Húrra fyrir Guðmundu Elísasdóttur

griman_150x100_3Ég var að horfa á Grímuna áðan. Komst að því að ég hef greinilega verið of upptekin í mínum leiklistarnafla og því fátt séð af sýningunum sem tilnefndar voru. 

En það sem vakti athygli mína var hversu skelfilega ljótir allir kjólarnir voru sem leikhúskonurnar báru. Með einni undantekningu. Þvílíkt og annað samsafn af ljótum, sniðlausum og óklæðilegum kjólum hef ég bara aldrei séð áður á einu kveldi. Ég hef svo sem aldrei neinn tískumógúll verið og veit að ég er ekki til fyrirmyndar í klæðaburði, en þetta varð spennandi þegar á leið. Kemur enn einn óskapnaðurinn eða hvað? Konur sem maður hefur fylgst með í gegnum tíðina og dáðst að komu hver á fætur annarri á öllum aldri klæddar hverjum óskapnaðinum á fætur öðrum.

Nema Guðmunda Elíasdóttir söngkona. Hún var í þeim fallegasta kjól eða búningi sem ég hef séð lengi og fær hún hrós dagsins frá mér.

Á morgun laugardag er svo Krikadagur hjá mér frá 11 til 18 allir að kíkja í kaffi ;-) og ræða kjólatískuna eða hvað annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Mér leiddist svo að horfa á þennan þátt að ég sá ekki marga kjóla því ég fór að dunda mér við að finna einhver föt sem ég passa enn í eftir að ég hætti að reykja. Sá þó kynnana í lokin og er sammála þér þar, sá því miður ekki Guðmundu. En ég var svolítið skotin í dressinu hennar Herdísar Þorvalds, ég sá hana flytja ræðuna fyrir sig og Róbert. Kannski voru þau bara svona sæt saman Atriðið í byrjun fannst mér hvorki flott eða neitt annað en frekar hallærislegt.

Vilborg Valgarðsdóttir, 15.6.2007 kl. 23:08

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Herdís hefur alltaf verið flott i tauinu og bar af.

Svava frá Strandbergi , 17.6.2007 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband