma þessu J J J

Skelfilegt var að sjá fátækrahverfið kofahverfi með litlum kofum byggðum úr rusli og öllu efni sem tiltækt er. Og fólk á götunni bíðandi eftir að vera sótt eða sölumenn að reyna að selja manni allskonar drasl á hverjum gatnamótum.   Við með allt læst !!!

Eftir því sem við fjarlægðumst Cape Town varð sífellt fallegra. Landslagið og litirnir minna samt að mörgu leiti á Ísland.

Það var frekar hráslagalegt veður og búið að rigna mikið. Eins og við mátti búast þurfti Villi að nota ferðina svo við komum við í Caledon til að fara í banka. Það sá ég þetta margumtalaða s.afríska hæglæti í raun. Villi var að taka út fé í gegnum íslenskt Visakort og það tók ansi mörg símtöl ma. Alla leið til Íslands áður en yfir lauk. M. a. Þurfti Villi að fara inn fyrir deskinn til að tala við þá á Íslandi, gegnum tvær öryggishurðir. Meðan við biðum eftir að bankinn kláraði þetta einfalda dæmi skruppum við í bókabúð og supermarkað eins og í litlu þorpi heima. Fyndna við bankann var að gjaldkerinn spurði ítrekað um hvað föðurnafn móður hans væri. Já svona virkar kerfið í s. Afríku.

Loksins 33 tímum frá brottför að heiman komst ég til Greyton Lodge þreytt, sveitt, skítug en alsæl. J J J

Mikið var þetta nú dásamlegt tækifæri sem þessar elskur eru að veita mér.   Gott að fá loks langþráð knúsið frá Guðmundi sem að sjálfsögðu var með blóm í höndunum. Tóm sæla Love love love

Fyrstu tímarnir fóru nú bara í að taka bað og ná áttum, skoða aðalbygginguna og snakka við strákana langþráð. Hér er mjög mjög fallegt. Guðmundur sýndi mér svo garðinn sem er ekkert smá flottur J og trén sem eru af öllum gerðum og stærðum mörg hver berandi blóm og ávexti svo þetta varð smakktúr líka. Blómin líka ansi fjölbreytt og flott og allt svo vel hirt nema hvað J Já þeir mega vera stoltir af Lodginu sínu þessar elskur.

Hér var svo kalt að ég fór í peysuna sem ég var búin að drösla mér mér alla leið í bakpokanum alveg að óþörfu.

19.03 það er kalt í s. Afríku og ég þakka fyrir að hafa tekið með peysuna góðu. Ég var að koma úr matarboði hjá Dave og Margrét. Góður matur og skemmtileg umhverfi en get nú ekki sagt að mér finnist þau skemmtileg. Hrikalega bresk og tuða stöðugt hvort í öðru. Dave sér um tónleika á Lodginu á hverjum föstudegi og fær mat í staðinn á móti bjóða þau þeim í mat hvern þriðjudag. Ágætis fyrirkomulag Villi fær þá heimilsmat sem hann þráir ákaft enda með ekkert eldhús heima hjá sér. Þeir búa hér á Lodginu í litlu rými. Sem dugir bara til að sofa og horfa á sjónvarpið lítið meira. En dugir þeim svo sem í bili.

Ég sit hér í garðinum á Lodginui. Hér er ALDREI setið inni og sötra hvítvín. Jólaseríurnar sem Guðmundur hamstraði heima áður en hann flutti eru hér um allan garð og gera þetta mjög kósý án þess að vera jólalegt.


3. hluti ferðasögunnar

9.15 að s.afrískum tíma

Lent og komin í gegn. Smá pirringur á meðan síldartunnan var losuð en svo gekk allt bara smurt. Sem sagt komin í gegn sveitt og þreytt en full tilhlökkunar. Villi tefst aðeins við að keyra starfsfólkið svo ég er bara róleg á kaffihúsi NEWSCAFÉ pantaði 1 latte.

 

Hvað bíður min næstu klst er óskrifað blað en verður örugglega bara spennandi vonandi kemst ég í sturtu fljótlega, finnst ég ansi úldin eftir allt púlið.

En ég er búin að stíga stóran sigur núna. Ekki var það í mínum björtustu draumum að þetta væri mögulegt.

Ha ha skemmtileg hér kom froða í háu glasi og kaffið í örlítilli könnu með, alltaf sér maður eitthvað nýtt. Þetta minnir helst á Irish café.

 

Dagur 2 í s. Afríku

 

Kl. 11.53. Var að koma mér á fætur og sit nú hér uppi í garðinum í sól og blíðu og nýt þess að drekka í mig andrúmsloftið. Hér eru dúkuð borð með köflóttum dúkum með blómum á úti á miðri grasflötinni. Hér eru fuglarnir syngjandi margraddað. Blóm af öllum mögulegur gerðum og alls kyns gróður er allt í kringum mig. Og smiðurinn að smíða fangaklefa fyrir andapabbann Donald svo hann drepi ekki ungana en andamamma Daisy liggur á 9 eggjum. Donald er svo mikill barnaníðingur segja strákarnir að hann drap alla ungana sína síðast. Lucky hundurinn tók mér fagnandi þegar ég kom loks út áðan.

Garðurinn er eitthvað svo friðsæll og flottur að ég settist á bekk í sólinni sem ákvað nú loks að bjóða mig velkomna.

Ferðalagið í gær tók alls 33 tíma. Hér kom þjónustustúlkan og færði mér Latte og spurði hvort ég vildi ekki borða ég sagðist vilja bíða aðeins. Um hvað það er gott að láta sólina hita bólgnu liðina mína, smá gola en bara þægilegt.

Jæja en að flugvellinum aftur. Meðan ég var að bíða eftir Villa fór ég og reyndi að taka út pening til að hafa við hendina í hraðbanka. Hann var auðvita bilaður svo ég fór í einhverskonar bankaútibú og þar þurfti afgreiðslukonan vegabréfið, undirskift og kortið mitt og hvarf svo bara með allt saman !!! bara þó nokkra stund en skilaði sér svo með allt saman. Villi fann mig þar inni ó hvað það var nú gott að sjá hann og fá að kissa hann og knúsa í klessu besta bróðir í heimi. Loksins er ég komin til hans.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband