Heyr heyr

Þetta er einmitt eitt að því sem ég hef áhyggjur af að verði útundan í öllu havaríinu. Og finnst frábært að Ragnar Gunnar skuli minna á þetta fyrir okkar hönd.
mbl.is Vilja fá framlengingu á frítekjumarki öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færeyjar - bestar í heimi

Takk_Faroe_Islands_501x101px

Ég ætlaði nú að hafa þessa síðu kreppufría en fannst þetta svo vinalegt að ég mátti til að setja link inn á þessa síðu. http://faroe.auglysing.is/index.asp 

Það sem komið hefur í ljós að einu vinir Íslandinga í öllum heiminum eru Færeyingar. Því mun Íslendingar aldrei gleyma. Því til staðfestingar ritum við nöfn okkar inn á þessa síðu.


Leikhúsrottan komin í stuð

Loksins er nóvember kominn, búin að hlakka lengi til. Þá hófst nýtt leiktímabil hjá okkur í Halaleikhópnum. 1. samlestur var á laugardaginn og það var metþátttaka. Leikhúsfiðringur í öllum kroppnum og bara mjög gaman.

Nú erum við að byrja æfingar á Karnivali úr Shakesperarsverkum þar sem Þrettándakvöld er uppistaðan en líka atriði úr Draum á Jónsmessunótt og Hinrik 4. Þessu er fléttað saman með músík af Þresti Guðbjartssyni sem leikstýrir okkur í vetur.

Hann var snöggur til og kastaði í flest hlutverk í gær, það er alltaf mikil spenna kringum það. Mér líst vel á hópinn í ár. Enn vantar þó tvo leikara og óska ég eftir þeim, karl og konu í bitastæð hlutverk.

Svo virðist vera sem minn heittelskaði sé orðinn hertogi og strax farinn að haga sér sem slíkur, veit ekki alveg hvernig ég á að taka á því heimafyrir. Jú og svo bað leikstjórinn hann um að safna skeggi, líst illa á það en allt fyrir leiklistina


Gullkorn inn í helgina

Ég fagna þeirri vitneskju að ég hef vald yfir mínum eigin huga og get valið eigin hugsanir. Fegurð allra hluta liggur í hæfileika þínum til að kunna að meta þá.

Þessu var stungið að mér í gær og ég geri það að framlagi mínu inn í helgina.


Eitt ár frá Buffalóævintýrinu góða

Mikið svakalega líður tíminn hratt. Nú er ár síðan ég lenti í Buffalóævintýrinu í Afríku. Þetta skrifaði ég fyrir ári þegar ég hitti þessa hér ma.

afrika5%20018

Mér fannst þeir ekki ógnvekjandi þá en þegar ég skoða þessar myndir í dag fer um mig hrollur

afrika5%20019

Hér eru veiðiverðirnir komnir og eru að reka þá út um hliðiðafrika5%20049

og ég sem var svo saklaus að ég vissi ekki að þetta væru hættulegustu dýrin í s. afríku. Þau einu sem td. ráðast á ljónin og drepa......afrika5%20034

Fleiri myndir má sjá Hér og hér og hér. Enn er ég ekki komin í að vinna úr þeim og merkja betur, svekkelsið var svo mikið yfir að tapa myndunum en kannski maður fari að drífa í því.

Þetta var alveg frábær ferð sem Villi bróðir og Guðmundur mágur buðu mér í til Greyton. Dásamlegt að eiga svona góða að.

Í dag er svo síðasti dagur leiklistarnámskeiðsins hjá Halaleikhópnum, þar er sko búið að vera stuð. Á morgun ætla ég svo að vera heima og í húsmóðurgír, eitthvað gott með kaffinu og allir velkomnir.


hálfskrítið ástand

Atburðir liðinna daga og vikna eru eitthvað sem fæstum venjulegum mönnum renndi í grun. Áhrif atburðanna eru enn með öllu óljós fyrir okkur sem einstaklinga. Ótal spurningar koma upp í hugann sem enginn hefur svör við. Þjóðarskútan strand og óvíst með björgunarbátana. Ég er soddans fréttasjúklingur að ég hef fylgst með meira en góðu hófi gegni en segi svo á milli æ best að hætta bara að horfa á fréttirnar, svo er maður fyrr en varir farinn að horfa á fréttir gegnum tölvuna ef maður hefur verið upptekinn á fréttatímum. Meiri vitleysan. Tek þetta samt ekkert mikið inná mig, þakka fyrir að vera sterk, veit hvernig andleg vanlíðan er af eigin raun.

Var í kvöld á frábæru námskeiði hjá Rauða krossinum í sálrænni skyndihjálp, margt athyglisvert sem kom þar fram, vonandi tekst mér að nýta mér þann fróðleik til góðs.

Annar er búið að vera brálaða að gera í leiklistinni, námskeið á fullu og mikið fjör þar sem rödd og líkami og heilabúið fær nóg að glíma við. Mikið gaman í góðum félagsskap með úrvalsleikstjóra.

Mikið líka að gera í alls kyns fundarstússi í hinum ýmsu félögum, félagsmálafríkið alveg að fríka út þar :-)

Mikið búið að vera að gera í skemmtanalífinu líka, hver skemmtunin rekið aðra, matarboð og yndislegheit, heppin að eiga góða vini og góða fjölskyldu.

Skrokkurinn hefur aftur á móti haldið áfram í lamasessisgírnum, annar sjúkraþjálfarinn minn tók nýjar hæðir í dag og skellti mér í nálarstungur, mér finnst það lofa góðu en það er víst ekkert að marka strax.

Heklan mín er komin með flensu og kom og fékk að skemmta okkur gömlu hjónunum í dag, vonandi smitaði hún okkur ekki !!!

Hjólastólasveitin æfir og æfir, skipuleggur og fundar, allt að gerast og sá leikstjóri í Færeyjum.

Sem sagt ég er sátt við lífið og tilveruna þrátt fyrir KREPPU


Söknuður

Fyrrum mágkona mín sendi mér þennan texta á Facebook, ákvað að skella honum hér inn þar sem mér finnst hann svo smellinn og Villi Vill inni í dag eins og ávallt í mínum huga.

Lagið söknuður með Villa Vill


Mér finnst ég varla heill né hálfur maður.
Og heldur blankur, því er verr.
Ef væri aur hjá þér, væri ég glaður.
Betur settur en ég er.

Eitt sinn verða allir menn að borga.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð.
Gengið saman hönd í hönd.
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.

Horfið er nú hlutabréf og lánsfé.
Í veski mínu hefur eymdin völd.
Í dag ræður bara sultarólin.
Nú einn ég sit um skuldavönd.

Eitt sinn verða allir menn að borga.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en verð samt að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Ég horfi yfir bankann minn.
Hugsi hvort hann hleypi mér inn.
Ég alltaf gat treyst á þig.
Í að fjármagna mig.
Ég reyndar skulda allstaðar.
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.


Lukkunnar pamfíll

Já er  maður það ekki þegar maður er svo heppinn að fá að leika sér soldið. Ég byrjaði á leiklistarnámskeiði í kvöld hjá Halaleikhópnum. Veit fátt skemmtilegra en að leika mér, ekki var verra að leikfélagarnir eru allir æðislegt fólk. Mæli með að allir drífi sig á skemmtileg námskeið eftir áhugasviði. Það er svo mikilvægt í þrengingum að efla andann.

Tek annars Kreppuna enn sem komið er létt, rifjaði upp ýmsa takta frá erfiðum tímum í efnahagnum, ekki það að þar hafi nokkurn tímann verið mjög bjart. Keypti skrokk og sett í kistuna, bjó til slagvefjur og bauð fjölskyldunni í mat og dóttirin var glöð þegar hún sá slagvefjuna sem var uppáhaldsmaturinn hennar í denn.

Gerði við tvennar buxur af prinsessunni og er búin að upphugsa ódýra jólagjöf handa einum fjölskyldumeðlim.

Knús knús og klemm á línuna


Knúsvikan mikla 13. - 20. okt. 2008

Ég tek áskorun Júlla Júll og birti hér pistil hans um Knúsvikuna.

Smiley-Hugs-being-nice-133504_450_330

Ég held að það skipti mestu fyrir okkur að halda ró okkar og huga að því sem að skiptir máli mannfólkið sjálft. Hér er að finna upplýsingar um Knúsvikuna miklu og ég skora á alla að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Til þess að Knúsvikan verði að veruleika bið ég alla að segja frá henni, breiða út knúsboðskapinn og taka þátt með því að knúsa. Kíkið á síðuna og hefjumst síðan handa. Áfram Ísland


Stolt móðir og eiginkona

Dóttir mín tók stóra ákvörðun og ég er afar stolt af henni. Hún er að hætta að reykja og skorar á pabba sinn og bróðir að taka stökkið með sér á blogginu sínu. Hún kom í mat í kvöld og hermdi áskoruna uppá þá og minn heittelskaði tók áskoruninni eins og skot. Bróðirinn var eitthvað tregari og hafði miklar áhyggjur af áramótavindlinum..... En hann hefur nú ekki verið þekktur fyrir að taka skjótar ákvarðanir hingað til svo ég held í vonina um að honum snúist hugur næstu dagana.

Mér finnst þetta frábært hjá þeim og styð þau heils hugar í þessu. Dóttirin ætlar að blogga um árangurinn svo endilega fylgist með og hvetjið þau áfram.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband