hálfskrítið ástand

Atburðir liðinna daga og vikna eru eitthvað sem fæstum venjulegum mönnum renndi í grun. Áhrif atburðanna eru enn með öllu óljós fyrir okkur sem einstaklinga. Ótal spurningar koma upp í hugann sem enginn hefur svör við. Þjóðarskútan strand og óvíst með björgunarbátana. Ég er soddans fréttasjúklingur að ég hef fylgst með meira en góðu hófi gegni en segi svo á milli æ best að hætta bara að horfa á fréttirnar, svo er maður fyrr en varir farinn að horfa á fréttir gegnum tölvuna ef maður hefur verið upptekinn á fréttatímum. Meiri vitleysan. Tek þetta samt ekkert mikið inná mig, þakka fyrir að vera sterk, veit hvernig andleg vanlíðan er af eigin raun.

Var í kvöld á frábæru námskeiði hjá Rauða krossinum í sálrænni skyndihjálp, margt athyglisvert sem kom þar fram, vonandi tekst mér að nýta mér þann fróðleik til góðs.

Annar er búið að vera brálaða að gera í leiklistinni, námskeið á fullu og mikið fjör þar sem rödd og líkami og heilabúið fær nóg að glíma við. Mikið gaman í góðum félagsskap með úrvalsleikstjóra.

Mikið líka að gera í alls kyns fundarstússi í hinum ýmsu félögum, félagsmálafríkið alveg að fríka út þar :-)

Mikið búið að vera að gera í skemmtanalífinu líka, hver skemmtunin rekið aðra, matarboð og yndislegheit, heppin að eiga góða vini og góða fjölskyldu.

Skrokkurinn hefur aftur á móti haldið áfram í lamasessisgírnum, annar sjúkraþjálfarinn minn tók nýjar hæðir í dag og skellti mér í nálarstungur, mér finnst það lofa góðu en það er víst ekkert að marka strax.

Heklan mín er komin með flensu og kom og fékk að skemmta okkur gömlu hjónunum í dag, vonandi smitaði hún okkur ekki !!!

Hjólastólasveitin æfir og æfir, skipuleggur og fundar, allt að gerast og sá leikstjóri í Færeyjum.

Sem sagt ég er sátt við lífið og tilveruna þrátt fyrir KREPPU


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Alltaf sama fjörid hjá tér....Tad er bara skemmtilegt

Eigdu gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 21.10.2008 kl. 06:44

2 Smámynd: Ísdrottningin

Skondraðist bara hér inn til að þakka fyrir síðast ;D
Vona að allir hafi skemmt sér vel og verið ánægðir með kvöldið.

Ísdrottningin, 24.10.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband