Jæja

Segi nú ekki meir

 

Hugs hugs

 

Blush


Ekki prjónafriður ! fyrir allrahanda fundarstússi

Stundum þá langar manni að verja meiri tíma með prjónunum, eiginlega ekki bara stundum heldur oftast. En skyldan kallar og ýmsu þarf að sinna. Búin að vera á hálfgerðu fundafyllerí þessa vikuna. Í gær var fundur í stjórn Halaleikhópsins þar sem ég er ritari, alltaf gaman að hitta það fólk og plotta ýmislegt skemmtilegt. Prjónaði þó ermar á herralopapeysuna sem ég er að gera núna. Og byrjaði á skrímslarassbuxum á Ronju Rán.

Í morgun vaknaði ég snemma og prjónaði smá en puttarnir voru ekki alveg í stuði þeir eru víst farnir að þrá smá frí og það fá þeir í næstu viku þó ekki fyrr !!! Eftir hádegi fór ég svo á fund með mínu ástkæra ferðafélagi Víðsýn en með þeim er ég einmitt að skreppa í smá vinnu til Spánar með æðislega flottum hóp og getið hver er ritari í því félagi?

Seinnipartinn stakk svo laganefnd Sjálfsbjargar lsf. saman nefjum og afgreiddi þau mál sem á hennar borð hafa ratað. Ha ha og ég komst hjá að rita fundargerðina :-) Í kvöld hélt ég svo áfram með skrýmslarassbuxurnar og var ekki ánægð með sniðið á þeim í klofinu svo ég rakti bara upp og endurhannaði.............alltaf gaman hja mér :-)

Á morgun er svo enn einn fundurinn sem mér er ekki síður kær það er í stjórn Sjálfsbjargarheimilisins þar sem ég er varaformaður. Mikið og merkilegt starf þar í gangi og sá fundur verður örugglega fróðlegur. Svo fer ég í lokapínuna hjá honum Gústa til að gera lokatilraun til að þrykkja mér í lag fyrir ferðalagið. Kannski prjónað smá pínu pons.

Því á föstudaginn verður sko skemmtilegt hjá mér þá á að skreppa á Skagann með prjónavinkonunum og prjóna eins og enginn sé morgundagurinn :-)


Uppskriftin tilbúin og komin í sölu

JarðaberjahúfaLoksins loksins tókst mér að stíga yfir þröskuldinn og klára að gera uppskriftina söluhæfa af Jarðaberjahúfunni og vettlingunum. Merkilegt hvað sumt getur stundum þvælst fyrir manni. Ég hannaði húfuna fyrst á Natalíe Ósk fyrir tveim árum og er búin að prjóna þær nokkrar síðan og ekki breyta uppskriftinni mikið heldur meira skýra hana.

Blessað barnabarnið er að drukkna í prjónafötum enda amman sérlega afkastasöm þetta árið. Dóttirin fyllist valkvíða í hvaða dress á að klæða barnið. 

En þau voru ansi góð börnin mín þegar þeim fannst komið nóg og bentu mér góðfúslega á að þeim vantaði báðum fleiri lopapeysur :-) Svei mér þá ef þau eru ekki bara afbrýðssöm út í prinsessuna. 

Svo nú er ég sem sagt búin með þetta verkefni og það komið í sölu ef þið hafið áhuga á að kaupa uppskriftina þá sendið mér tölvupóst á asahilldur@gmail.com svo eru fleiri myndir af því sem ég hef verið að gera á facebooksíðunni mínni http://www.facebook.com/Buffaloasa 

limerolla.jpg 

Í húfumaníunni kringum páskana urðu ýmsar húfur til set hér myndir af nokkrum.  Fyrst voru það rolluhúfurnar varð að prufa fleiri en eina garntegund áður en ég varð ánægð og þegar ég rótaði í nammikassanum fann ég þetta appelsínugula garn og varð auðvita að skella í eina úr því líka :-)

 

 

 

 

Svo var það bleika húfa ég gerði þrjár þannig til að tékka af stærðirnar :-) Uppskriftin af henni er frá Drops og er mjög skemmtileg. 

 orange.jpg

      bleikuralfur.jpg

kriuhufa.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Svo varð ég auðvita að endurhanna húfuna við Kríu mér fannst sú í Lopablaðinu svo ljót í laginu og ég er frekar mikið hrifin af skotthúfum eins og flestir vita svo ég bjó til skott á hana. 

 

 

 

 

 

 Hér eru svo settin þrjú Lopagallin sem ég er að selja uppskrifina af á http://www.facebook.com/Buffaloasa og rolluhúfa við hann. Svo settið úr Vital garninu sem ég er að skrifa niður uppskriftina að og svo Kríu settið sem dóttirin pantaði á hana, en hún er í mömmuklúbb og þar eru allar mæðurnar að koma sér upp peysu eftir þessu mynstri en Ronja Rán fær aldrei staka peysu heldur allt settið það er svona að eiga svona ömmu :-)

 

rollugog-hufa.jpg

rosasett.jpgrrkria.jpg


Letidagur og jarðaberjablóm

Jarðaberjahúfa Í dag hefur verið letidagur hjá mér. Til stóð að prjóna mikið með vinkonunum en það urðu forföll svo ég hef bara verið að væflast hér heima og ekki nennt að gera neitt af viti. Heklaði þó 7 blóm sem eiga að fara á jarðaberjahúfuna góðu sem ég er að fínpússa uppskriftina af og verður til sölu á Buffalo Ása sölusíðunni minni á facebook.

Sat aðeins út í sólinn til að venja mig við fyrir spánarferðina. Á hrikalega erfitt með að sitja kyrr og vera ekki að gera neitt. Þarf að æfa mig í því það er ekki alveg mín deild enda athafnasöm með afbrigðum svona flesta daga.


Áskorun

Stelpurnar eru að skora á mig að halda áfram með bloggið.. kannski ég haldi hér smá prjónadagbók... Í dag er ég búin að mynda prjónles síðustu daga og er að fara að rekja upp húfu sem ég hef verið að dunda mér við. Já ég er með smá fullkomnunaráráttu og hika ekki við að rekja upp til að verða ánægð með árangurinn.

Er svo komin með síðu á facebook með handverkinu mínu þar sem ég held saman slóðum og myndum. Sel kannski nokkrar uppskriftir og handverk ef ég næ einhvern tímann að vinna upp birgðir en já er sem sagt með prjónamaníu þessa dagana 

En kíkið á þetta http://www.facebook.com/Buffaloasa 


Hugs hugs

já ég er alveg á lífi enn. Hef aðallega tjáð mig á Facebook undafarið ár. Er að velta fyrir mér að vekja þessa síðu eða einhverja aðra bloggsíðu sem ég á til lífsins á ný.

Spurning hvort einhver lesi bloggsíður lengur? Annars hef ég nú aðallega skrifað fyrir mig sjálfa ekki aðra. Oft gott að koma ýmsu frá sér.

Var að hugsa um að hafa þetta bara svona leiðinlegt blogg um það sem helst heltekur mig þann og þann daginn. Þessa dagana er það aðallega handverk.

Hugs hugs......

Hvað finnst ykkur?


Dauðateygjur

Greinilegt er að þetta blessaða blogg mitt er í dauðateygjunum.

Hef ekki fundið hjá mér þörf fyrir að blogga mikið undanfarið.

Fésbókin hefur fullnægt þessari þörf það sem er af ári.

En hver veit hvernig þetta þróast.


Lífið gengur sinn gang þrátt fyrir allt

Jæja þá er ég útskrifuð úr þessari lotu á Reykjalundi. 5 vikur liðu eins og örskot enda annasamt í meira lagi. Ég náði mjög góðum árangri og er bara stolt af því, bætti þol um 20% sem er ekki svo lítið á 5 vikum. Enda búin að vera í stanslausu púli og vambarpúkinn aðeins hopað. Dagarnir gengu út á háls og herðaleikfimi, iðjuþjálfun, sund, sundleikfimi, göngur með og án stafa, þolhringi, fyrirlestra og ég veit ekki hvað. Þetta var bara gaman og gagnlegt mjög svo. Nú er að halda áfram, sem er aðeins flóknara þegar maður er ekki í þessu yndislega verndaða umhverfi sem Reykjalundur bíður uppá. Nú þarf ég að útbúa mér stundatöflu sem inniber reglulegt hollt mataræði og hreyfingu sem forgangsatriði. Ég veit að mér tekst þetta en þigg allan stuðning sem hægt er að fá varðandi hreyfingarþáttinn......

Allt er búið að vera á fullu í leiklistinn líka. Ég hef brunað flesta daga þessar 5 vikur beint niður í Hala og unnið þar baki brotnu fram undir 10 - 11 á kvöldin svo sólahringurinn hefur verið mjög svo þéttskipaður. Við frumsýndum Sjeikspírs Karnival 31. jan. sl. við mikinn fögnuð áhorfenda, og erum búin að sýna tvisvar í viku síðan þá. Leikritið er unnið uppúr þrem verkum Sjakespears; Þrettándakvöldi, Draumi á Jónsmessunótt og Hinriki 4. Leikgerð og leikstjórn er í höndum Þrastar Guðbjartssonar. Í gær fengum við þessa fínu gagnrýni á sýninguna á leiklistarvefnum sjá nánar HÉR

Lítið hefur maður sinnt fjölskyldunni eða öðrum skylduverkum, ýtt á undan sér hrúgu af verkefnum eins og mér einni er lagið. Svo nú er aðaláskorunin að setja sjálfa mig í forgang á undan öllum nefndar og stjórnarstörfunum hér og þar. Ég er svo heppin að fjölskyldan mín umber þetta vel, er kannski bara fegin að vera aðeins laus við mig.....

Alla vega ætla ég að skella mér á Þorrablót í kvöld og skemmta mér vel með Sjálfsbjargarfélögum. Svo tekur alvara lífsins við


Fegin að vera upptekin

Ég var að hugsa áðan, já geri það stundum...... að mikið svakalega er ég fegin að hafa verið á kafi í verkefnum síðan KREPPAN hófst. Ég er að eðlisfari afskaplega forvitin, já ég viðurkenni það alveg, sem leiðir af sér að ég er alger fréttasjúklingur og fréttirnar í haust hafa alls ekki ljómað af gúrkutíð og verið fremur kvíðavekjandi og spennuaukandi það er að segja það litla sem ég hef heyrt af þeim.

Að vera ég er bara alveg fullt 24/7 starf þessa mánuðina. Með þessa óskaplegu leiklistarbakteríu sem bara versnar með hverjum deginum. Er fegin að fundir og æfingar eru yfirleitt alltaf á fréttatíma svo maður hefur getað aðeins stimplað sig út.

Nú er ég líka að hlúa að heilsunni loksins aðeins betur, er í Lifstílsbreytingarprógrammi á Reykjalundi og gengur mjög vel sem komið er. Nú skal takast að snúa á vambarpúkann hægt og bítandi, en ekki er það auðvelt enda púkinn sá meðfæddur og ávallt verið mjög sterkur í mínum karakter eins og forvitnin.

Um næstu helgi munum við hjá Halaleikhópnum frumsýna Sjeikspírs Karnival, svo það er bara stuð og púl. Lítið stress ennþá enda erum við með úrvalsfólk í hverju rúmi. Verið er að hnýta síðustu hnútana og einhvernvegin koma alltaf fleiri og fleiri verkefni en ég er bjartsýn á skemmtilega afkastamikla viku framundan, burtséð frá allri pólitík.

Óttast samt mest að missa Jóhönnu Sigurðardóttir enda finnst mér hún búin að standa sig með afbrigðum vel og á hún allan heiður skilið.


dari dari dey

Ég er ekki alveg hætt á blogginu þó lítið komi inn þessa dagana og svo verður næstu vikurnar líka. Er í miklum önnum í leiklistinni. Hjólastólasveitin fór í velheppnaða leikferð til Selfoss á laugardaginn. Þar sem Leikfélaga Selfoss stjanaði við okkur. Og sunnlendingar tóku okkur vel. Mjög skemmtilegt að vinna með svona frjóu fólki, þessi ferð var liður í heimildarmyndinni sem við erum að taka um hvernig Hjólastólasveitin tæklar aðgengi í félagsheimilum vítt og breytt um landið.

Svo er allt á fullu hjá Halaleikhópnum þar sem við stefnum að frumsýningu 31. jan. n.k. Þar eru æfingar á fullu og alls kyns stjórnunarstörf og saumaskapur sem lendir á mínum herðum.

Á morgun fer ég svo í dagdeildarprógramm á Reykjalundi svo það er nóg að gera á mínum bæ þessa dagana fyrir utan hefðbundið stúss. Nú væri gott að hafa aðeins fleiri klst. í sólahringnum og orku í að vinna þá alla ;-)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband