27.9.2007 | 00:39
14....13...........11 og óskir uppfyllast :-)
Úbs komið fram yfir miðnætti og búin að missa af 12...
Undirbúningur dagsins fólst í að hitta heimilislækninn og gera læknisfræðilegan undirbúning fyrir afríkuferðina.
Hún prentaði út 7 bls. af leiðbeiningum sem þarf að hafa í huga við ferðalagið. Td. um sprautur og hinar ýmsu sjúkdómalýsingar og viðvaranir. Ég má ekki vera td. berhent við sólarlag og sólarupprás. (í 37° hita) Ekki drekka klaka, ekki borða mat sem ekki er fulleldaður, ekki borða ógerilsneyddar mjólkurvörur, sofa í flugnaneti, ekki stunda kynmök án smokks (ég harðgift manneskjan ekki veit ég hvað hún heldur um mig) og svona hélt listinn áfram heilar 7 bls. Þetta hætti að vera fyndið en ég er enn ekki búin að lesa allan listann held ég sleppi því bara.
Þó sagði hún að aðaláhættan fyrir ferðamenn væri að lenda í árekstri. Ekki mætti aka fullur (hvað heldur hún að ég sé eiginlega að fara að gera), ekki aka ökutækjum sem maður hefur ekki réttindi á og að kynna sér umferðarreglur í hverju landi fyrir sig er sérlega mikilvægt.
Já heimilislæknirinn minn er nú alveg kafli út af fyrir sig en ekki meira um það. Stóra lyfjasmyglmálið er komið í höfn, fór drekkhlaðin af lyfseðlum frá henni og já aðalatriðið fékk vottorð á ensku um að ég væri með fullt af járnadrasli í neðri hluta baksins. Það er víst mikilvægt að hafa slíkt plagg með sér núorðið.
Stóra gleðiefni dagsins er að fjölskyldan uppljóstraði um leyniplottið sem hefur verið í gangi lengi með tilheyrandi hvískri og pískri í hornum. Þau ætla að gefa mér myndavél að eigin vali í afmælisgjöf, sem ég má fá strax :-) :-) :-) Takk fyrir það dúllurnar mínar. Ég var ekki lengi að ákveða hvaða vél ég vildi fá, var á leiðinni að athuga hvort hún fengist ekki í fríhöfninni ;-)
Frétti svo í kvöld að hún fæst ekki á landinu og ekki í fríhöfninni heldur en ég fæ samskonar eintak að láni með mér út og fæ svo splunkunýja þegar ég kem heim.
Alltaf gaman að fá óskir sínar uppfylltar. Ég sem hélt þau væru að plotta allt annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.9.2007 | 17:42
13 dagar
Já niðurtalningin er á fullu. Í dag gekk ég frá ýmsum hlutum fyrir ferðina, fékk mér alþjóðaökuskýrteini. Má sem sagt keyra hin ýmsu farartæki um allan heim. Var með meiri réttindi en ég vissi þegar til kom. Ég ætla sem sagt að nota tækifærið og prufa að keyra í vinstri umferð í Greyton. Mér skilst það sé lítil umferð þar. Nú er bara spurning hvort BMW inn verður kominn í lag þegar ég kem út eða hvort ég fái að taka í Land Roverinn á sveitavegum í s. afríku. Spennandi.
Fékk líka eitthvað voða fínt skýrteini frá Tryggingastofnun sem gildir víst um allan heim, allur er varinn góður
Á morgun á svo að hitta doksa og finna út úr stóra lyfjasmyglmálinu .................
Gerðist líka svo forsjál að panta mér tíma hjá sjúkraþjálfaranum strax og heim kemur og alveg fram í janúar. Veitir örugglega ekki af. Vonandi ég standi bara í lappirnar eftir löngu 12 tíma flugin, treysti mjaðmagrindinni ekkert of vel.
Ferðataskan er komin hér inn á gólf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 15:54
niðurtalning hafin
Jæja þá er farið að telja niður, nú eru 14 dagar þangað til stóra ævintýrið hefst.
Undirbúningur á fullu og í hin ýmsu horn að líta.
Hef annars verið mjög upptekin við eitt og annað kringum Halaleikhópinn. Afmælishátíð í vinnslu með tilheyrandi stússi og fundarsetum. Vinna við uppfærslu heimasíðunnar þegar göt gefast. Og síðast en ekki síst vinna kringum hlátursnámskeiðið mikla eins og ég er farin að kalla það. Nú er orðið ljóst að við munum sína afraksturinn af því allan í október svo fylgist vel með á www.halaleikhopurinn.is. Það verður frábær hlátursskemmtun.
Í dag er verið að setja lyftubúnað í nýja bílinn svo Örn ætti að geta farið allra sinna ferða hjálparmannslaust frá og með morgundeginum. Það verður alger bylting fyrir hann. Það er erfitt að vera sífellt öðrum háður. Svo við fögnum mikið hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.9.2007 | 14:54
er komin á 65 ára skeiðið
Samkvæmt þessari lesningu sem ég fékk senda í tölvupósti
Mömmur ;)
4 ára = Mamma mín getur allt.
8 ára = Mamma mín veit heilmikið.
12 ára = Mamma mín skilur ekki neitt.
14 ára = Að sjálfsögðu veit mamma mín ekki neitt um þetta frekar en annað.
16 ára = Mamma mín er ótrúlega gamaldags.
18 ára = Mamma mín er orðin svo gömul að hún veit ekkert um hvað lífið
snýst í raun og veru.
25 ára = Mamma gæti nú vitað hvað ég ætti að gera.......
35 ára = Við skulum tala við mömmu áður en við ákveðum hvað við gerum.
45 ára = Hvað ætli mömmu finnist um þetta?
65 ára = Ég vildi óska að ég gæti rætt um þetta við mömmu............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2007 | 00:37
Ferðin í höfn
Jæja eftir miklar og erfiðar hríðar er AFRÍKUFERÐIN í höfn. Búin að bóka flug í allar áttir. Ekki er þetta nú einfalt mál að bóka svona á netinu og vottun á kortið og ég veit ekki hvað. En alla vega ég fer út 8. okt. gegnum London og kem aftur 31. okt. Svo nú er bara að fara að spá hvað maður tekur með sér og ganga frá lausum endum.
Hér er Stebbi og Guðmundur í s.afríku fyrir 2 árum. Hann hefur aðeins breyst síðan á síðustu mynd :-)
Eins og Stebbi bróðir benti á í kommenti í síðustu færslu er þetta að verða hefð að við systkinin förum til Villa bróðir til Greyton þegar við verðum 50 ára. Honum var boðið út af vinkonu sinni fyrir tveimur árum þegar hann átti stórafmæli og nú bjóða þeir Villi og Guðmundur mér. Svo Palli minn hver skildi bjóða þér eftir 5 ár og hver skildi bjóða Villa hvert eftir 2 ár. Hvernig var það Sigrún Jóna var þér boðið eitthvað þegar þú varðst 50 ára? Bara svona að velta þessu fyrir mér. Skemmtileg tilviljun hjá okkur Stebba.
Donald, Daisy og Daffi. Eru hluti af fjölskyldunni á Greyton Lodge og líka Lucky.
Fullt af nýjum fjölskyldumeðlimum sem ég hef ekki séð ennþá.
Kvíðahnúturinn í maga mínum er aðeins að stillast. Hetrow er enn áhyggjuefni hvernig ég kemst þar um og milli terminala. En ég hef rúman tíma og ýmislegt er víst hægt að skoða á netinu. Svo nú er bara að kynna sér málin almennilega.
Annars er ég á kafi í þessu stórskemmtilega námskeiði í Halanum. Þar sem hláturstaugarnar eru sko kitlaðar hressilega í hvert sinn. Ég er búin að vera á fullu í hljóðtækninni og gengur bara ágætlega. Mikill tími hefur farið í þetta en er hverrar mínútu virði. Hláturstaugarnar eru vel virkar þessa dagana þrátt fyrir allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.9.2007 | 10:53
Stebbi bró til hamingju með afmælið
Stebbi stóri bróðir minn sem býr í Osló á afmæli í dag því segi ég bara
Til hamingju með daginn Stebbi minn.
Hér eru ég með ljósu lokkana, Stebbi bróðir á bakvið í matrósafötunum og Villi bróðir sem ég er að fara að heimsækja til s. afríku. Líklega um jólin 1959 eða 1960. Allir í stuði. En uppsetningin er alveg týpísk. Við Villi vorum alla tíð mjög fjörug og uppivöðslusöm og komum okkur í frontinn og kepptum þar um athyglina í stórum hóp. Stebbi var ekkert minna uppátektarsamar en hann var ekkert að trana sér fram heldur fór bara sínar eigin leiðir. Kannski gerum við þrjú þetta allt saman ennþá. Er ekki viss. Alla vega finnst mér við vera ansi krúttlega á myndinni.
Ástandi hjá mér er þannig núna að mig vantar aukatíma í sólahringinn, allt vitlaust að gera á öllum vígstöðvum. Verið að æfa á fullu þrjú mismunandi verk hjá Halanaum sem ég er mismikið innvikluð í. Undirbúningur undir afmælið á fullu og í mörg horn að líta.
Ýmsar læknisheimsóknir í gangi og mis erfiðlega gengur að fá sambandi við hina ýmsu sérfræðinga. Merkilega vel varðir af riturum og aðstoðarfólki.
Ég er þó með eitt mottó þessa vikuna ég ætla að halda hvíldardaginn heilagan og gera sem minnst á morgun. Helst liggja með tærnar uppí loft og slaka á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.9.2007 | 20:20
Hló mér til óbóta og fékk mér verkjatöflu við hlátrinum
Verkjapillur duga við ýmsu. Gerði mér grein fyrir því þegar ég var í dag að segja frá gærkvöldinu. Það var svo gaman hjá mér á hljóðborðinu á námskeiðinu og svo margt óborganlega fyndið sem gerðist meðal þátttakenda að ég hló mér til óbóta. Ég er í dag með strengi í maganum og fæ hlátur upp í hugann þegar ég hugsa til þessa gæðakvölds í góðra vina hóp.
Þegar ég svo fór að sofa í gærkvöldi var ég öll í einum herping og kvalin mjög í herðum og hálsi (bakföllin) og magavöðvum. Endaði á að fá mér verkjatöflu og grjónapoka til að ná mér niður. Svaf svo eins og engill enda sæl í sinni þó skrokkurinn mótmæli, skítt með það. Vaknaði í morgun glöð og kát og sprakk úr hlátri þegar ég var að segja frá því að ég hefið fengið mér verkjatöflu við hláturskasti.
Bara vildi deila þessu með ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.9.2007 | 10:50
Ég er Nörd ekki nokkur spurning
Í öllu annríki síðustu daga hef ég uppgötvað alveg nýtt nördagen í mér. Minn heittelskaði var að sýsla með músík as usual fyrir leiklistarnámskeiðið. Þurfi klippingu á nokkrum lögum og eitthvað gekk illa í tölvunni hans. Svo ég fór að kíkja á þetta í tölvunni minni. Og féll svoleiðis í stuð og klippti út og suður hljóð og gekk frá til flutnings. Þetta var það erfiðast sem ég gerði í skólanum og hef nú alltaf verið talin greindarskert þegar kemur að tónlist og tækni þar í kring. Eins og ég hef bloggað um áður.
En sem sagt er orðin hljóðklippari og ekki nóg með það heldur vantaði hljóðmann í gær og mín bara skellti sér á græjurnar í gærkvöldi og brilleraði. Já það er gaman að finna nýjar hliðar á sér. Ekki það að ég hafi neinn tíma í þetta en allt fyrir leiklistina :-)
Annars hef ég verið á haus í hinum ýmsu ólíku verkefnum og ömmuhlutverkinu. Afríkuferðin nálgast óðfluga og nú lítur helst út fyrir að ég fari án fylgdarmanns :-( Mér er sagt hægt sé að láta bera við öldrun eða fötlun og láta keyra sig á milli terminala eða hvað þetta heitir. En ég er nú ekki svo gömul eða svo fötluð eða hvað !!!!!
Jæja sjúkraþjálfinn bíður, meira fljótlega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.9.2007 | 00:16
Í þá gömlu góðu daga
Í mörg ár lét maður sig ekki vanta þarna og átti góðar stundir en strembnar.
Svo tók við reksturinn á fénu heim og það var mikið fjör á þessum árum.
Að maður gleymi nú ekki svo réttarböllunum í Víðihlíð þar var sko stuð úti um alla móa.
Nú er maður ekki í neinum almennilegum tengslum við fólkið sitt í Húnavatnssýslunni.
Lífið er stundum skrítið og fer með mann í hringi.
Er fegin í dag að vera ekki blá og marin á lærunum eftir þær hyrndu.
Bið að heilsa norður í sveitina mína
Réttað í Auðkúlurétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2007 | 21:45
Myndablogg
Hér koma nokkrar myndir sem skýra að hluta hversu upptekin ég hef verið síðustu daga.
Trimmklúbburinn Edda varð 20 ára á fimmtudaginn Af því tilefni fórum við í dagsferð upp í Borgarfjörð. Við fórum gegnum Þingvelli og að Fossatúni og svo Dragann og Hvalfjörðinn heim. Í Fossatúni við Grímsá snæddu við æðislega góðan hádegisverð eins í góðum félagsskap. Eftir matinn tók hver listviðburðurinn við á fætur öðrum. Í ljós koma að börn klúbbfélaga eru sérdælis listfeng og sungu og skemmtu af stakri snilld. Við fengum stórtenórinn Snorra Hjálmarsson sem er sonum Möggu og Hjálmars jólaprins til að syngja fyrir okkur. Ég er svo kolfallin fyrir honum að ég á pottþétt eftir að sæta lagi að komast á tónleika hjá honum og fá mér disk sem hann hefur gefið út. Önnur söngkona kom sem ég veit ekki nafnið á og söng líka eins og engill hún er dóttir Ásbjargar sem hefur verið að kenna okkur annað veifið í sundleikfiminni. Auk þess sem tveir píanóleikarar léku fyrir okkur af stakri snilld. Tvær kisur komu svo og sungu fyrir okkur kattardúettinn óborganlegar. Þetta var skemmtilegur dagur og góður. Fleiri myndir HÉR
Við í stjórn Halaleikhópsins höfum staðið í stórræðum og hver fundurinn á fætur öðrum tekið við. Í ansi mörg horn að líta og mikið að rita fyrir ritarann ;-)
Öddi minn er á leiklistarnámskeiði og þar sem lyftubúnaðurinn fyrir hjólastólinn er ekki enn kominn í bílinn hef ég verið að skutlast fram og til baka og redda hjólastólnum. Ekki það að það hefur verið mjög skemmtilegt, námskeiðið er mjög skemmtilegt og áhugavert.
Fleiri myndir af námskeiðinu má sjá HÉR
Við vorum svo á þankaroksfundi um undirbúning fyrir Gaukshreiðrið . Guðjón Sigvaldason ætlar að leikstýra okkur og hefst það í nóvember. Fleiri myndir HÉR. Hér fyrir neðan sést þegar formaðurinn handsalar samninginn eftir undirritun.
Í mörgu er að stússa í leikhópnum enda er þetta afmælismánuður, hápunktur afmælisársins og í ansi mörg horn að líta. Við ætlum að halda veglega afmælisveislu með tilheyrandi skemmtiatriðum og veitingum. Stuttverkakvöld og bíókvöld í október. Margt smátt er að bresta á í Borgarleikhúsinu þar tökum við örugglega þátt á einn eða annan hátt. Sem sagt ýmislegt í pípunum og allt á fullu. Erfiðar fæðingarhríðar á sumu meðan annað gengur velsmurt.
Enn er ekki komin dagsetning á S. Afríkuferðina en ég er búin að fara í 4 sprautur just in case. Og er að skipuleggja eitt og annað í tengslum við brottför mína, virðist vera ómissandi í hugum sumra og er að vinna gegn því. Stal þessum myndum af síðunni í Greyton mér virðist að það hafi rignt þar líka og líka verið rómantískt kvöld með kertum ivð innganginn. Hlakka mikið til þessa ævintýris.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)