Eitt ár frá Buffalóævintýrinu góða

Mikið svakalega líður tíminn hratt. Nú er ár síðan ég lenti í Buffalóævintýrinu í Afríku. Þetta skrifaði ég fyrir ári þegar ég hitti þessa hér ma.

afrika5%20018

Mér fannst þeir ekki ógnvekjandi þá en þegar ég skoða þessar myndir í dag fer um mig hrollur

afrika5%20019

Hér eru veiðiverðirnir komnir og eru að reka þá út um hliðiðafrika5%20049

og ég sem var svo saklaus að ég vissi ekki að þetta væru hættulegustu dýrin í s. afríku. Þau einu sem td. ráðast á ljónin og drepa......afrika5%20034

Fleiri myndir má sjá Hér og hér og hér. Enn er ég ekki komin í að vinna úr þeim og merkja betur, svekkelsið var svo mikið yfir að tapa myndunum en kannski maður fari að drífa í því.

Þetta var alveg frábær ferð sem Villi bróðir og Guðmundur mágur buðu mér í til Greyton. Dásamlegt að eiga svona góða að.

Í dag er svo síðasti dagur leiklistarnámskeiðsins hjá Halaleikhópnum, þar er sko búið að vera stuð. Á morgun ætla ég svo að vera heima og í húsmóðurgír, eitthvað gott með kaffinu og allir velkomnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

snilldarmúv að vera í þessari blússu að tjatta við buffalóana. öll lögmál brotin.

maður segir bara velkomin heim og það heil...... enda árið bara augnablik að líða.

arnar valgeirsson, 25.10.2008 kl. 17:25

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ædislegar myndir frá afríku...Ég hef einmitt ferdast svolítid um afríku og kannast vid  svona markadi...Langar bara aftur tegar ég skoda tessr myndir tínar.Flestar mínar myndir hafa tapast tví midur.

Knús til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 25.10.2008 kl. 20:13

3 identicon

hahaa, snilld. Já eru þessi dýr svona hættuleg :)

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband