Nýtt upphaf

Á eftir góðum jólum koma áramót sem boða nýtt upphaf. Ég hef nú ekki verið mikið fyrir að gera áramótaheit en í ár en ég búin að heita mér einu og ætla að halda því fyrir mig enn um sinn.

Undanfarin ár hafa verið full af óvæntum hlutum, góðum og slæmum til skiptis og á ég svo sem ekki von á að það breytist mikið. Nú er komin Kreppa og við þurfum að haga okkur á annan máta heyrir maður um allan bæ. En ég veit ekki hvort það breytir svo miklu fyrir okkur það á eftir að koma í ljós. Þegar maður hefur verið öryrki í 17 ár þá hefur svo sannarlega verið kreppa hjá mér flest árin, svo maður er vanur. Þannig hefur það líka verið hjá stórum hluta þjóðarinnar þó stór hluti hafi geta leift sér ýmislegt síðasta áratuginn eða svo. Þá hefur góðærið alls ekki komið til allra. En ég finn vel fyrir hækkun á matarverði ofl.

En ég er sátt og sæl með minn hlut. Ég er hamingjusöm og á góða fjölskyldu og það er það sem skiptir öllu máli ekki efnisleg gæði. Vonandi þjappar Kreppan ættingjum og vinum betur saman og samhygð eykst vonandi á ný í íslensku þjóðfélagi.

Ég ætla ekki að hafa þennan pistil langan en vil bara óska ykkur öllum Gleðilegs árs og þakka fyrir það gamla. Óska ykkur öllum farsældar og hamingju á nýárinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gleðilegt ár Ása Hildur!

Ágúst H Bjarnason, 2.1.2009 kl. 07:43

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Megi árid 2009 færa tér og tínum farsæld og gledi í hjarta.

kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 2.1.2009 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband