17.7.2008 | 01:16
nei nei ekki letihaugur í dag
Eftir sjúkraþjálfun í morgun fór ég að skutlast með Villa bróðir og Leonu, hann var að sækja um vegabréf, skutluðum okkur á kaffihús og nutum lífsins og samverunnar. Fór með þau heim og kom Villa í tölvusamband og fórum svo öll og hittum Lovísu og Gabríel. Þegar heim kom bauð dóttirin okkur í mat í þetta fína grænmetislasagna. Þær eru allar í hollustunni mæðgurnar og við njótum góðs af. Í kvöld fékk ég svo þetta óhugarlega dugnaðarkast. Réðst á pappírshlaðana og fullt af möppum hér á skrifstofunni og flokkaði í gríð og erg og kom á nýja og skilvirkari staði. Fann ýmislegt merkilegt og þó enn meira af tómu rusli og skutlaði 3 fullum ruslapokum út áðan af útprentum af ýmsu tagi og pappírsneplum af enn undarlegra tagi sem ég hef sankað síðasta árið sem hefur verið svo annasamt að orkan hefur ekki verið til staðar að klára dæmið.
Ekki er skrifstofan nú alveg orðin hrein og fín ennþá smá í viðbót sem þarf að fara betur í gegnum og koma á vefinn eða í viðeigandi skjalageymslur. Best þó var að dóttir mín góð hjálpaði mér við að tæka stóra sérsmíðaða tölvuborðið mitt og laga fæturnir á því sem voru orðnir eitthvað kiðfættir, til öryggis bættum við einum fæti við enda tölvugræjurnar hér með ansi mörg viðhöld. 3 snúrur og 2 millistykki gengu af þegar búið var að endurtengja allt saman. Smá heilabrot en skýringin fannst jú snúrurnar tilheyra skannanum sem við þorðum ekki að tengja eftir tölvuævintýrið í síðustu viku. Hann fer ekki í samband fyrr en Palli bróðir kemur heim í næstu viku.
Já bræðurnir eru allir á faraldsfæti þessa dagana. Nýjustu fréttir herma að Stebbi bróðir sem býr í Noregi sé á heimleið. Svo nú stefnir í að ég nái þeim öllum saman í sólahring. Tóm gleði með það þó það sé sólahringur sem ég ætlaði að gera ýmislegt annað spennandi á en nú þarf að forgangsraða sem aldrei fyrr og að sjálfsögðu verður það fjölskyldan fyrst og fremst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2008 | 12:48
Letihaugur
Merkilegt eftir því sem minna er að gera hægist á öllu. Hér er allt búið að vera í mjög svo rólegum gír að læknisráði. En ekkert minnka haugarnir af pappír sem þarf að fara í gegnum og ýmsum tilfallandi verkefnum sem ekki eru á tíma. Ég fer frekar og hangsa í einhverju vita gangslaus til að drepa tímann heldur en gera eitthvað sem þarf að gera. Held ég sé bara orðin letihaugur eftir alla hvíldina.
Í kvöld kemur Villi bróðir og verður í hálfan mánuð kannski það fjörgist eitthvað hjá minni. Ég hlakka allavega óskaplega til að hitta hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2008 | 00:09
Hvernig eru beljur á svelli ?
Enn á lífi, bara í alsherjar afslöppun, geri sem allra minnst og nýt lífsins eða þykist gera það. Mér leiðast rólegheit. Kann betur við action. Reyni að hlýða lækninum flesta daga. Löt að blogg hangi bara á facebook og púsla, kann ekkert á það er svo léleg í enskunni. Byrjaði að lesa bók á nýnorsku en komst svo að því að hún er á sænsku. Það sem leiklistin leiðir mann ekki í gönur og ekki skánar það þegar tungumálin koma við sögu en þar ég eins og belja á svelli.
Verð í Krika sunnudag milli 1 og 6 munda vöfflujárnið kl. 3 allir velkomnir www.kriki.blogar.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2008 | 00:41
skrítin
já mér bara datt það í hug að ég væri kannski dálítið skrýtin þegar ég var að tilfæra í hillunum í gær og sá að ég átti í möppum merktar ártali allt bókhald, reikninga, yfirlit og slíkt síðan ég flutti hingað inn fyrir rúmum 12 árum. Á í kassa niðrí geymslu líka hellings bókhald.
Já svona fara rólegheitin með mann. Ég er farin að kíkja í neðstu hillurnar hvað þá meira. Fann reikninginn fyrir rúllugardínunum ógurlegu og sá hvar ég keypti þær á sínum tíma og fékk varahlutinn sem mig vantaði. En ekki eru þær nú komnar upp enn, fyrst þær voru komnar niður, varð ég nú að endurnýja dúkinn í þeim og komst að því að ódýrast var að kaupa tilbúnar í Ikea og taka efnið af keflunum og skipta .......
Já ýmislegt er brasað hér á bæ, þó doktorinn hafi skipað mér að halda kyrru fyrir í 4 mánuði, drottinn sá þekkir mig ekki. Fórum í gegnum milljón myndir hér í kössum og albúmum í leit að einni mynd sem fannst ekki, en fundum ýmislegt skemmtilegt annað. Tildæmis er þessi fjölskylda sérlega slæm með hin ýmsu tískuslys gegnum árin. Blessuð börnin mín hafa að eigin mati verið sérlega illa klædd og óþolandi mikið í stíl. En við hlógum mikið yfir tískumyndunum og hárgreiðslunum sem þessi familía hefur sett upp. Tómt fjör ætla samt að hlífa fjölskyldunni við að birta myndir hér úr þessum leiðangri.
Skrítnast er samt að dóttirin bauð okkur í 30 ára afmæli sitt um helgina, ég sem hélt ég væri enn 17 eða allavega ekki meira en 26..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2008 | 21:49
djöfull er þetta gamaldags !!!
Sagði bóndinn þegar hann kom í svefnherbergið áðan.......
Jú jú ég var búin að setja upp þessar fínu gardínur sem ég fann uppí skáp og áður prýddu stofuna hjá mömmu og pabba í denn. Svona líka helv...flott efni sem ég hafði aldrei tímt að henda.
Ástæða þess að ég setti þær upp var ill nauðsyn ekki að mér þætti þær flottar í svefnherberginu. Nauðsyn þar sem fínu myrkvunarrúllugardínurnar biluðu. Festingin á annarri brotnaði eftir 12 ára dygga daglega notkun. Jú þær eru líka orðnar gular og ógeðslegar og tími til að endurnýja þær.
Í millitíðinni er blúndugardínunum skellt upp til að vernda einkalífið smá. Veit svo sem ekki hvað þær hylja mikið en betra en ekkert meðan hinar eru uppdataðar.
Svo illa vildi til að einmitt í dag sama dag og rúllugardínan gaf upp öndina og hrundi niður, þá var byrjað að háþrýstiþvo húsið að utan með tilheyrandi köllum í kranabíl fyrir utan gluggann og best held ég sé að verja þá fyrir svefnherbergisdramanu.
En mikið held ég það hljóti að verða erfitt að sofna í kvöld án myrkvunartjaldanna minna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2008 | 00:26
spúkí dagur
Síðasti sólahringur er búinn að vera hálf undarlegur. Byrjaði í miklum rólegheitum og endaði í rólegheitum. Þess á milli var næturheimsókn þar sem þurfti að veita áfallahjálp og knús. Hef á síðasta sólahring talað við þrjá lækna út af mismunandi tilefnum. Sumar niðurstöður úr þeim heimsóknum eru góðar aðrar slæmar og eitt tilfellið mun leiða til vísindaritgerðar að sögn sérfræðingsins. Er búin að fara í sónar (ekki ólétt) og á leið til mjög sérhæfðs sérfræðings næstu daga, sem er svo eftirsóttur að fólk bíður í hrönnum mánuðum saman eftir að komast að en ég datt á óvænt gat hjá honum sem annar læknir bókaði mig í að mér óspurði. Ekki að það sé neitt heilsuleysi í gangi í kringum mig eða drama en svona lítur þetta út þegar litið er yfir sólahringinn.
Fór svo í frábæra 50 ára afmælisveislu hjá Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu í mínum ástsæla Krika sem nú er kominn í sparifötin eftir að starfsmenn Kópavogsbæjar komu og veifuðu töfrasprota. Þar hitti ég fullt af frábæru fólki og átti yndislega stund. Verð þar frá 1 til 6 í dag og býð uppá rjómatertu og annað gúmmilaði.
Já lífið er ljúft að mestu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 00:02
Eitt skref enn
Hekla mín kom í heimsókn í dag með Strætó alein. Eitt skref enn í þroskanum, held að öll umræða um dýrt bensínverð og hvað það kostar að skutlast eitt og annað hafi ýtt á mína að taka þetta skref. Ekki það að hún hafi ekki kunnað þetta lengi, bara aldrei haft þörf fyrir að nota þessa hæfileika áður hingað.
Æ hún er ljósið í lífi okkar þessi prinsessa sem stækkar og þroskast hraðar en orð fá lýst. Aðalerindið hennar var samt fyndið, jú hún þurfti að fara í sturtu.....
Jú hún má ekki fara í sturtu heima hjá sér þegar hún er ein heima, þar sem þar eru ekki hitastýrð blöndunartæki, Breiðholtssundlaugin lokuð og þá var bara að skella sér milli hverfa í strætó í sturtu. Jú og í heimsókn til afa og ömmu sem glöddumst mjög. Jú sú stutta vildi vera hrein og fín fyrir kvöldið, þær systur voru að fara í matarboð til nýju kærustu pabba gamla :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2008 | 12:59
Gleðilega þjóðhátíð
Undanfarnir dagar hafa verið með rólegra móti hjá mér. Á svolítið erfitt með að róa mig niður og þegar það tekst þá bara nenni ég ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Hef þó verið að smá taka til á skrifstofunni minni en bunkarnir minnka hægt en þó bítandi. Hef verið að vinna úr pöntunum í skartgripagerðinni á núna bara eitt hálsmen eftir sem bíður.
Erum búin að skreppa í Krikann nokkrum sinnum og þar er allt að verða svaka fínt. Komið nýtt gólf, eldhúsinnrétting, tvö salerni ofl. ofl. svo er von á starfsmönnum Kópavogsbæjar til að gera ýmislegt flott utanhúss, eins og að hreinsa uppúr stéttinni, laga báðar bryggjurnar, fylla að húsinu og gera grasflöt, laga bílastæði, laga girðingu ofl. ofl.. Nú og svo er búið að ráða fastan starfsmann til að vera alla virka daga í sumar frá 13 til 17 svo álagið á okkur sjálfboðaliðana minnkar talsvert. Ég mun þó taka dag og dag allavega næstu tvo laugardag og kannski einhverja seinniparta.
Við hjá Halaleikhópnum auglýstum eftir leikstjóra um helgina og verður spennandi að fylgjast með hvort einhverjir sæki um. Enn á ég eftir að fá einhverja með mér í tiltekt niðrí Hala en það má bíða. Eftir að ganga frá búningum og propsi eftir Þjóðleikhúsævintýrið.
Í kvöld ætla ég að grilla lambakjöt namm namm þangað til ætla ég út í sólina í Krikanum, heyrði að það ætti að baka þar pönnukökur að íslenskum sið í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2008 | 23:49
Fuglasöngur og sæla
Fallegasta hljóð sem ég heyri hér í borginni er fuglasöngur. Í vor hafa staðið yfir miklar framkvæmdir hér í kringum mig á svæði fuglanna. Hér á að bæta við enn einu hverfinu. Líka er verið að gera heilmikla hljóðmön við umferðaræðina. Ekki bætir svo úr skák að í næsta húsi er verið að færa bílastæðið við blokkina. Þannig að ekki heyrist mikið annað en skark í tækjum og tólum með tilheyrandi ryki. Í kvöld þegar ég sat aldrei þessu vant :-) við tölvuna hljómaði svo fuglasöngur hér við gluggann minn. Aspirnar hér fyrir framan sem ég hef aldrei þolað hafa lokkað fuglapar til sín. Dásamlegt vona bara að fuglarnir fælist ekki alveg hér úr Fossvoginum þrátt fyrir mikið rask þessi árin.
Á morgun tek ég svo mína fyrstu vakt í Krikanum og hlakka mikið til. Vonandi verður ekki svona mikill hávaði þar í byggingaframkvæmdunum. Held þeim sé að mestu lokið. Og þó......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2008 | 00:20
Barnabarnið er snilli ef taka má mark á einkunum
Grein | Verkefni | Vinna | Próf | Skólaeinkunn |
Íslenska | 10 | 10 | 9,5 | 10 |
Lesskilningur | 10 | |||
Lestur/framsögn | 9 | |||
Skrift | 8,5 | |||
Enska | 9 | |||
Stærðfræði | 8,5 | 9 | 9 | 9 |
Náttúrufræði | 10 | 10 | 10 | 10 |
Samfélagsfræði | 10 | 10 | 10 | 10 |
Trúarbragðafræði | 9 | |||
Heimilisfræði | 9,5 | |||
Hönnun-Smíði | 7 | |||
Textílmennt | 9 | |||
Myndmennt | 9 | |||
Sund | 8,5 | |||
Íþróttir | 9,5 | |||
Tölvur | Lokið | |||
Dans | Mj. Gott | |||
Skólasókn | 10 |
Þessi prinsessa er æði og stolt okkar hér á Sléttuveginum. Hún var hér í dag og tók til hendinni í eldhúsinu, bakaði tvo skammta af vöfflum fyrir gesti og gangandi, þó hálflasin væri.
Fórum sem sagt í húsmæðraleik hér í dag enda veitti ekki af eftir rusl og drasl sem hefur safnast upp meðan maður hefur verið á hvolfi í útlöndum og stórum leiksigrum m. m .
Í dag urðu svalirnar fyrir barðinu, gluggar þvegnir, hurðin þvegin, grillið skrúbbað og ryksugað. Gólfið var svo spúlað líka.
Grillið hefur verið trekt eftir veturinn þrátt fyrir nægt gas. Kann ekkert almennilega á þetta svo ágætu lesendur ef þið kunnið góð ráð til að hressa upp á slöpp grill og góðar hreinsunaraðferðir á þau þá endilega potið þeim hér inn í kommentin.
Efri grindin er líka orðin ryðguð, er hægt að fá nýja grind? og þá hvar? leysti það í bili með álbakka þar.
Er að fara í smá aðgerð á morgun, pollróleg yfir því. Svo til sérfræðings út að Bússunni veit að þar fæ ég mikla pínu......
Fyrsti stjórnarfundur síðan ég tók við sem formaður verður svo líka í dag. Ávallt nóg að gera.
Á miðvikudaginn verð ég svo með opið í Krika við Elliðavatn frá kl. 13.00 til 18.00 allir velkomnir í kaffi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)