14.9.2008 | 21:15
Bloggleti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2008 | 00:04
Algerlega fyrirséð
Eftir langan fundardag á hinum ýmsu póstum er vetrardagskráin að skýrast.
Hún er nokkuð fyrirsjáanleg og hefðbundinn. Gæti þó komið á hana einn gamall vinkill sem ekki hefur verið inni lengi hver veit. Sjáum til vill einhver giska á programmet?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2008 | 16:03
Ég var klukkuð af dóttur minni Kjaftaskinum
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Bóndi
Dagmamma
Skeytari
Byggingarvinna
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Mamma Mía
Sound of musik
man ekki fleiri er ekki mikill bíóaðdáandi
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Bræðrabogarstígur í Reykjavík
Árholt, A-Hún
Akureyri
Fossvogur í Reykjavík
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Fréttir
House
Design Star
Eurovision
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Írland, S. afríka, Danmörk og Svíþjóð
Fjórar síður sem ég heimsæki daglega(fyrir utan bloggsíður)
leiklist.is
- heimsæki ekki fleiri sem ekki teljast bloggsíður daglega en skoða ansi mörg blogg þegar ég tek mig til.
Fjórir staðir sem ég mundi helst vilja vera á núna:
Kaupmannahöfn, Osló, Greyton, og bara hér heima er mjög fínt að vera.
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Laufabrauð, Ipanama, looprevil og isdrottningin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.9.2008 | 10:31
Til hamingju með daginn Hekla mín
Í dag er barnabarnið 11 ára. Þetta ljós sem kom inn í líf okkar ömmu og afalinganna á tíma þar sem lífið var orðið ansi erfitt og tilgangslaust. Hún kom eins og kölluð og hefur verið mikil ömmu og afastelpa frá fra fyrstu stundu. Ótrúlegt að það séu komin 11 ár síðan. Henni hefur tekist að vekja með okkur vonir um betri framtíð og skapað líf og fjör í kringum okkur.
Hekla er algert ljós, kann varla að vera óþæg, henni gengur flest vel sem hún tekur sér fyrir hendur og gengur vel í skólanum. Hún er ýmsum hæfileikum búin og spennandi verður að vita hvernig hún mun rækta þá með sér áfram.
Í dag ætlar hún að bjóða okkur í kvöldmat, ég hlakka svo til. Á myndinni hér að ofan er hún ásamt Sigrúnu Ósk móður sinni og Erni afa fyrir utan Akureyrarkirkju í sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2008 | 11:12
Forréttindagellan bloggar frá Sólheimum
Ég er forréttindagella. Dvel þessa vikuna í æðislegasta samfélagi á Íslandi að Sólheimum í Grímsnesi. Hér er kærleikur, ást og umhyggja í fyrirrúmi. Engar klukkur til að reka á eftir manni. Við bíðum bara eftir að kirkjuklukkan hringi 12 þá förum við í mat í rólegheitunum. Við erum hér saman 10 manna hópur úr Ferðafélaginu Víðsýn okkur til heilsueflingar. Dveljum á gistiheimilinu og fáum svo að taka þátt í daglegu lífi íbúa hér á staðnum. Erum líka með okkar dagskrá. Hér er farið í leikfimi 1 - 2 sinnum á dag, Ella sér um Abbaleikfimi á morgnana. Ég sé svo um sundleikfimi seinnipartinn í litlu sætu lauginni hér. Við fengum fyrirlestur um vinnustellingar áðan. Ég er búin að vinna á leirkeraverkstæði og í kertagerðinni. Æðislegt að fá að taka þátt með fólkinu.
Í gærkvöldi var minn hópur með Mexíkó kvöld þar sem við spiluðum Mexíkómúsík, elduðum mexíkanskan mat og vorum með eldheitan fordrykk, skreyttum allt með appelsínugulu og Björn hélt fyrirlestur um menningu Mexíkóana fyrr á öldum. Gaman gaman.
Ég er búin að fá fótsnyrtingu, herðanudd, litun og plokkun og allskyns dekur sem við veitum hvort öðru hér. Fullt af gönguferðum í þessu yndislega umhverfi. Hópurinn er mjög góður og samstilltur og við erum öll að komast á Sólheimatíma hér. Rólegheit og uppbygging í fyrirrúmi.
Í kvöld er súpukvöld hér á kaffihúsinu og ælum við að taka þátt í því. Síðan verður Bingó hjá okkur. Á morgun höldum við svo að Heklusetri eh. þar sem við fáum leiðsögn um svæðið og lúxusmat á hótel Leirubakka áður en haldið verður heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2008 | 20:20
Ennþá lúin
Já það er bölvuð þreyta í skrokknum, held það sé bara veðrið. Því vikan hefur verið venju fremur róleg, nema það séu rólegheitin sem fara svona í mig. Hver veit.
Á laugardaginn milli 1 og 6 verð ég á síðustu vaktinni í Krika þetta sumarið. Endilega kíkið við.
Á mánudaginn ætla ég svo að fara á flakk með mínu ástkæra ferðafélagi Víðsýn, stefnt er á 5 daga heimsókn í kærleiksríkasta samfélag á Íslandi og þó víðar væri leitað, Sólheima í Grímsnesi þar sem við ætlum að dekra hvort við annað og iðka allskyns heilsusamlegt líferni.
Vonandi verð ég hress eftir það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 10:25
Kem lúin undan helginni
Vaknaði skökk og skæld í morgun. Má svo sem sjálfri mér um kenna eins og oft áður. Þetta er alltaf eilífur línudans við skrokkinn, hann fylgir ekki alltaf huganum. Annars tók ég menninganóttina ansi rólega. Kúrðum fram eftir degi, fengum góða vini í innlit og svo kom Hekla í næturgistingu með fínu spangirnar sínar.
Drifum okkur að sjá Hund í óskilum í Þjóðmenningarhúsinu um kvöldið. Vorum talsvert á báðum áttum þar sem mjög svo misvísandi skilaboð komu frá löggunni um aðgengi fatlaðra um miðbæinn. Ákváðum að taka sjensinn og sjá hvert við kæmumst. Og vitir menn löggan hleypti okkur á bílnum inn á lokuðu svæðin svo við gátum keyrt upp að húsinu og fengum stæði þar. Þjóðmenningarhúsið með öllum sínum tröppum er líka með þessum fínu lyftum hér og þar svo þetta gekk allt áfallalaust.
Hundur í óskilum var svo alger glimrandi snilld. Ég hló eins og vitleysingur allan tímann, uppátækin í þessum piltum voru óborganleg. Hápunkturinn var þegar þeir spiluðu Heims um ból á hækju. Algert konfekt. Fengum svo stúkustæði við Sæbrautina og nutum flugeldasýningarinnar. Það tók svo ekkert svo langan tíma að komast úr bænum.
Feðgarnir rifu sig svo upp fyrir allar aldir til að fara í handboltamorgunverðarboð en við Hekla ákváðum að sofa frekar út enda gersneyddar áhuga.
Í gær var svo tiltektardagur niðrí leikhúsinu okkar litla þar sem allt var á tjá og tundri. Mætingin var nú ekki góð enda kannski ekki við því að búast. En dugnaðurinn gríðarlegur í þeim sem komu og afrakstur dagsins þónokkur, þó ekki sjái alveg fyrir endann á tiltektinni. Finn hressilega fyrir þessu í skrokknum núna. En það lagast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2008 | 11:45
Löggan svara ekki síma...... fötluðum mismunað á menningarnótt
Smá fauk í mína einu sinni enn. Var að reyna að stefna saman nokkrum vinum á ákveðinn atburð á menningarnótt. 4 þeirra eru í hjólastól og alla vega einn alveg bundinn ferðaþjónustu fatlaðra.
Þegar farið var að kanna málið þá hefur ferðaþjónustan þau fyrirmæli frá lögreglunni að hún verði að skila öllum af sér við Ráðhúsið og sækja þá aftur þangað. Ég veit ekki hvort þið lesendur góðir hafið prufað að keyra ykkur sjálf í Hjólastól og það upp brekku. Það er ansi erfitt og illmögulegt langar leiðir.
Þessi tilskipun lögreglustjóra gerir það að verkum að þeir sem þurfa á þessari þjónustu að halda geta einungis sótt atburði neðan lækjargötu. Ég sem ætlaði með hóp í Þjóðmenningarhúsið.
Ég er búin að hringja í lögregluna ítrekað í 444-1000 og-444-1100 og það bara hringir út í báðum númerum. Ætlaði að fá nánari skýringar á þessu og kvarta. Kann ekki við að hringja í neyðarlínuna.
Þetta þarf að taka upp
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2008 | 20:15
Gölluð vara
Nei nei ekkert neytendaeftirlit hér núna. Bara finnst ég vera hálf utanveltu í þjóðfélaginu meðan ólympíuleikarnir og heimsmeistarakeppnin og aðrir viðlíka stóratburðir standa yfir. Ég hef engan sans fyrir þessu og í mig vantar allan áhuga, get ekki einu sinni feikað hann. Stórgölluð vara, þetta er nú ekki það eina sem alveg vantar í mig Ó nei en svona er ég bara.
Verst er þegar ég er að skipuleggja eitthvað eins og mér einni er lagið þá gleymi ég alveg að afla mér þekkingar um tímasetningar í íþróttum og allt fer í skrall þar sem hugur allra annarra íslendinga er allur við sportið.
En ég ann fólki vel að njóta þessara viðburða allra, reyni bara að láta lítið fyrir mér fara og það er sko stundum erfitt. En svona er lífði, held ég fara bara að perla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2008 | 22:31
Ég segi NEI við ofbeldi á konum
Ég vil hvetja ykkur til að fara á þessa síðu og skrifa undir Segjum nei við ofbeldi
Af hverju ætti ég að skrifa undir?
Til að hvetja ríkisstjórnir heims til að beita sér fyrir því að binda endi á ofbeldi gegn konum.
Hvað geta ríkisstjórnir heims gert?
Það hefur sýnt sig að pólitískur vilji til þess að binda endi á ofbeldi gegn konum er eitt sterkasta vopnið í baráttunni. Í flestum ríkjum heims gæti bætt lagasetning, framkvæmd laga og eftirfylgni ásamt réttlátara dómskerfi minnkað ofbeldi gegn konum til muna.
Hvaða áhrif hefur það að skrifa undir?
Það hefur fiðrildaáhrif: Því fleiri undirskriftir því sterkari skilaboð. Sterk samstaða um að ofbeldi gegn konum skuli ekki líðast skilar aukinni vitund um mikilvægi þess að sinna þessum málaflokki og hvaða lausnir standa til boða. Markmiðið er að gripið sé til aðgerða.
Hvaða átak er þetta?
Þetta er alþjóðlegt átak á vegum Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna eða UNIFEM sem hófst 25. nóvember 2007 og lýkur sama dag árið 2008. Nú þegar hafa nokkrar ríkisstjórnir skrifað undir átakið í heild sinni og þar með sýnt vilja í verki til að uppræta ofbeldi gegn konum. Nú þurfum við samstöðu til að senda út sömu hvatningu til annarra ríkisstjórna heims.
Hvað ætlið þið að gera við undirskriftirnar?
Í byrjun nóvember verður öllum íslensku undirskriftunum safnað saman og sendar í heild í alþjóðlega átakið. Markmiðið er að senda út það margar undirskriftir að eftir verði tekið. Markmiðið er að hafa fiðrildaáhrif!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)