lent

jæja þá er ég loksins lent eftir öll ósköpin. Sýningin gekk glimrandi vel hjá okkur og fagnaðarlátunum ætlaði seint að linna. Allir stóðu upp og klöppuðu lengi lengi lengi. Þurftum að fara aftur á svið og alles. Hrikalega gaman. Spennufallið hefur svo smá saman verið að koma með tilheyrandi þreytu. Nú taka rólegri tímar við og þó......

Ýmislegt í pípunum, en þó er einn staður í forgangi núna getið hver?


Súrrealískir dagar

Skrítið þetta líf. Nú í 13 mánuði hef ég verið að vinna að stóru verkefni og farið í ýmsar hæðir og lægðir í þeirri vinnu. Stundum hefur allt gengið glimrandi og stundum spennan verið að ganga frá manni. Ýmsar orrustur hafa verið háðar  og ýmsu fagnað ákaft. Jú ég er að tala um Gaukshreiðrið mitt ástkæra sem annað kvöld miðvikudag kl. 20.00 er komið alla leið á Stóra svið Þjóðleikhússins. Eftir að fagnaðarlátunum linnti eftir að við sigruðum valið um Athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins 2007 - 2008, hefur verið mikil vinna að æfa leikritið upp aftur eftir tveggja mánaða pásu, flytja leikmyndina, leikmuni og búninga niður í Þjóðleikhús. Skipulagning hefur verið gríðarleg og allir lagst á eitt að gera þetta stóra ævintýri að veruleika. Ótal hjálpfúsar hendur hafa lagst á eitt og hjálp komið úr ótrúlegustu áttum. Að vinna með þessu fólki öllu eru stórkostleg forréttindi sem ég er afar þakklát fyrir að njóta. Í kvöld þegar við vorum að æfa og verið var að smíða og mála og ég veit ekki hvað og ég sitjandi við leikstjóraborðið út í sal í Þjóðleikhúsinu við hlið Guðjóns leið mér hálf undarlega, næstu eins og ég væri lent inní bíómynd. Allar hendurnar sem komu að einni uppsetningu, allir með bros á vör. Vonandi næ ég að þakka þeim öllum á morgun og næstu daga.

En nú er tækifæri fyrir ykkur að kíkja á þetta kraftaverk sem Halaleikhópurinn er að setja á svið. Miðasala í Þjóðleikhúsinu. Sjáumst hress


Komin heim :-)

Eftir dásamlega ferð til Danmerkur. Segi betur frá henni seinna í máli og myndum. Vildi bara vekja athygli á uppistandi sem Hjólastólasveitin er með í kvöld í Borgarleikhúsinu kl. 20.30 - 20.50 í anddyrinu. Frítt  inn og bara stuð.

Svo er Gaukshreiðrið í Þjóðleikhúsinu á miðvikdagskvöld kl. 20.00, miðapantanir í Þjóðleikhúsinu. Svo það er nóg að gera þessa fyrstu viku heima en róast svo, og þó er víst orðin formaður Halaleikhópsins, hef grun um að það sé ærið starf.....

En sjáumst í kvöld í borgó


Vísublogg

Letin undir árdagsblund

auðnupundin grefur.

Gull í mund á marga lund,

morgunstundin gefur

Stína vinkona sendi mér þessa vísu í morgun og vil ég bara deila henni með ykkur


ég kann mig ekki

Við hjónakornin drifum okkur loks til læknis í dag, eftir að vera búin að vera í hóst samkeppni vikum saman. Enduðum bæði á sýklalyfjum og sitthvoru fleiru. Ég er með lungnabólgu og kann mig alls ekki. Bara má alls ekki vera að því að vera veik. Æfingar og undirbúningur á leiklistarsviðinu á fullu.

Fundir á fund ofan, allt í gangi í einu. Aðalfundur hjá Halaleikhópnum á morgun. Grill annað kvöld og Eurovision. Framundan er svo að yfirgefa skerið á mánudag.... Kannski fæ ég smá hvíld í útlandinu, á samt eftir að sjá mig æða ekki um allt.


Skrambinn

Var að fatta að umræða um bloggið mitt hefur stoppað mig í að blogga. Fékk harða gagnrýni á að skrifa ekki um neitt nema leikhúsrottulíf mitt.......

Um það snýst líf mitt meira og minna þessa dagana. Og er ég bara frekar stolt af því. Hrikalega vont þegar maður fattar að umtal stoppar mann í að tjá sig um það sem er hjartanu kærast.

Þetta er búin að vera mikil leikhúsvika hjá mér. Í gangi er mikill undirbúningur með tilheyrandi æfingum undir að mæta með sitt hvort konseptið í sitt hvort leikhúsið. Gaukshreiðrið í Þjóðleikhúsið 4. júní og Hjólastólasveitin í Borgarleikhúsið 31. maí.

Gulla vinkona gaf mér í afmælisgjöf í haust að fara með sér í leikhús og við drifum okkur loksins á sunnudagskvöldið í Borgó að sjá Dauðasyndirnar, alveg hreint frábæra sýningu sem engin leikhúsrotta ætti að láta fram hjá sér fara.  Takk Gulla mín.

Í kvöld bauð Steini mágur okkur hjónakornunum svo á West side story í Garðaskóla. Þar var Jóhann Auðunn að syngja eitt aðalhlutverkið og gerði það stórkostlega vel. Hæfileikaríkur drengur það. Krakkarnir sem flest voru í 10 bekk stóðu sig upp til hópa mjög vel. Skemmtilega útfærð leikmynd, ljós, búningar, förðun og leikur flottur og ekki skemmdu fyrir margir stórgóðir söngvarar. Takk fyrir Steini og Jóhann


Brostu

Smile  Wink  Halo  Kissing

Bara vildi senda ykkur smá bros


Skipulagstímar

Þegar mikið er að gera er mikilvægt að skipuleggja sig vel. Mér er að takast það þessa dagana enda verkefnin næg. Pöntunum á skartgripum hefur rignt yfir mig og sig ég hálfu og heilu næturnar yfir þessu lúmska hobbýi mínu. Ekki veitir af til að hafa farareyri í Danmerkurreisuna sem nálgast óðum.

Þessa helgina eru stíf fundarhöld. Þing Sjálfsbjargar á fullu, þar sem við sitjum bæði hjónin og tökum fyrir hvert málefni á fætur öðru, öll jafn mikilvæg. Maður má hafa sig allan við að fylgjast með tillögum sem rigna yfir okkur og ályktunum um hin ýmsu brýnu hagsmunamál. Já og að tala við alla þingfulltrúana alls staðar af landinu sem er ekki síst mikilvægt. Nánar um það HÉR

Á sunnudag verða svo æfingar bæði á Gaukshreiðrinu fyrir Þjóðleikhúsið 4. júní og æfing hjá Hjólastólasveitinni fyrir Borgarleikhúsið 31. maí. Brjálað að gera sem sagt í leiklistinni, en tómt gaman.

Framundan er svo aðalfundur Halaleikhópsins og ýmislegt fleira. Já skipulag er mál málanna á minni könnu þessa dagana.


Ósjálfráð viðbrögð

já ég er með brjálaðan verkkvíða yfir verki sem ég þarf að byrja á núna. Búin að fresta því alla helgina. Hvað geri ég jú fer að blogga, ósjálfráð viðbrögð, frestunarárátta.

Lopapeysa Ingimars

Annars er helgin búin að vera fín. Við hjónin tókum þátt í markaðsdegi hjá Sjálfsbjörg á laugardag og seldum bara vel. Alla vega langt yfir væntingum á vínilplötunum. Fórum með þrjá kassa fulla komum heim með tvo. Fórum svo út að borða um kvöldið fyrir afraksturinn og buðum prinsessunum okkar með. Ekki amaleg stund það.

Í gær átti minn heittelskaði svo afmæli og eyddi afmælisdeginum á æfingu á Gaukshreiðrinu. Fórum gegnum allt leikritið og merkilegt nokk, allir stóðu sig með mestu prýði og flest gekk upp. Gaman að vinna með þessum frábæru leikurum og fylgdarliði öllu. Þegar hann kom heim reyndist hann kominn með 39°c hita og var sendur beint í bólið. Meðan ég skellti í nokkrar tertur og brauðtertur. Stórfjölskyldan kom svo í kaffi í dag og kallinn var aðeins hressari. Alltaf gaman að fylla húsið af gestum.

Prinsinn fór norður á torfærukeppnin en kom í afmælið. Er himinlifandi yfir nýju lopapeysunni sem hann telur samkvæmisflík hina mestu. Hann hannaði mynstrið sjálfur en ég útfærði það og prjónaði peysuna úr léttlopa.


Markaðsdagar - Skartgripir - Vinilplötur

Á laugardaginn milli 14 og 18 verður markaðsdagur hjá Sjálfsbjörg á höfuðborgasvæðinu, Hátúni 12. Það verður kolaportsstemming og kaffisala. Við hjónakornin ætlum að mæta ég með skartgripina mína og Örn með Vínilplöturnar sínar, ýmsir aðrir verða þarna með bása. M.a. Kristín með jurtakremin sín sem eru bara frábær.  Allir velkomnir

Dísu haust

Hér eru nýjustu afurðir í skartgripagerðinni.

Haustroði

Hef ekki við að afgreiða pantanir.

Haustsinfónía

En á samt sitthvað í handraðanum til að selja.

haustkvöld

Mig vantar ansi marga tíma í sólahringinn núna en þetta hefst allt saman.

Björg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband