Knús á línuna

hug-1

Hann Júlli bloggvinur skrifaði svo æðislegan pistil að ég ætla að taka mér bessaleyfi og vísa á síðuna hans hér:  http://juljul.blog.is/blog/juljul/

Þar er kærleikurinn í fyrirrúmi eins og alltaf hjá Júlla


í dag

Vann ég vinnuna mína og lítið meira um það að segja

Kíkti við í leikhúsinu og þar voru strákarnir á fullu að vinna að fegrunaraðgerðum

Fór heim og lét karlinn dekra við mig

Horði á House og ætla fyrir miðnætti í rúmið

Þannig leit nú þessi dagur út í meginatriðum


Í dag

Fór í sjúkraþjálfun þar sem tilraun var gerð til að slíta af mér hausinn

Borðaði kjötsúpu í hádeginu og fékk hrásalat með (franskur kokkur)

Kannaði vegalengdina milli Friedrichshafen og Basel

Sótti Heklu í skólann

Fór í Bónus og verslaði í fulla 4 poka fyrir rúmar 12.000 kr.

Móðgaðist

Keyrði Heklu í dans

Fór í 45 mín göngutúr um Laugardalinn

Fór í apótek

Svaraði mínum heittelskaða sem hélt að ég væri týnd

Fékk meiri íslenskan mat í kvöld

Er að kálast í verkjum í grindinni

Hætti að vera móðguð

Hlakka til morgundagsins

Er bjartsýn og glöð inní mér þrátt fyrir ástandið á skrokknum og í efnahagslífinu

Er ekki á leið til Afríku, varð bara að klára lifrabólgubólusetninguna svo dugi næstu 20 árin

 


Um mig í kreppunni

Ég fór ekki og keypti 20 kg. af hveiti og 10 kg. af sykri

Ég fór ekki á Krepputorgið

Ég er fréttasjúk og bíð eftir næsta blaðamannafundi

Ég á enga innistæðu í bönkum landsins

Ég reyni að vera bjartsýn

Ég hamstra ekki

Ég er ekki farin að kaupa jólagjafir

Eða jólasteikina

Ég fór í þolpróf í gær og kom svona ljómandi vel út úr því þrátt fyrir......

Ég fór líka í lifrarbólgusprautu og flensusprautu í fyrradag

Ég fór í saumaklúbb í gærkvöldi og prjónaði af miklum móð

Ég ætla að fara að undirbúa ferðir Víðsýnar næsta ár svo við höfum eitthvað að hlakka til

Ég ætla í partý á laugardaginn

Ég er lukkunnar pamfíll þrátt fyrir fréttasýkina


bloggleti og aktífhed

já bloggletin er mikil þessa dagana. Hugurinn er meira og minna annarsstaðar og ekki vil ég setja allt á bloggið ennþá. Ýmislegt er að gerast í mínu lífi og sjáum til hvernig það þróast.

Vikan hefur venju fremur helgast að ráðstefnu sl. laugardag um notenda stýrða þjónustu sem er réttilega andstæðan við þjónustu stýrðan notanda sem við erum því miður í dag. Á fimmtudag var málþing um nýja sjúkratryggingakerfið og kostnaðarvæðingu heilbrigðiskerfinsins  og í dag var aðalfundur Öryrkjabandalagsins. Sem sagt mikil fundarhöld og líka jú æfingar hjá Hjólastólasveitinni sem brilleraði í morgun á Grand og er að undirbúa stórt gigg í Iðnó í nóv. nánara plögg síðar.

Já og ekki má gleyma óborganlegu ferðalagi sem ég lenti óvart í þegar fyrsti snjórinn kom og var klst. að komast leið sem ég annars er vön að taka á 10 mín. mjög áhrifaríkt að vera stopp spólandi á sumardekkjunum á fjölförnustu götum borgarinnar. Skellti vetrardekkjunum undir daginn eftir og þakkaði guði fyrir að kvöldævintýrið endaði vel. Aldrei hef ég sett vetrardekk eins snemma undir bílinn og jú sjaldan verið um leið eins háð honum eða eiginlega samt ekki ég heldur fjölskyldan.

Bull bull og bloggleti


Kveðja frá afríku

Guðmundur mágur á afmæli í dag og af því tilefni hringdi ég til Greyton. Þar gengur lífið sinn vanagang, aðaláhyggjuefnið var uppeldið á öndunum.....í tjörninni. Frábært að heyra í þeim og þeir biðja fyrir kveðju til allra á Íslandi sem þeir þekkja.

Grein um Íslandreisu Lounu kom í bæjarblaðinu í Greyton og Villi setti hana inn á bloggið sitt http://www.afrikufararnir.blogspot.com/

 

 


Lifi byltingin

Þannig var tilfinningin þegar ég gekk út af Grand Hóteli í dag þar sem ég sat ásamt 170 manns á ráðstefnu um Notendastýrða þjónustu. Frábær ráðstefna þar sem talsverð vitundarvakning fór í gang. Fyrir mér er þetta ekki ný hugsun, hef spáð í þetta síðan 2003 þegar ég var send á ráðstefnu um sama málefni til Stokkhólms. Þá var reyndar bara verið að tala um geðfatlaða. Í dag voru gestir frá Norðurlöndunum og héðan frá Íslandi sem sögðu frá reynslu sinni af hinum ýmsu hliðum þessa mikilvæga máls. Þau voru öll frábær og ég held að allir hafi farið fullir eldmóðs út í daginn og ég spái byltingu í þessum málum næstu árin hér á landi.

Sjá nánari upplýsingar um þessi mál hér:

http://www.fotlunarfraedi.hi.is/page/rif_fotl_not_thjon

og hér:

http://www.sjalfsbjorg.is/user/cat/show/66/379/


Fjölskyldan stækkar og stækkar

Nei nei ég er ekki ólétt og ekki dóttirin heldur...... sonurinn..... nei nei.

En í Fréttablaðinu í vikunni var talað um mikilvægi þess að eiga gæludýr og mælt með að fólk fengi sér lamb fyrir gæludýr. Upphófust á heimilinu miklar umræður um gæludýraeign, við höfum ekki verið mikið í þeirri deildinni síðan við hættum í fiskeldinu um árið.

 

bg-lammas-2

En lamb var eitthvað sem heillaði svo við skelltum okkur á eitt slíkt sem fékk nafnið Lambi. Hrikalega mikil dúlla sem heillar alla uppúr skónum. Dóttirin var sérlega heilluð af Lamba og tel ég líklegt að eftir þetta annaðhvort flytji hún heim aftur eða feti í fótspor foreldranna.

Hér er slóðin Kjaftaskur http://www.kindur.is/About/why

 


sagði ég ekki

jú jú ferðin í sjúkraþjálfun í dag var sérstök. Nú vildi hún prófa nýtt rafmagnstæki. Rosa stóran svartan nuddara. Þetta var eins og að vera með slípirokk á kálfunum, en svei mér þá ef það virkar ekki ágætlega.

 


smá líf í minni

Haustið er komið og lífið gengur sinn vanagang. Eins og hjá velflestum félagsmálafríkum tók við heilmikið fundarstúss eftir verslunarmannahelgi til að skipuleggja vetrardagskrána. Þar sem ég kem víða við og af einhverjum dularfullum orsökum er í hinum ýmsu stjórnum og nefndum, þannig að dagskráin hefur verið þétt skipuð milli þess sem ég hef verið í sjúkraþjálfun til að halda skútunni gangandi. Alltaf tekur sú þjálfun nýjar hæðir og nú er svo komið að tveir sjúkraþjálfarar skipta mér á milli sín og alltaf finnst eitthvað nýtt og nýjar aðferðir prufaðar, undantekningarlaust mjög sársaukafullar. Nú er sá tími sem skila þarf inn styrkumsóknum víða og er það mikil vinna sem þarf að vanda vel til. Ekki veitir af í „kreppunni“ eflaust verður erfitt að sækja fjármagn til menningarviðburða í vetur. Hef minni áhyggjur af aðsókn, held að fólk fari og lyfti sér upp í vetur.

Framundan eru meiri fundir og ráðstefna. Eitthvað að fæðast í læknadeildinni og fjölskyldan til í veturinn, farin að prjóna til jólagjafa.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband